Innlent

Búið að loka hring­veginum vegna ó­færðar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Þjóðvegur 1 er lokaður allt frá Mývatni til Egilsstaða. 
Þjóðvegur 1 er lokaður allt frá Mývatni til Egilsstaða.  Vísir/Vilhelm

Þjóðvegur 1 er lokaður allt frá Mývatni austur til Egilsstaða vegna ófærðar. Snjókoma og éljagangur er á svæðinu og en draga á úr vindi með kvöldinu.

Töluvert vetrarveður hefur verið á Norður- og Austurlandi síðustu daga, snjókoma og éljagangur og færðin eftir því. Á vef RÚV kemur fram að björgunarsveitir hafi verið kallaðar út um þrjúleytið í dag vegna bíla sem fastir voru á Hringveginum og í kjölfarið tilkynnti Vegagerðin að búið væri að loka Þjóðvegi 1 allt frá Mývatni til Egilsstaða.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að krap, snjóþekja, hálka eða hálkublettur séu á flestum leiðum. Ófært er á Dettifossvegi og Vopnafjarðarheiði og þungfært á Borgarfjarðarvegi.

Eins og sjá má á vef Vegagerðarinnar eru vegir víða lokaðir á Norðausturlandi.Skjáskot af vef Vegagerðarinnar

Verið er að vinna að því að koma bílum af veginum svo hægt verði að opna hann að nýju. Von er á nýjum upplýsingum varðandi lokun Hringvegarins klukkan 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×