Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. apríl 2025 11:32 Leikkonunar Olivia Wilde, Olivia Munn og Emily Ratajkowsi hafa gagnrýnt geimskot New Shepard harðlega. AP/Getty Áhöfn geimfarsins New Shepard, sem skotið var á loft í gær, braut blað í sögunni þar sem hún var einungis skipuð konum. Margir fögnuðu tímamótunum en aðrir hafa gagnrýnt geimskotið sem hégómafullt, tilgangslaust og sóun á auðlindum. New Shepard er í eigu geimflugfélagsins Blue Origin sem milljarðamæringurinn Jeff Bezos stofnaði og hefur skotið ellefu mönnuðum geimflaugum á loft frá aldamótum. Áhöfn geimfarsins var skipuð sex konum: Aishu Bowe, flugvélaverkfræðing; Amöndu Nguyen, aðgerðasinna; Gayle King, sjónvarpskonu hjá CBS; poppsöngkonunni Katy Perry; Kerianne Flynn, sjónvarpsframleiðanda og Lauren Sánchez, blaðamanni. Valentina Tereshkova var fyrsta konan sem fór út í geim árið 1963 þegar hún flaug með Vostok 6 í tæpa þrjá daga í kringum jörðina. Þar sem hún var ein um borð má segja að þar hafi verið fyrsta alkvenkyns áhöfnin. Í tilfelli New Shrepard er þar á ferðinni fyrsta kvenkyns áhöfnin með fleiri en einum geimfara. Sánches leiddi leiðangurinn en auk þess að vera fyrrverandi fréttakona og þyrluflugmaður er hún eiginkona áðurnefnds Jeff Bezos, stofnanda Blue Origin. Í tilkynningu frá geimflugfélaginu segir að Sánchez að hafi fengið hinar fimm til liðs við verkefnið. Geimfarið tók á loft um hálf tvö á íslenskum tíma í gær og var um ellefu mínútur í loftinu. Geimfarið fór hæst í um 100 kílómetra fjarlægð frá jörðu og var áhöfnin í þrjár mínútur í þyngdarleysi. Hylkið sveif síðan til jarðar með fallhlífum. Fjöldi fólks var mættur á vettvang til að fylgjast með geimskotinu, þar á meðal Daisy, dóttir Perry; Oprah Winfrey, besta vinkona King og mæðgurnar Kris Jenner og Khloé Kardashian. Víða um heim var geimskotinu fagnað en það hefur líka verið gagnrýnt töluvert. Tilgangslaus græðgi Ein sú fyrsta til að gagnrýna geimskotið opinberlega var leikkonan Olivia Munn sem velti því fyrir sér fyrr í mánuðinum hvort þörf væri á geimferðinni. „Ég veit að það er ekki töff að segja þetta, en það eru svo margir aðrir hlutir sem eru mikilvægir í heiminum í dag,“ sagði hin 44 ára Munn í sjónvarpsþættinum Today with Jenna and Friends. „Hvað ætlið þið að gera í geimnum? Hvað ætlið þið að gera þarna uppi?“ spurði hún. Fannst henni undarlegt að milljónamæringur væru á leið upp í geim þegar meðal Bandaríkjamaður „ætti ekki efni á eggjum“. „Hver er tilgangurinn? Er það sögulegt að þið séuð að fara í geimtúr? Mér finnst þetta dálítið gráðugt,“ sagði hún í þættinum. „Geimkannanir voru til að auka þekkingu okkar og hjálpa mannkyninu. Hvað ætla þau að gera þarna upp sem gerir það betra fyrir okkur hérna niðri.“ Þykjast vera annt um jörðina í flaug frá umhverfissóðum Önnur sem gagnrýndi geimskotið var fyrirsætan og leikkonan Emily Ratajkowski sem birti myndband á TikTok í gær þar sem hún þusaði yfir geimskotinu og sagði það vera „handan paródíu“. „Að segja að þér sé annt um Móður jörð og að þetta snúist um Móður jörð. Og þú ferð inn í geimflaug sem er byggð og fjármögnuð af fyrirtæki sem er eitt síns liðs að eyðileggja plánetuna. Sjáðu ástandið á heiminum og hugsaðu hvað það kostar miklar auðlindir að koma þessum konum út í geim. Til hvers? Hver var markaðssetningin þarna,“ sagði Ratajkowski. „Og síðan reyna að láta það... Mér býður við þessu. Bókstaflega, mér býður við þessu,“ sagði hún einnig. @emrata ♬ original sound - Emrata Meme fyrir milljarð dala Enn önnur sem gagnrýndi geimskotið var Olivia Wilde, leikkona og leikstjóri, sem deildi meme-i um áhöfnina í Instagram-hringrás sinni. Þar mátti sjá tvær myndir af Katy Perry koma út úr geimskutlunni, annars vegar þar sem hún hélt á blómi og hins vegar þar sem hún kyssti jörðina. Við þær stendur: „Að koma úr áætlunarflugi árið 2025.“ Við færsluna skrifaði Wilde: „Milljarður dala kaupir þér greinilega nokkur góð meme.“ Geimurinn Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
