Engin tengsl milli þolenda og gerenda Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 18:18 Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að fyrir utan líkamsárás á aðfaranótt laugardags hafi allt gengið vel í Ísafjarðarbæ. Vísir/Vilhelm Karl og kona sem réðust á tvo í Ísafjarðarbæ virðast ekki hafa þekkt þolendurna að sögn yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum. Hann segir ekkert benda til þess að um hatursglæp hafi verið að ræða. Frekari yfirheyrslur eru fyrirhugaðar á næstu dögum. Vísir fjallaði í morgun um líkamsárásina sem átti sér stað í Ísafjarðarbæ upp úr miðnætti aðfaranótt laugardags. Upphaflega var greint frá því að veist hefði verið að tveimur til þremur einstaklingum en lögregla hefur nú staðfest að þolendur væru tveir. Lögregla greindi frá því að afleiðingar árásarinnar væru ekki alvarlegar en málið yrði þó tekið föstum tökum. Yfirheyrslur yfir hinum grunuðu, karli og konu, fóru fram fyrr í dag. Fór af stað atburðarás sem endaði með átökum Fréttastofa ræddi um fimmleytið aftur við Hlyn Snorrason, yfirlögregluþjón á Vestfjörðum, sem sagði enn eiga eftir að yfirheyra fleiri og ná tali af hugsanlegum vitnum. Að sögn Hlyns virðast þolendur árásarinnar einungis vera tveir en í fyrstu var talið að þeir væru hugsanlega þrír. Hann gat ekki tjáð sig um það hvort tengsl væru á milli þolendanna tveggja. Hins vegar virtust engin tengsl milli vera þolenda og gerenda. Fréttastofu barst ábending um að hugsanlega væri um hatursglæp að ræða en svo virðist ekki vera eftir fyrstu yfirheyrslur. „Eins og staðan er ekkert sem bendir til þess að um hatursglæp sé að ræða,“ sagði Hlynur. „Hittast þarna manneskjur undir áhrifum áfengis og það fer af stað einhver atburðarás sem endar með átökum.“ Á næstu dögum færu fram frekari yfirheyrslur. Þrátt fyrir að vera með meiri mönnun vegna þess fjölda sem er í bænum vegna tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, sagði Hlynur að verkefnalega séð væri nokkuð rólegt. „Fyrir utan þetta atvik, hefur allt gengið glimrandi vel, fram að þessu. Og við vonum að það verði áfram,“ sagði Hlynur. Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Vísir fjallaði í morgun um líkamsárásina sem átti sér stað í Ísafjarðarbæ upp úr miðnætti aðfaranótt laugardags. Upphaflega var greint frá því að veist hefði verið að tveimur til þremur einstaklingum en lögregla hefur nú staðfest að þolendur væru tveir. Lögregla greindi frá því að afleiðingar árásarinnar væru ekki alvarlegar en málið yrði þó tekið föstum tökum. Yfirheyrslur yfir hinum grunuðu, karli og konu, fóru fram fyrr í dag. Fór af stað atburðarás sem endaði með átökum Fréttastofa ræddi um fimmleytið aftur við Hlyn Snorrason, yfirlögregluþjón á Vestfjörðum, sem sagði enn eiga eftir að yfirheyra fleiri og ná tali af hugsanlegum vitnum. Að sögn Hlyns virðast þolendur árásarinnar einungis vera tveir en í fyrstu var talið að þeir væru hugsanlega þrír. Hann gat ekki tjáð sig um það hvort tengsl væru á milli þolendanna tveggja. Hins vegar virtust engin tengsl milli vera þolenda og gerenda. Fréttastofu barst ábending um að hugsanlega væri um hatursglæp að ræða en svo virðist ekki vera eftir fyrstu yfirheyrslur. „Eins og staðan er ekkert sem bendir til þess að um hatursglæp sé að ræða,“ sagði Hlynur. „Hittast þarna manneskjur undir áhrifum áfengis og það fer af stað einhver atburðarás sem endar með átökum.“ Á næstu dögum færu fram frekari yfirheyrslur. Þrátt fyrir að vera með meiri mönnun vegna þess fjölda sem er í bænum vegna tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, sagði Hlynur að verkefnalega séð væri nokkuð rólegt. „Fyrir utan þetta atvik, hefur allt gengið glimrandi vel, fram að þessu. Og við vonum að það verði áfram,“ sagði Hlynur.
Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira