Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. apríl 2025 20:04 Sigfús er alltaf léttur í skapi og nýtur lífsins alla daga. Íslenskt skyr er uppáhalds maturinn hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið,“ segir 93 ára byggingameistari á Selfossi, sem hefur byggt um tvö hundruð hús í bæjarfélaginu en mygla hefur aldrei greinst í þeim húsum. Þá segir hann að timbur hafi verið miklu betra í gamla daga heldur en í dag því nú sé það svo gljúpt og lélegt. Hér erum við að tala um Sigfús Kristinsson, eða Fúsa Kristins eins og hann er alltaf kallaður á Selfossi. Hann er nú sestur í helgan stein en líður best á skrifstofunni sinni þar sem hann skoðar gamla pappíra og les blöðin. Á milli 30 og 40 karlar störfuðu við smíðar hjá Fúsa þegar mest var en hann hefur byggt allar helstu byggingar á Selfossi eins og sjúkrahúsið, Landsbankann, Fjölbrautaskóla Suðurlands og fullt, fullt af einbýlishúsum. Aldrei hefur greinst mygla í húsum frá Fúsa. „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið, þau þurfa að anda,” segir Fúsi. En af hverju var engin mygla þegar hann var að byggja öll þessi hús? „Það var bara allt annað vinnulag og timbrið var var líka mikið, mikið betra þá en núna. Það var svo þétt vaxið, nú er það svo gljúft og lélegt og drekkur í sig vatn,” segir Fúsi. En hvað heldur þú með mygluna í húsunum, heldur þú að þetta verði áfram svona vandamál? „Það verður það svo lengi, sem þeir breyta ekki byggingaaðferðinni. Út með þetta helvítis plast því það lokar algjörlega rakann inni,” segir Fúsi og leggur áherslu á orð sín. Sigfús eyðir miklum tíma dagsins inn á skrifstofunni sinni innan um pappíra, blöð og fleira þess háttar, sem hann gluggar eitthvað í að hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjasta byggingin hjá Fúsa er torfbær á Selfossi, sem hann byggði fyrir nokkrum árum. En hann er ekki hrifin af öllu flötu þökunum á nýjum húsum í dag. „Mér finnst þau alveg skelfileg bara. Þau eru líka svo ljót. Þau eru mikið fallegri hin með risi og þakbrún út fyrir, sem hlífir veggjunum.” Fúsi segist þakka á hverjum degi fyrir góða heilsu en hverju þakkar hann það ? „Lífsánægja og lífsvilji og góð gen út í lífið og vera aldrei að hugsa neikvæða hugsun, vera frekar bjartsýnn í hugsun,” segir Fúsi. Sigfús hefur ekki bara byggt einbýlishús, nei, hann hefur líka byggt kirkjur eins og Laugardælakirkju í Flóahreppi rétt fyrir utan Selfoss. Laugardælakirkja í Flóahreppi, sem Fúsi byggði með sínum starfsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, talandi um kirkju, Fúsi hefur mikinn áhuga á andlegum málefnum og hann segist vita nákvæmlega hvað verði um okkur þegar við deyjum. „Við förum í næstu tilveru, fáum líf alveg eins og hérna en það er nefnilega svolítið hvernig menn hafa hagað sér í lífinu, hvernig menn lenda hinum megin,” segir 93 ára byggingameistarinn. Sigfús var að ljúka við að skrifa ævisögu sína, sem er nú komin út í bók og verður gefin út formlega á næstu vikum. Mikill fróðleikur er í bókinni um ævi og störf hans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hús og heimili Mygla Byggingariðnaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hér erum við að tala um Sigfús Kristinsson, eða Fúsa Kristins eins og hann er alltaf kallaður á Selfossi. Hann er nú sestur í helgan stein en líður best á skrifstofunni sinni þar sem hann skoðar gamla pappíra og les blöðin. Á milli 30 og 40 karlar störfuðu við smíðar hjá Fúsa þegar mest var en hann hefur byggt allar helstu byggingar á Selfossi eins og sjúkrahúsið, Landsbankann, Fjölbrautaskóla Suðurlands og fullt, fullt af einbýlishúsum. Aldrei hefur greinst mygla í húsum frá Fúsa. „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið, þau þurfa að anda,” segir Fúsi. En af hverju var engin mygla þegar hann var að byggja öll þessi hús? „Það var bara allt annað vinnulag og timbrið var var líka mikið, mikið betra þá en núna. Það var svo þétt vaxið, nú er það svo gljúft og lélegt og drekkur í sig vatn,” segir Fúsi. En hvað heldur þú með mygluna í húsunum, heldur þú að þetta verði áfram svona vandamál? „Það verður það svo lengi, sem þeir breyta ekki byggingaaðferðinni. Út með þetta helvítis plast því það lokar algjörlega rakann inni,” segir Fúsi og leggur áherslu á orð sín. Sigfús eyðir miklum tíma dagsins inn á skrifstofunni sinni innan um pappíra, blöð og fleira þess háttar, sem hann gluggar eitthvað í að hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjasta byggingin hjá Fúsa er torfbær á Selfossi, sem hann byggði fyrir nokkrum árum. En hann er ekki hrifin af öllu flötu þökunum á nýjum húsum í dag. „Mér finnst þau alveg skelfileg bara. Þau eru líka svo ljót. Þau eru mikið fallegri hin með risi og þakbrún út fyrir, sem hlífir veggjunum.” Fúsi segist þakka á hverjum degi fyrir góða heilsu en hverju þakkar hann það ? „Lífsánægja og lífsvilji og góð gen út í lífið og vera aldrei að hugsa neikvæða hugsun, vera frekar bjartsýnn í hugsun,” segir Fúsi. Sigfús hefur ekki bara byggt einbýlishús, nei, hann hefur líka byggt kirkjur eins og Laugardælakirkju í Flóahreppi rétt fyrir utan Selfoss. Laugardælakirkja í Flóahreppi, sem Fúsi byggði með sínum starfsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, talandi um kirkju, Fúsi hefur mikinn áhuga á andlegum málefnum og hann segist vita nákvæmlega hvað verði um okkur þegar við deyjum. „Við förum í næstu tilveru, fáum líf alveg eins og hérna en það er nefnilega svolítið hvernig menn hafa hagað sér í lífinu, hvernig menn lenda hinum megin,” segir 93 ára byggingameistarinn. Sigfús var að ljúka við að skrifa ævisögu sína, sem er nú komin út í bók og verður gefin út formlega á næstu vikum. Mikill fróðleikur er í bókinni um ævi og störf hans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hús og heimili Mygla Byggingariðnaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira