„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 16:00 Nú þegar páskarnir eru að detta inn fylgir því oftast nær meiri ró og ákveðið andvaraleysi. Tíminn í kringum árstíðarbundin frí eins og páska, sumarleyfi eða jól- og áramót er einmitt sá tími sem við þurfum að vera sérstaklega vel á varðbergi gagnvart mögulegum svikum. Þá fjölgar svikatilraunum oftast nær í hinum stafræna heimi. Í gær fékk samstarfsmaður minn meðfylgjandi tölvupóst sem virtist vera frá mér. Reyndar er íslenskan frekar klunnaleg, ég tel mig í það minnsta hafa betra vald á tungumálinu og því var tölvupósturinn ekki mjög trúverðugur. Skemmst er frá því að segja að við féllum ekki fyrir þessari tilraun. Pósturinn er hins vegar einn af fjölmörgum efnislega sambærilegum svikapóstum sem dynja á einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum alla daga ársins. Í mörgum tilfellum eru skrifin á mun betri íslensku og auðvelt getur verið að falla fyrir þeim. Oft er veikasti hlekkurinn í svikum við mannfólkið og því er gott að hafa í huga að flýta sér hægt og sýna heilbrigða tortryggni er snýr að öllum samskiptum í hinum stafræna heimi. Þegar kemur að greiðslu fjármuna er gott að temja sér það verklag að staðfesta með símtali að greiðsla eigi að fara á viðkomandi stað. Vöxtur í svikatilraunum í gegnum skilaboð og símtöl Það er afar mikilvægt að fara sérstaklega varlega í kringum rafrænu skilríkin og opna þau ekki nema vera þess fullviss hvað er verið að samþykkja. Það hefur ítrekað verið varað við Messenger svindli þar sem óskað er eftir símanúmeri í gegnum Messenger. Í kjölfarið freistast glæpamennirnir að komast inn í gegnum samþykkt á rafrænum skilríkjum. Alla tengla sem fólk fær senda, hvort sem er á SMS formi, tölvupósti eða í gegnum samskiptaforrit, skal forðast að opna nema vera fullviss um hvað sé þar að baki, sérstaklega ef skilaboðin tengjast greiðslu fjármuna, t.d. meintri inneign hjá Skattinum eða skuld við Póstinn. Þá eru fjölmörg dæmi um svikatilraunir þar sem svikarar hringja úr því sem virðist vera íslensk símanúmer þó þeir séu yfirleitt enskumælandi. Í símtölunum er aðilum oftar en ekki talin trú um að viðkomandi eigi rafmyntir eða boðin fjárfestingatækifæri í rafmyntum. Best er að slíta slíkum símtölum strax enda að öllum líkindum tilraun til svika. Það sem skiptir máli er heilbrigð tortryggni og að láta ekki leiða sig í gildru. Þaulskipulögð svik sem nýta gervigreind í vaxandi mæli Svikararnir eru oftar en ekki hluti af glæpasamtökum sem verða sífellt þróaðri, skipulagðari og gerðir út af fjársterkum aðilum, jafnvel af þjóðríkjum. Þeir nýta sér gervigreind þannig að það getur oft verið erfitt að greina og verjast svikum. Nokkur góð ráð gegn svikum Áður en þið deilið viðkvæmum fjárhags- eða persónuupplýsingum eða gangið frá greiðslu fjármuna er mikilvægt að ganga úr skugga um að ekkert sé óvenjulegt í samskiptunum. Til að mynda er gott að skoða hvort um rétt símanúmer, netfang eða slóð á heimasíðu sé að ræða. Velta fyrir sér hvort þú hafir átt von á skilaboðum, tölvupósti eða símtali frá viðkomandi aðila eða hvort mögulega sé um svikatilraun að ræða. Endurnýtið ekki lykilorð, notið lykilorðabanka og fjölþátta auðkenningu. Í sumum tilfellum geta fyrirtæki einnig tekið upp auðkennislykla. Þessar varúðarráðstafanir hafa bjargað háum fjárhæðum. Einnig er skynsamlegt að skoða reglulega kortayfirlit til að kanna hvort þar sé að finna greiðslur sem þú kannast ekki við. Fleiri ráð til að verjast netsvikum má finna á vefnum taktutvær.is Gruni þig að þú hafir orðið fyrir svikum er mikilvægt að bregðast strax við til að lágmarka tjón með því að hafa samband við banka eða kortafyrirtækið þitt, láta loka kortum og breyta lykilorðum eins og við á. Yfirleitt er hægt að byrja á að frysta eigin kort í heimabanka eða bankaappi. Sýnum árverkni og látum ekki glæpamenn skemma fyrir okkur páskana og taka frá okkur góða skapið. Gleðilega páska. