Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 19:45 Meðlimir For Women Scotland fagna ákaft eftir uppkvaðningu dómsins. AP Photo/Kin Cheung Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. „Það er einróma ákvörðun þessa dómstóls að hugtökin kona og kyn í jafnréttislögunum frá 2010 vísi til líffræðilegrar konu og líffræðilegs kyns. Við ráðum fólki frá því að líta á þennan dóm sem sigur eins eða fleiri hópa í samfélagi okkar á kostnað annars. Það er hann ekki.“ Þetta sagði Lord Patrick Hodge dómari við Hæstarétt Bretlands þegar hann greindi frá niðurstöðu dómsins. Málið sóttu samtökin For Women Scotland, sem eru andstæðingar trans fólks, gegn skoskum stjórnvöldum vegna laga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana, sem voru samþykkt árið 2018. Virki sem árás á trans fólk Í lögunum er gert ráð fyrir að trans konur teljist konur en stjórnandi samtakanna FWS hefur haldið því fram að með þessu gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Samtökin fögnuðu ákaft þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Það þýðir að skilgreiningin á hugtakinu kona er skýr í lögunum. Nú er ljóst að við erum að vísa til líffræðilegs kyns kvenna og að þegar við sjáum rými eingöngu ætlað konum þýðir það nákvæmlega það: Aðeins konur, engir karlar, ekki einu sinni þótt þeir hafi vottorð um kynleiðréttingu,“ sagði Trina Budge, forstöðukona For Women Scotland, eftir dómsuppsögu. Dómurinn er ekki algildur og á eingöngu við þessi tilteknu lög. Ólíklegt er að trans konur muni finna mikið fyrir áhrifum dómsins frá degi til dags en aktívisti segir þetta skref aftur á bak. „Þetta hefur litla þýðingu. Þetta er árás á transfólk þótt dómarinn hafi lagt sig fram um að útskýra að svo væri ekki. Þetta virkar einfaldlega eins og árás á transfólk og skref í átt að Bandaríkjum Trumps,“ sagði Heather Herbert, trans aktívisti. Málefni trans fólks Hinsegin Bretland Tengdar fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. 16. apríl 2025 13:50 Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram. 16. apríl 2025 09:47 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira
„Það er einróma ákvörðun þessa dómstóls að hugtökin kona og kyn í jafnréttislögunum frá 2010 vísi til líffræðilegrar konu og líffræðilegs kyns. Við ráðum fólki frá því að líta á þennan dóm sem sigur eins eða fleiri hópa í samfélagi okkar á kostnað annars. Það er hann ekki.“ Þetta sagði Lord Patrick Hodge dómari við Hæstarétt Bretlands þegar hann greindi frá niðurstöðu dómsins. Málið sóttu samtökin For Women Scotland, sem eru andstæðingar trans fólks, gegn skoskum stjórnvöldum vegna laga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana, sem voru samþykkt árið 2018. Virki sem árás á trans fólk Í lögunum er gert ráð fyrir að trans konur teljist konur en stjórnandi samtakanna FWS hefur haldið því fram að með þessu gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Samtökin fögnuðu ákaft þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Það þýðir að skilgreiningin á hugtakinu kona er skýr í lögunum. Nú er ljóst að við erum að vísa til líffræðilegs kyns kvenna og að þegar við sjáum rými eingöngu ætlað konum þýðir það nákvæmlega það: Aðeins konur, engir karlar, ekki einu sinni þótt þeir hafi vottorð um kynleiðréttingu,“ sagði Trina Budge, forstöðukona For Women Scotland, eftir dómsuppsögu. Dómurinn er ekki algildur og á eingöngu við þessi tilteknu lög. Ólíklegt er að trans konur muni finna mikið fyrir áhrifum dómsins frá degi til dags en aktívisti segir þetta skref aftur á bak. „Þetta hefur litla þýðingu. Þetta er árás á transfólk þótt dómarinn hafi lagt sig fram um að útskýra að svo væri ekki. Þetta virkar einfaldlega eins og árás á transfólk og skref í átt að Bandaríkjum Trumps,“ sagði Heather Herbert, trans aktívisti.
Málefni trans fólks Hinsegin Bretland Tengdar fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. 16. apríl 2025 13:50 Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram. 16. apríl 2025 09:47 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira
Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. 16. apríl 2025 13:50
Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram. 16. apríl 2025 09:47