Stefnir í annað metár í frávísunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2025 13:00 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar Fimmfalt fleiri tilkynningar vegna gruns um mansal hafa borist til ríkislögreglustjóra síðustu þrjú ár en árin þrjú á undan. Þá hafa frávísanir á landamærum margfaldast á sama tímabili. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum vonar að auknar aðgerðir lögreglu og tolls á landamærunum hafi varnaðaráhrif. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafa 24 tilkynningar borist til ríkislögreglustjóra vegna gruns um mansal. Síðustu þrjú ár hafa samtals næstum níutíu tilkynningar borist um mansal á fyrsta ársfjórðungi. Það er fimm sinnum meira en á sama tímabili árin 2020-2022. Ástæðan er talið vera að erlendir brotahópar leiti í auknum mæli til landsins og flytji inn einstaklinga til hagnýtingar. Þá sé aukin vitund um mansal hjá lögreglumönnum. Þetta kemur fram í nýrri landamæragreiningu ríkislögreglustjóra. Umsóknum um alþjóðlega vernd fyrstu þrjá mánuði ársins fækkaði um áttatíu prósent borið saman við árið 2023. Þær voru 281 frá janúar til mars í ár. 136 frávísanir það sem af er ári Frávísanir á landamærum hafa hins vegar margfaldast á síðustu árum. Þær náðu sögulegu hámarki í fyrra og voru ríflega tvö hundruð á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þær voru 116 á sama tímabili í ár. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að þær séu orðnar alls 136 á árinu. „Ég geri ráð fyrir því að þetta ár verði annað eða þriðja stærsta í fjölda frávísunarmála á landamærunum. Við vorum með metár í fyrra. Ég geri ráð fyrir að aðgerðir lögreglu og tollsins á flugvellinum hafi einhver varnaðaráhrif. Ég á hins vegar ekki von á því að fjöldi frávísunarmála verði með sama hætti og í fyrra. Við vorum með yfir 700 frávísunarmál á síðasta ári,“ segir Úlfar. Samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra hefur dregið úr óreglulegri för fólks yfir landamæri Evrópu um fimmtán prósent. Á fyrstu þremur mánuðum ársins fóru um 45 þúsund án vegabréfs yfir landamæri Evrópu. Lögreglan Landamæri Mansal Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafa 24 tilkynningar borist til ríkislögreglustjóra vegna gruns um mansal. Síðustu þrjú ár hafa samtals næstum níutíu tilkynningar borist um mansal á fyrsta ársfjórðungi. Það er fimm sinnum meira en á sama tímabili árin 2020-2022. Ástæðan er talið vera að erlendir brotahópar leiti í auknum mæli til landsins og flytji inn einstaklinga til hagnýtingar. Þá sé aukin vitund um mansal hjá lögreglumönnum. Þetta kemur fram í nýrri landamæragreiningu ríkislögreglustjóra. Umsóknum um alþjóðlega vernd fyrstu þrjá mánuði ársins fækkaði um áttatíu prósent borið saman við árið 2023. Þær voru 281 frá janúar til mars í ár. 136 frávísanir það sem af er ári Frávísanir á landamærum hafa hins vegar margfaldast á síðustu árum. Þær náðu sögulegu hámarki í fyrra og voru ríflega tvö hundruð á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þær voru 116 á sama tímabili í ár. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að þær séu orðnar alls 136 á árinu. „Ég geri ráð fyrir því að þetta ár verði annað eða þriðja stærsta í fjölda frávísunarmála á landamærunum. Við vorum með metár í fyrra. Ég geri ráð fyrir að aðgerðir lögreglu og tollsins á flugvellinum hafi einhver varnaðaráhrif. Ég á hins vegar ekki von á því að fjöldi frávísunarmála verði með sama hætti og í fyrra. Við vorum með yfir 700 frávísunarmál á síðasta ári,“ segir Úlfar. Samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra hefur dregið úr óreglulegri för fólks yfir landamæri Evrópu um fimmtán prósent. Á fyrstu þremur mánuðum ársins fóru um 45 þúsund án vegabréfs yfir landamæri Evrópu.
Lögreglan Landamæri Mansal Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira