Enski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk verður áfram hjá Liverpool.
Virgil van Dijk verður áfram hjá Liverpool. EPA-EFE/PETER POWEL

Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, verður áfram hjá félaginu því í dag var tilkynnt að hollenski miðvörðurinn hafi skrifað undir nýjan samning við topplið ensku úrvalsdeildarinnar í fóbolta.

Liverpool tilkynnti um samninginn á miðlum sínum í morgun en gamli samningur Hollendingsins mikilvæga rennur út í sumar.

Þetta er sannkölluð páskagjöf til stuðningsmanna félagsins en Van Dijk mikill leiðtogi og gríðarlega mikilvægur leikmaður í vörn liðsins.

Mohamed Salah skrifaði undir nýjan samning á dögunum en hann var í sömu stöðu og Van Dijk. Þeir halda tryggð við Liverpool en Tren Alexander Arnold er líklegast á förum til Real Madrid.

Liverpool liðinu vantar síðan bara sex stig í viðbót til að tryggja sér enska meistaratitilinn sem yrði tuttugast Englandsmeistaratitill félagsins sem er metjöfnun.

„Ég er mjög ánægður og mjög stoltur,“ sagði Van Dijk í yfirlýsingu.

„Það eru svo margar tilfinningar í gangi í hausnum á mér núna. Þetta er mjög ánægjuleg stund fyrir mig og í raun bara ótrúlegt. Vegferðin sem ég hef verið í á ferlinum og bæta nú tveimur árum við hjá þessu félagi er stórkostlegt,“ sagði Van Dijk.

Van Dijk kom til Liverpool frá Southampton í janúar 2018 og hefur spilað yfir þrjú hundruð leiki með liðinu. Á þeim tíma hefur hann komist í hóp bestu miðvarða heims.

Van Dijk hefur unnið sjö stóra titla með Liverpool þar á meðal enska meistaratitilinn og Meistaradeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×