Innlent

Öku­maður undir aldri í bílaeltingarleik við lög­reglu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Það er alltaf nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Það er alltaf nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Lögregla hóf eftirför á eftir bíl sem ekið var talsvert yfir hámarkshraða á Hafnarfjarðarvegi í nótt. Þegar lögreglumenn gáfu ökumanni stöðvunarmerki jók hann ferðina og reyndi að stinga lögreglu af. Ökumaðurinn var handtekinn þegar hann stöðvaði loks bílinn og reyndist undir aldri.

Hann var fluttur á lögreglustöð þar sem málið var unnið með aðkomu foreldra og barnaverndaryfirvalda. Með athæfi sínu hafi ökumaðurinn skapað mikla hættu fyrir aðra ökumenn og gangandi vegfarendur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á aðfaranótt páskadags.

Þar kemur einnig fram að lögreglumenn á lögreglustöð eitt sem sinnir verkefnum í miðborginni, vesturbæ og Seltjarnarnesi hafi veitt grunsamlegum aððila athygli sem hljóp á brott og henti frá sér mittistösku þegar þeir ætluðu að gefa sig á tal við hann. 

Eftirförin varði að sögn lögreglu ekki lengi og gafst aðilinn fljótt upp. Við skoðun reyndist hann vera með nokkuð magn fíkniefna sem grunur er um að hafi verið til sölu og dreifingar. Við frekari athugun reyndist aðilinn í ólöglegri dvöl á landinu. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×