New Shepard er í eigu geimflugfélagsins Blue Origin sem milljarðamæringurinn Jeff Bezos stofnaði og hefur skotið ellefu mönnuðum geimflaugum á loft frá aldamótum. Áhöfn geimfarsins var skipuð sex konum: Aishu Bowe, flugvélaverkfræðing; Amöndu Nguyen, aðgerðasinna; Gayle King, sjónvarpskonu hjá CBS; poppsöngkonunni Katy Perry; Kerianne Flynn, sjónvarpsframleiðanda og Lauren Sánchez, blaðamanni. Valentina Tereshkova var fyrsta konan sem fór út í geim árið 1963 þegar hún flaug með Vostok 6 í tæpa þrjá daga í kringum jörðina. Þar sem hún var ein um borð má segja að þar hafi verið fyrsta alkvenkyns áhöfnin. Í tilfelli New Shrepard er þar á ferðinni fyrsta kvenkyns áhöfnin með fleiri en einum geimfara. Sánches leiddi leiðangurinn en auk þess að vera fyrrverandi fréttakona og þyrluflugmaður er hún eiginkona áðurnefnds Jeff Bezos, stofnanda Blue Origin. Í tilkynningu frá geimflugfélaginu segir að Sánchez að hafi fengið hinar fimm til liðs við verkefnið. Geimfarið tók á loft um hálf tvö á íslenskum tíma í gær og var um ellefu mínútur í loftinu. Geimfarið fór hæst í um 100 kílómetra fjarlægð frá jörðu og var áhöfnin í þrjár mínútur í þyngdarleysi. Hylkið sveif síðan til jarðar með fallhlífum. Fjöldi fólks var mættur á vettvang til að fylgjast með geimskotinu, þar á meðal Daisy, dóttir Perry; Oprah Winfrey, besta vinkona King og mæðgurnar Kris Jenner og Khloé Kardashian. Víða um heim var geimskotinu fagnað en það hefur líka verið gagnrýnt töluvert. Tilgangslaus græðgi Ein sú fyrsta til að gagnrýna geimskotið opinberlega var leikkonan Olivia Munn sem velti því fyrir sér fyrr í mánuðinum hvort þörf væri á geimferðinni. „Ég veit að það er ekki töff að segja þetta, en það eru svo margir aðrir hlutir sem eru mikilvægir í heiminum í dag,“ sagði hin 44 ára Munn í sjónvarpsþættinum Today with Jenna and Friends. „Hvað ætlið þið að gera í geimnum? Hvað ætlið þið að gera þarna uppi?“ spurði hún. Fannst henni undarlegt að milljónamæringur væru á leið upp í geim þegar meðal Bandaríkjamaður „ætti ekki efni á eggjum“. „Hver er tilgangurinn? Er það sögulegt að þið séuð að fara í geimtúr? Mér finnst þetta dálítið gráðugt,“ sagði hún í þættinum. „Geimkannanir voru til að auka þekkingu okkar og hjálpa mannkyninu. Hvað ætla þau að gera þarna upp sem gerir það betra fyrir okkur hérna niðri.“ Þykjast vera annt um jörðina í flaug frá umhverfissóðum Önnur sem gagnrýndi geimskotið var fyrirsætan og leikkonan Emily Ratajkowski sem birti myndband á TikTok í gær þar sem hún þusaði yfir geimskotinu og sagði það vera „handan paródíu“. „Að segja að þér sé annt um Móður jörð og að þetta snúist um Móður jörð. Og þú ferð inn í geimflaug sem er byggð og fjármögnuð af fyrirtæki sem er eitt síns liðs að eyðileggja plánetuna. Sjáðu ástandið á heiminum og hugsaðu hvað það kostar miklar auðlindir að koma þessum konum út í geim. Til hvers? Hver var markaðssetningin þarna,“ sagði Ratajkowski. „Og síðan reyna að láta það... Mér býður við þessu. Bókstaflega, mér býður við þessu,“ sagði hún einnig. @emrata ♬ original sound - Emrata Meme fyrir milljarð dala Enn önnur sem gagnrýndi geimskotið var Olivia Wilde, leikkona og leikstjóri, sem deildi meme-i um áhöfnina í Instagram-hringrás sinni. Þar mátti sjá tvær myndir af Katy Perry koma út úr geimskutlunni, annars vegar þar sem hún hélt á blómi og hins vegar þar sem hún kyssti jörðina. Við þær stendur: „Að koma úr áætlunarflugi árið 2025.“ Við færsluna skrifaði Wilde: „Milljarður dala kaupir þér greinilega nokkur góð meme.“
Geimurinn Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“