Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 20:32 Sigrún fagnar því að til standi að gera breytingar á reglugerð um baðstaði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir það vera áhætturekstur að reka óklóraða sundlaug eða baðlón þar sem heilsuspillandi bakteríur laumist með óböðuðum ferðamönnum víða í sundlaugum landsins. Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir fjölgun óklóraðra baðlóna varhugaverð þróun. Ferðamenn fari gjarnan ofan í án þess að baða sig og mengi þar með laugina. Hún ræddi þetta í Reykjavík síðdegis í dag. „Mér finnst þetta mjög miður. Þetta kemur mér kannski ekkert mjög á óvart en mér finnst að rekstraraðilar þessara sundstaða ættu að taka harðar á þessu með sundfötin. Fólk er jafnvel að fara í óhreinum fötum í laugina og sumar af þessum laugum eru óklóraðar og þar af leiðandi fara allar þær bakteríur sem fylgja þessum ferðamönnum ofan í laugina. Þar með eru þeir búnir að menga laugina,“ segir hún. Sýkingar komi jafnvel upp í klóruðum laugum Það sé staðreynd að mesta mengunin í sundlaugum landsins berist með baðgestum og að engin leið sé að vita hvað fylgi þeim sem fari jafnvel ofan í laugina í óhreinum nærfötum eða íþróttafötum. Sigrún segir sjúkdómsvaldandi bakteríur geta mengað laugina og að sýkingar geti jafnvel komið upp í laugum sem eru klóraðar. Því hefur hún áhyggjur af fjölgun óklóraðra baðlóna. Sigrún segir að ellefu nýjar óklóraðar laugar séu í bígerð víða um landið. „Þessar óklóruðu laugar eru náttúrlega bara áhættubissness,“ segir hún. Breytingar á reglugerðinni í bígerð Hún segir að reglugerð um baðstaði landsins vera óskýra og matskennda. Því fagnar hún því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hyggist gera breytingar á henni. „Fyrir okkur heilbrigðiseftirlitið er frekar erfitt að fara eftir þessari reglugerð því hún er svo ónákvæm og það er svo mikið af matskenndum atriðum sem okkur er gert að túlka rétt,“ segir hún um núgildandi reglugerð. Erum við að tapa baráttunni við óbaðaða sundlaugagesti? „Ég held það,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir. Ferðaþjónusta Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Sundlaugar og baðlón Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir fjölgun óklóraðra baðlóna varhugaverð þróun. Ferðamenn fari gjarnan ofan í án þess að baða sig og mengi þar með laugina. Hún ræddi þetta í Reykjavík síðdegis í dag. „Mér finnst þetta mjög miður. Þetta kemur mér kannski ekkert mjög á óvart en mér finnst að rekstraraðilar þessara sundstaða ættu að taka harðar á þessu með sundfötin. Fólk er jafnvel að fara í óhreinum fötum í laugina og sumar af þessum laugum eru óklóraðar og þar af leiðandi fara allar þær bakteríur sem fylgja þessum ferðamönnum ofan í laugina. Þar með eru þeir búnir að menga laugina,“ segir hún. Sýkingar komi jafnvel upp í klóruðum laugum Það sé staðreynd að mesta mengunin í sundlaugum landsins berist með baðgestum og að engin leið sé að vita hvað fylgi þeim sem fari jafnvel ofan í laugina í óhreinum nærfötum eða íþróttafötum. Sigrún segir sjúkdómsvaldandi bakteríur geta mengað laugina og að sýkingar geti jafnvel komið upp í laugum sem eru klóraðar. Því hefur hún áhyggjur af fjölgun óklóraðra baðlóna. Sigrún segir að ellefu nýjar óklóraðar laugar séu í bígerð víða um landið. „Þessar óklóruðu laugar eru náttúrlega bara áhættubissness,“ segir hún. Breytingar á reglugerðinni í bígerð Hún segir að reglugerð um baðstaði landsins vera óskýra og matskennda. Því fagnar hún því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hyggist gera breytingar á henni. „Fyrir okkur heilbrigðiseftirlitið er frekar erfitt að fara eftir þessari reglugerð því hún er svo ónákvæm og það er svo mikið af matskenndum atriðum sem okkur er gert að túlka rétt,“ segir hún um núgildandi reglugerð. Erum við að tapa baráttunni við óbaðaða sundlaugagesti? „Ég held það,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir.
Ferðaþjónusta Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Sundlaugar og baðlón Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira