Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 11:02 Það vantaði ekkert upp á stemninguna á Sjally Pally, eins og blaðamaðurinn Will Schofield fékk að kynnast. Facebook/Píludeild Þórs Það var mikil stemning og fullt út úr dyrum á pílumótinu Sjally Pally í Sjallanum á Akureyri á dögunum. Á meðal þeirra sem heilluðust af mótinu er enski blaðamaðurinn Will Schofield eins og hann skrifaði um í pistli á Daily Star. Alexander Veigar Þorvaldsson og Ingibjörg Magnúsdóttir fögnuðu sigri á mótinu í ár, eftir sigra gegn Matthíasi Friðrikssyni og Kittu Einarsdóttur í úrslitaleikjunum. Þessu lýstu kynnarnir John McDonald og Russ Bray en það var koma þessara heimsþekktu manna til Íslands sem fékk blaðamanninn Schofield til að taka flugið til Íslands og sjá hvað þar væri eiginlega í gangi. Í pistli sínum skrifar hann um upplifun sína af Akureyri, sem hann lýsir sem eins konar hjara veraldar vegna nálægðar við norðurpólinn, og af mótinu í Sjallanum. Það var að sjálfsögðu rjómablíða á Akureyri þegar Schofield dvaldi þar og hann naut þess einnig að vera inni í Sjallanum, á móti sem hann lýsir sem óvenjulegu. Pílukast sé hins vegar alls staðar eins og að ástríðan hafi augljóslega verið mjög mikil á mótinu en það er haldið af píludeild Þórs og var þetta í annað sinn sem mótið fer fram í Sjallanum. Þá veltir Schofield því fyrir sér hvort að Ísland muni jafnvel eignast fulltrúa á HM, í Ally Pally, áður en langt um líður. Hann segir hæfileikana alveg til staðar og að Matthías og Alexander hafi sýnt frammistöðu sem sómi sér á Evrópumótaröðinni. Hann bætir við að Matthías hafi verið afar öflugur í uppbyggingu pílunnar á Íslandi og til að mynda lagað ljósabúnaðinn á sviðinu áður en hann keppti sjálfur í átta manna úrslitum. Schofield segir mótið á Akureyri hafa staðist samanburð við toppmót í Bretlandi. Hann hafi verið gjörsamlega heillaður. Skömmu síðar var hann svo á móti í Manchester, þar sem vissulega hafi verið meira undir en áhorfendurnir hins vegar alls, alls ekki eins ástríðufullir og þau hundruð sem mættu í Sjallann. Pílukast Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira
Alexander Veigar Þorvaldsson og Ingibjörg Magnúsdóttir fögnuðu sigri á mótinu í ár, eftir sigra gegn Matthíasi Friðrikssyni og Kittu Einarsdóttur í úrslitaleikjunum. Þessu lýstu kynnarnir John McDonald og Russ Bray en það var koma þessara heimsþekktu manna til Íslands sem fékk blaðamanninn Schofield til að taka flugið til Íslands og sjá hvað þar væri eiginlega í gangi. Í pistli sínum skrifar hann um upplifun sína af Akureyri, sem hann lýsir sem eins konar hjara veraldar vegna nálægðar við norðurpólinn, og af mótinu í Sjallanum. Það var að sjálfsögðu rjómablíða á Akureyri þegar Schofield dvaldi þar og hann naut þess einnig að vera inni í Sjallanum, á móti sem hann lýsir sem óvenjulegu. Pílukast sé hins vegar alls staðar eins og að ástríðan hafi augljóslega verið mjög mikil á mótinu en það er haldið af píludeild Þórs og var þetta í annað sinn sem mótið fer fram í Sjallanum. Þá veltir Schofield því fyrir sér hvort að Ísland muni jafnvel eignast fulltrúa á HM, í Ally Pally, áður en langt um líður. Hann segir hæfileikana alveg til staðar og að Matthías og Alexander hafi sýnt frammistöðu sem sómi sér á Evrópumótaröðinni. Hann bætir við að Matthías hafi verið afar öflugur í uppbyggingu pílunnar á Íslandi og til að mynda lagað ljósabúnaðinn á sviðinu áður en hann keppti sjálfur í átta manna úrslitum. Schofield segir mótið á Akureyri hafa staðist samanburð við toppmót í Bretlandi. Hann hafi verið gjörsamlega heillaður. Skömmu síðar var hann svo á móti í Manchester, þar sem vissulega hafi verið meira undir en áhorfendurnir hins vegar alls, alls ekki eins ástríðufullir og þau hundruð sem mættu í Sjallann.
Pílukast Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira