Jónas Ingimundarson er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2025 19:07 Jónas í Salnum í Kópavogi þar sem hann spilaði oftsisnnis. Hann var heiðursborgari Kópavogs. Kópavogsbær Jónas Ingimundarson píanóleikari er látinn áttræður að aldri. Sonur Jónasar greinir frá andláti föður síns sem lést mánudaginn 14. apríl. Jónas fæddist á Bergþórshvoli en ólst upp á Selfossi og í Þorlákshöfn. Þar hófst tónlistarferill hans, sem spannar yfir fimmtíu ár og markaði djúp spor í íslensku tónlistarlífi. Hann var ekki aðeins virtur píanóleikari heldur einnig kórstjóri, kennari og ötull kynningarfulltrúi tónlistar. Með einlægri hugsjón og kímnigáfu náði hann að laða að sér áheyrendur og skapa hlýlegt andrúmsloft í kringum sig. Jónas spilar og eiginkonan Ágústa til taks að fletta. Jónas hélt á ferli sínum fjölda tónleika um allt land og vann með mörgum af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Samstarf hans við Kristinn Sigmundsson óperusöngvara var sérstaklega farsælt en Jónas spilaði með fjölmörgum af bestu söngvurum Íslands svo sem Gunnari Guðbjörnssyni, Hallveigu Rúnarsdóttur og Bergþóri Pálssyni svo nokkur séu nefnd til sögunnar. Jónas og Kristinn á góðri stundu. Jónas var heiðursfélagi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og heiðursborgari Kópavogs. Hann var einnig heiðraður af menningarnefnd Ölfuss fyrir framlag sitt til menningarlífsins þar. Haukur Ingi Jónasson, sonur Jónasar, segir í færslu á Facebook að faðir hans hafi látist saddur lífsdaga í faðmi eiginkonu Jónasar og móður Hauks, Ágústu Hauksdóttur. Útför Jónasar verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 23. apríl klukkan 15. Jónas og Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari.Gunnar Guðbjörnsson „Innilegar þakkir til allra vina, vanda- og velgjörðarfólks okkar; og alveg sérstakar þakkir til starfsfólks heilsugæslunnar, Landspítalans og heimahjúkrunar fyrir einstaka áratuga langa þjónustu! Við búum við einstök lífskjör, samfélagslega fegurð og listfengi í þessu landi! Höldum okkur við það!“ segir Haukur Ingi. Andlát Tónlist Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Jónas fæddist á Bergþórshvoli en ólst upp á Selfossi og í Þorlákshöfn. Þar hófst tónlistarferill hans, sem spannar yfir fimmtíu ár og markaði djúp spor í íslensku tónlistarlífi. Hann var ekki aðeins virtur píanóleikari heldur einnig kórstjóri, kennari og ötull kynningarfulltrúi tónlistar. Með einlægri hugsjón og kímnigáfu náði hann að laða að sér áheyrendur og skapa hlýlegt andrúmsloft í kringum sig. Jónas spilar og eiginkonan Ágústa til taks að fletta. Jónas hélt á ferli sínum fjölda tónleika um allt land og vann með mörgum af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Samstarf hans við Kristinn Sigmundsson óperusöngvara var sérstaklega farsælt en Jónas spilaði með fjölmörgum af bestu söngvurum Íslands svo sem Gunnari Guðbjörnssyni, Hallveigu Rúnarsdóttur og Bergþóri Pálssyni svo nokkur séu nefnd til sögunnar. Jónas og Kristinn á góðri stundu. Jónas var heiðursfélagi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og heiðursborgari Kópavogs. Hann var einnig heiðraður af menningarnefnd Ölfuss fyrir framlag sitt til menningarlífsins þar. Haukur Ingi Jónasson, sonur Jónasar, segir í færslu á Facebook að faðir hans hafi látist saddur lífsdaga í faðmi eiginkonu Jónasar og móður Hauks, Ágústu Hauksdóttur. Útför Jónasar verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 23. apríl klukkan 15. Jónas og Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari.Gunnar Guðbjörnsson „Innilegar þakkir til allra vina, vanda- og velgjörðarfólks okkar; og alveg sérstakar þakkir til starfsfólks heilsugæslunnar, Landspítalans og heimahjúkrunar fyrir einstaka áratuga langa þjónustu! Við búum við einstök lífskjör, samfélagslega fegurð og listfengi í þessu landi! Höldum okkur við það!“ segir Haukur Ingi.
Andlát Tónlist Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira