Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. apríl 2025 11:32 Leikkonunar Olivia Wilde, Olivia Munn og Emily Ratajkowsi hafa gagnrýnt geimskot New Shepard harðlega. AP/Getty Áhöfn geimfarsins New Shepard, sem skotið var á loft í gær, braut blað í sögunni þar sem hún var einungis skipuð konum. Margir fögnuðu tímamótunum en aðrir hafa gagnrýnt geimskotið sem hégómafullt, tilgangslaust og sóun á auðlindum. New Shepard er í eigu geimflugfélagsins Blue Origin sem milljarðamæringurinn Jeff Bezos stofnaði og hefur skotið ellefu mönnuðum geimflaugum á loft frá aldamótum. Áhöfn geimfarsins var skipuð sex konum: Aishu Bowe, flugvélaverkfræðing; Amöndu Nguyen, aðgerðasinna; Gayle King, sjónvarpskonu hjá CBS; poppsöngkonunni Katy Perry; Kerianne Flynn, sjónvarpsframleiðanda og Lauren Sánchez, blaðamanni. Valentina Tereshkova var fyrsta konan sem fór út í geim árið 1963 þegar hún flaug með Vostok 6 í tæpa þrjá daga í kringum jörðina. Þar sem hún var ein um borð má segja að þar hafi verið fyrsta alkvenkyns áhöfnin. Í tilfelli New Shrepard er þar á ferðinni fyrsta kvenkyns áhöfnin með fleiri en einum geimfara. Sánches leiddi leiðangurinn en auk þess að vera fyrrverandi fréttakona og þyrluflugmaður er hún eiginkona áðurnefnds Jeff Bezos, stofnanda Blue Origin. Í tilkynningu frá geimflugfélaginu segir að Sánchez að hafi fengið hinar fimm til liðs við verkefnið. Geimfarið tók á loft um hálf tvö á íslenskum tíma í gær og var um ellefu mínútur í loftinu. Geimfarið fór hæst í um 100 kílómetra fjarlægð frá jörðu og var áhöfnin í þrjár mínútur í þyngdarleysi. Hylkið sveif síðan til jarðar með fallhlífum. Fjöldi fólks var mættur á vettvang til að fylgjast með geimskotinu, þar á meðal Daisy, dóttir Perry; Oprah Winfrey, besta vinkona King og mæðgurnar Kris Jenner og Khloé Kardashian. Víða um heim var geimskotinu fagnað en það hefur líka verið gagnrýnt töluvert. Tilgangslaus græðgi Ein sú fyrsta til að gagnrýna geimskotið opinberlega var leikkonan Olivia Munn sem velti því fyrir sér fyrr í mánuðinum hvort þörf væri á geimferðinni. „Ég veit að það er ekki töff að segja þetta, en það eru svo margir aðrir hlutir sem eru mikilvægir í heiminum í dag,“ sagði hin 44 ára Munn í sjónvarpsþættinum Today with Jenna and Friends. „Hvað ætlið þið að gera í geimnum? Hvað ætlið þið að gera þarna uppi?“ spurði hún. Fannst henni undarlegt að milljónamæringur væru á leið upp í geim þegar meðal Bandaríkjamaður „ætti ekki efni á eggjum“. „Hver er tilgangurinn? Er það sögulegt að þið séuð að fara í geimtúr? Mér finnst þetta dálítið gráðugt,“ sagði hún í þættinum. „Geimkannanir voru til að auka þekkingu okkar og hjálpa mannkyninu. Hvað ætla þau að gera þarna upp sem gerir það betra fyrir okkur hérna niðri.“ Þykjast vera annt um jörðina í flaug frá umhverfissóðum Önnur sem gagnrýndi geimskotið var fyrirsætan og leikkonan Emily Ratajkowski sem birti myndband á TikTok í gær þar sem hún þusaði yfir geimskotinu og sagði það vera „handan paródíu“. „Að segja að þér sé annt um Móður jörð og að þetta snúist um Móður jörð. Og þú ferð inn í geimflaug sem er byggð og fjármögnuð af fyrirtæki sem er eitt síns liðs að eyðileggja plánetuna. Sjáðu ástandið á heiminum og hugsaðu hvað það kostar miklar auðlindir að koma þessum konum út í geim. Til hvers? Hver var markaðssetningin þarna,“ sagði Ratajkowski. „Og síðan reyna að láta það... Mér býður við þessu. Bókstaflega, mér býður við þessu,“ sagði hún einnig. @emrata ♬ original sound - Emrata Meme fyrir milljarð dala Enn önnur sem gagnrýndi geimskotið var Olivia Wilde, leikkona og leikstjóri, sem deildi meme-i um áhöfnina í Instagram-hringrás sinni. Þar mátti sjá tvær myndir af Katy Perry koma út úr geimskutlunni, annars vegar þar sem hún hélt á blómi og hins vegar þar sem hún kyssti jörðina. Við þær stendur: „Að koma úr áætlunarflugi árið 2025.“ Við færsluna skrifaði Wilde: „Milljarður dala kaupir þér greinilega nokkur góð meme.“ Geimurinn Hollywood Bandaríkin Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