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Fjármál heimilisins Netglæpir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar páskarnir eru að detta inn fylgir því oftast nær meiri ró og ákveðið andvaraleysi. Tíminn í kringum árstíðarbundin frí eins og páska, sumarleyfi eða jól- og áramót er einmitt sá tími sem við þurfum að vera sérstaklega vel á varðbergi gagnvart mögulegum svikum. Þá fjölgar svikatilraunum oftast nær í hinum stafræna heimi. Í gær fékk samstarfsmaður minn meðfylgjandi tölvupóst sem virtist vera frá mér. Reyndar er íslenskan frekar klunnaleg, ég tel mig í það minnsta hafa betra vald á tungumálinu og því var tölvupósturinn ekki mjög trúverðugur. Skemmst er frá því að segja að við féllum ekki fyrir þessari tilraun. Pósturinn er hins vegar einn af fjölmörgum efnislega sambærilegum svikapóstum sem dynja á einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum alla daga ársins. Í mörgum tilfellum eru skrifin á mun betri íslensku og auðvelt getur verið að falla fyrir þeim. Oft er veikasti hlekkurinn í svikum við mannfólkið og því er gott að hafa í huga að flýta sér hægt og sýna heilbrigða tortryggni er snýr að öllum samskiptum í hinum stafræna heimi. Þegar kemur að greiðslu fjármuna er gott að temja sér það verklag að staðfesta með símtali að greiðsla eigi að fara á viðkomandi stað. Vöxtur í svikatilraunum í gegnum skilaboð og símtöl Það er afar mikilvægt að fara sérstaklega varlega í kringum rafrænu skilríkin og opna þau ekki nema vera þess fullviss hvað er verið að samþykkja. Það hefur ítrekað verið varað við Messenger svindli þar sem óskað er eftir símanúmeri í gegnum Messenger. Í kjölfarið freistast glæpamennirnir að komast inn í gegnum samþykkt á rafrænum skilríkjum. Alla tengla sem fólk fær senda, hvort sem er á SMS formi, tölvupósti eða í gegnum samskiptaforrit, skal forðast að opna nema vera fullviss um hvað sé þar að baki, sérstaklega ef skilaboðin tengjast greiðslu fjármuna, t.d. meintri inneign hjá Skattinum eða skuld við Póstinn. Þá eru fjölmörg dæmi um svikatilraunir þar sem svikarar hringja úr því sem virðist vera íslensk símanúmer þó þeir séu yfirleitt enskumælandi. Í símtölunum er aðilum oftar en ekki talin trú um að viðkomandi eigi rafmyntir eða boðin fjárfestingatækifæri í rafmyntum. Best er að slíta slíkum símtölum strax enda að öllum líkindum tilraun til svika. Það sem skiptir máli er heilbrigð tortryggni og að láta ekki leiða sig í gildru. Þaulskipulögð svik sem nýta gervigreind í vaxandi mæli Svikararnir eru oftar en ekki hluti af glæpasamtökum sem verða sífellt þróaðri, skipulagðari og gerðir út af fjársterkum aðilum, jafnvel af þjóðríkjum. Þeir nýta sér gervigreind þannig að það getur oft verið erfitt að greina og verjast svikum. Nokkur góð ráð gegn svikum Áður en þið deilið viðkvæmum fjárhags- eða persónuupplýsingum eða gangið frá greiðslu fjármuna er mikilvægt að ganga úr skugga um að ekkert sé óvenjulegt í samskiptunum. Til að mynda er gott að skoða hvort um rétt símanúmer, netfang eða slóð á heimasíðu sé að ræða. Velta fyrir sér hvort þú hafir átt von á skilaboðum, tölvupósti eða símtali frá viðkomandi aðila eða hvort mögulega sé um svikatilraun að ræða. Endurnýtið ekki lykilorð, notið lykilorðabanka og fjölþátta auðkenningu. Í sumum tilfellum geta fyrirtæki einnig tekið upp auðkennislykla. Þessar varúðarráðstafanir hafa bjargað háum fjárhæðum. Einnig er skynsamlegt að skoða reglulega kortayfirlit til að kanna hvort þar sé að finna greiðslur sem þú kannast ekki við. Fleiri ráð til að verjast netsvikum má finna á vefnum taktutvær.is Gruni þig að þú hafir orðið fyrir svikum er mikilvægt að bregðast strax við til að lágmarka tjón með því að hafa samband við banka eða kortafyrirtækið þitt, láta loka kortum og breyta lykilorðum eins og við á. Yfirleitt er hægt að byrja á að frysta eigin kort í heimabanka eða bankaappi. Sýnum árverkni og látum ekki glæpamenn skemma fyrir okkur páskana og taka frá okkur góða skapið. Gleðilega páska. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar