Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Eiður Þór Árnason skrifar 18. apríl 2025 07:36 Ýmis mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan aðhafðist í miðborginni eftir að tilkynnt var um þrjá einstaklinga sem grunaðir voru um vasaþjófnað. Fannst einn þeirra þegar lögregla kom á vettvang og reyndist vera með nokkuð magn af ætluðu þýfi og fjármunum. Hinn grunaði var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þrír gistu fangageymslur í morgunsárið og voru alls 52 mál skráð frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Lögregla hafði einnig afskipti af einstaklingi sem tók á rás þegar hann sá laganna verði við almennt eftirlit. Eftir stutta en snarpa eftirför á fæti náðist einstaklingurinn og reyndist hann vera með nokkuð magn af fíkniefnum innanklæða, að sögn lögreglu. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og ólöglega dvöl á landinu. Kærðir vegna filmu í rúðu Lögregla var sömuleiðis kölluð til vegna einstaklings sem er sagður hafa verið með ógnandi tilburði í miðborginni, haft sig mikið í frammi og kastað glasi í rúðu á skemmtistað. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir brot á reglugerð um gerð og búnað ökutækja en búið var að setja dökkar filmur í fremri hliðarrúður bifreiðanna. Ökutækin voru einnig boðuð í skoðun að kröfu lögreglu. Þá handtók lögregla ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, og hafði afskipti af ökumönnum án gildra ökuréttinda. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur en sá hraðasti mældist á 121 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, að sögn lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. 15. apríl 2025 19:45 Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum. 15. apríl 2025 12:22 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þrír gistu fangageymslur í morgunsárið og voru alls 52 mál skráð frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Lögregla hafði einnig afskipti af einstaklingi sem tók á rás þegar hann sá laganna verði við almennt eftirlit. Eftir stutta en snarpa eftirför á fæti náðist einstaklingurinn og reyndist hann vera með nokkuð magn af fíkniefnum innanklæða, að sögn lögreglu. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og ólöglega dvöl á landinu. Kærðir vegna filmu í rúðu Lögregla var sömuleiðis kölluð til vegna einstaklings sem er sagður hafa verið með ógnandi tilburði í miðborginni, haft sig mikið í frammi og kastað glasi í rúðu á skemmtistað. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir brot á reglugerð um gerð og búnað ökutækja en búið var að setja dökkar filmur í fremri hliðarrúður bifreiðanna. Ökutækin voru einnig boðuð í skoðun að kröfu lögreglu. Þá handtók lögregla ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, og hafði afskipti af ökumönnum án gildra ökuréttinda. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur en sá hraðasti mældist á 121 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, að sögn lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. 15. apríl 2025 19:45 Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum. 15. apríl 2025 12:22 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. 15. apríl 2025 19:45
Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum. 15. apríl 2025 12:22