Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. apríl 2025 22:56 Albert Björn Lúðvígsson lögmaður. Vísir/Bjarni Lögmaður gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hafa farið með rangt mál í tilkynningu sinni um skipan starfshóps sem yfirfara á reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Hann segir þegar til staðar ákvæði í lögum um dvalarleyfi mansalsfórnarlamba, þau séu ekki nýtt. Dómsmálaráðherra tilkynnti nýverið að hún hefði skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið væri að fá betri yfirsýn yfir hópinn sem sækir um útgefið leyfi og fá betri yfirsýn yfir áskoranir. Sjá einnig: Skipar starfshóp um dvalarleyfi Sagði ráðherra meðal annars að ekki væri til sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur, nauðsynlegt væri að breyta því. Albert Björn Lúðvígsson lögmaður sem starfar við málaflokkinn segir ráðherra ekki fara með rétt mál. „Þó það sé mjög jákvætt að ráðherra vilji endurskoða þær umsóknir sem snúa að dvalarleyfum á Íslandi og þá löggjöf sem um það snýst þá er kannski tvennt sem vekur ótta hjá mér eða áhyggjur,“ sagði Albert. „Annars vegar er það það að ráðherra segir að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, það er ekki rétt, þau eru til staðar, þeim er einfaldlega ekki beitt. Í öðru lagi þá vekur skipan starfshópsins ákveðnar áhyggjur um að það sé ansi einsleitur hópur sem þar er.“ Enginn hafi praktíska reynslu Í hópnum eru fulltrúar dómsmálaráðuneytisins, hagfræðingur á vegum Visku stéttarfélags og svo loks fulltrúi Útlendingastofnunar. „Ég sé ekki að það sé neinn í þessum hópi sem hafi praktíska reynslu af umsóknum og aðkomu að mansalsmálum eða yfirhöfuð dvalarleyfismálum og umsóknum þeirra á Íslandi. Það er mikil þekking, bæði innan Útlendingastofnunar og innan lögmannafélagsins varðandi þessar umsóknir og það er synd ef það á að endurskoða þessa löggjöf, að það skuli ekki vera leitað í þann grunn,“ sagði Albert. Tvö ákvæði séu í lögum um útlendinga sem lúta að dvalarleyfum fyrir mansalsfórnarlömbum. Ekki sé farið eftir þeim „Þarna því miður birtist hjá fagráðherra vanþekking á málaflokknum og það út af fyrir sig er líka áhyggjuefni, þegar ráðherra boðar breytingar á lögum sem heyra undir hann og þekkir ekki löggjöfina betur en þetta, þá vekur það ákveðnar áhyggjur af því hvert stefnt er og hver tilgangurinn er.“ Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Sjá meira
Dómsmálaráðherra tilkynnti nýverið að hún hefði skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið væri að fá betri yfirsýn yfir hópinn sem sækir um útgefið leyfi og fá betri yfirsýn yfir áskoranir. Sjá einnig: Skipar starfshóp um dvalarleyfi Sagði ráðherra meðal annars að ekki væri til sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur, nauðsynlegt væri að breyta því. Albert Björn Lúðvígsson lögmaður sem starfar við málaflokkinn segir ráðherra ekki fara með rétt mál. „Þó það sé mjög jákvætt að ráðherra vilji endurskoða þær umsóknir sem snúa að dvalarleyfum á Íslandi og þá löggjöf sem um það snýst þá er kannski tvennt sem vekur ótta hjá mér eða áhyggjur,“ sagði Albert. „Annars vegar er það það að ráðherra segir að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, það er ekki rétt, þau eru til staðar, þeim er einfaldlega ekki beitt. Í öðru lagi þá vekur skipan starfshópsins ákveðnar áhyggjur um að það sé ansi einsleitur hópur sem þar er.“ Enginn hafi praktíska reynslu Í hópnum eru fulltrúar dómsmálaráðuneytisins, hagfræðingur á vegum Visku stéttarfélags og svo loks fulltrúi Útlendingastofnunar. „Ég sé ekki að það sé neinn í þessum hópi sem hafi praktíska reynslu af umsóknum og aðkomu að mansalsmálum eða yfirhöfuð dvalarleyfismálum og umsóknum þeirra á Íslandi. Það er mikil þekking, bæði innan Útlendingastofnunar og innan lögmannafélagsins varðandi þessar umsóknir og það er synd ef það á að endurskoða þessa löggjöf, að það skuli ekki vera leitað í þann grunn,“ sagði Albert. Tvö ákvæði séu í lögum um útlendinga sem lúta að dvalarleyfum fyrir mansalsfórnarlömbum. Ekki sé farið eftir þeim „Þarna því miður birtist hjá fagráðherra vanþekking á málaflokknum og það út af fyrir sig er líka áhyggjuefni, þegar ráðherra boðar breytingar á lögum sem heyra undir hann og þekkir ekki löggjöfina betur en þetta, þá vekur það ákveðnar áhyggjur af því hvert stefnt er og hver tilgangurinn er.“
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Sjá meira