New Shepard er í eigu geimflugfélagsins Blue Origin sem milljarðamæringurinn Jeff Bezos stofnaði og hefur skotið ellefu mönnuðum geimflaugum á loft frá aldamótum. Áhöfn geimfarsins var skipuð sex konum: Aishu Bowe, flugvélaverkfræðing; Amöndu Nguyen, aðgerðasinna; Gayle King, sjónvarpskonu hjá CBS; poppsöngkonunni Katy Perry; Kerianne Flynn, sjónvarpsframleiðanda og Lauren Sánchez, blaðamanni. Valentina Tereshkova var fyrsta konan sem fór út í geim árið 1963 þegar hún flaug með Vostok 6 í tæpa þrjá daga í kringum jörðina. Þar sem hún var ein um borð má segja að þar hafi verið fyrsta alkvenkyns áhöfnin. Í tilfelli New Shrepard er þar á ferðinni fyrsta kvenkyns áhöfnin með fleiri en einum geimfara. Sánches leiddi leiðangurinn en auk þess að vera fyrrverandi fréttakona og þyrluflugmaður er hún eiginkona áðurnefnds Jeff Bezos, stofnanda Blue Origin. Í tilkynningu frá geimflugfélaginu segir að Sánchez að hafi fengið hinar fimm til liðs við verkefnið. Geimfarið tók á loft um hálf tvö á íslenskum tíma í gær og var um ellefu mínútur í loftinu. Geimfarið fór hæst í um 100 kílómetra fjarlægð frá jörðu og var áhöfnin í þrjár mínútur í þyngdarleysi. Hylkið sveif síðan til jarðar með fallhlífum. Fjöldi fólks var mættur á vettvang til að fylgjast með geimskotinu, þar á meðal Daisy, dóttir Perry; Oprah Winfrey, besta vinkona King og mæðgurnar Kris Jenner og Khloé Kardashian. Víða um heim var geimskotinu fagnað en það hefur líka verið gagnrýnt töluvert. Tilgangslaus græðgi Ein sú fyrsta til að gagnrýna geimskotið opinberlega var leikkonan Olivia Munn sem velti því fyrir sér fyrr í mánuðinum hvort þörf væri á geimferðinni. „Ég veit að það er ekki töff að segja þetta, en það eru svo margir aðrir hlutir sem eru mikilvægir í heiminum í dag,“ sagði hin 44 ára Munn í sjónvarpsþættinum Today with Jenna and Friends. „Hvað ætlið þið að gera í geimnum? Hvað ætlið þið að gera þarna uppi?“ spurði hún. Fannst henni undarlegt að milljónamæringur væru á leið upp í geim þegar meðal Bandaríkjamaður „ætti ekki efni á eggjum“. „Hver er tilgangurinn? Er það sögulegt að þið séuð að fara í geimtúr? Mér finnst þetta dálítið gráðugt,“ sagði hún í þættinum. „Geimkannanir voru til að auka þekkingu okkar og hjálpa mannkyninu. Hvað ætla þau að gera þarna upp sem gerir það betra fyrir okkur hérna niðri.“ Þykjast vera annt um jörðina í flaug frá umhverfissóðum Önnur sem gagnrýndi geimskotið var fyrirsætan og leikkonan Emily Ratajkowski sem birti myndband á TikTok í gær þar sem hún þusaði yfir geimskotinu og sagði það vera „handan paródíu“. „Að segja að þér sé annt um Móður jörð og að þetta snúist um Móður jörð. Og þú ferð inn í geimflaug sem er byggð og fjármögnuð af fyrirtæki sem er eitt síns liðs að eyðileggja plánetuna. Sjáðu ástandið á heiminum og hugsaðu hvað það kostar miklar auðlindir að koma þessum konum út í geim. Til hvers? Hver var markaðssetningin þarna,“ sagði Ratajkowski. „Og síðan reyna að láta það... Mér býður við þessu. Bókstaflega, mér býður við þessu,“ sagði hún einnig. @emrata ♬ original sound - Emrata Meme fyrir milljarð dala Enn önnur sem gagnrýndi geimskotið var Olivia Wilde, leikkona og leikstjóri, sem deildi meme-i um áhöfnina í Instagram-hringrás sinni. Þar mátti sjá tvær myndir af Katy Perry koma út úr geimskutlunni, annars vegar þar sem hún hélt á blómi og hins vegar þar sem hún kyssti jörðina. Við þær stendur: „Að koma úr áætlunarflugi árið 2025.“ Við færsluna skrifaði Wilde: „Milljarður dala kaupir þér greinilega nokkur góð meme.“
Geimurinn Hollywood Bandaríkin Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira