Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2025 09:15 Frá mótmælum á Harvard-háskólasvæðinu gegn handtöku nemenda við annan háskóla sem hafði mótmælt hernaði Ísraela á Gasa. Vísir/EPA Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans. Harvard varð fyrsti stóri háskólinn í Bandaríkjunum sem hafnaði kröfum alríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Alríkisstjórnin heldur því fram að skilyrði sem hún setti fyrir áframhaldandi fjárframlögum til skólans eigi að efla baráttu gegn gyðingaandúð í háskólum. Skilyrðin fólu meðal annars í sér að skólinn breytti stjórn sinni, ráðningum og inntökuskilyrðum. Alan Garber, forseti Havard-háskóla, sagði í bréfi til starfsmanna og nemenda í gær að Hvíta húsið hefði sent lista með nýjum kröfum á föstudag. Þeim hefði fylgt hótun um að skólinn yrði sviptur fjárveitingum ef hann léti ekki undan þeim. Harvard ætlaði engu að síður hvorki að gefa eftir sjálfstæði sitt né stjórnarskrárvarin réttindi. Ríkisstjórnin gengi of langt í kröfum sínum sem gengju flestar út á að veita henni beina stjórn yfir „vitsmunalegum aðstæðum“ í Harvard. Menntamálaráðuneytið lýsti því skömmu síðar yfir að fjárveiting upp á 2,2 milljarða dollara og 60 milljónir í samninga við Harvard hefðu verið frystar. Yfirlýsing forseta skólans sýndi að stærstu og frægustu háskólar landsins væru haldnir heimtufrekju. Vilja að skólinn klagi nemendur og leyfi stjórnvöldum að hlutast til um námsskrár Kröfur repúblikanastjórnarinnar á hendur háskólanna má rekja til andúðar hennar á mótmælum háskólanema gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Repúblikanar hafa sakað stjórnendur háskólanna um að gera ekki nóg til þess að tryggja öryggi gyðinga sem stunda nám við þá. Á meðal þeirra krafna sem alríkisstjórnin gerði til Harvard var að skólinn þyrfti að tilkynna yfirvöldum um nemendur sem væru andsnúnir „bandarískum gildum“ og að ráða einhvern sem væri alríkisstjórninni þóknanlegur til þess að fara yfir námsskrár og deildir sem „kynda mest undir áreitni í garð gyðinga“. Ríkisstjórnin hefur þegar látið handtaka nokkra námsmenn sem andmæltu hernaðinum á Gasa á einhvern hátt og stefnir að því að vísa þeim úr landi þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið sakaðir um nokkurn glæp. Byggir stjórnin brottvísanirnar á ákvæði í lögum frá kalda stríðinu um að vísa megi fólki úr landi ef utanríkisráðuneytið telur það geta skaðað utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Bandaríkin Skóla- og menntamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Harvard varð fyrsti stóri háskólinn í Bandaríkjunum sem hafnaði kröfum alríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Alríkisstjórnin heldur því fram að skilyrði sem hún setti fyrir áframhaldandi fjárframlögum til skólans eigi að efla baráttu gegn gyðingaandúð í háskólum. Skilyrðin fólu meðal annars í sér að skólinn breytti stjórn sinni, ráðningum og inntökuskilyrðum. Alan Garber, forseti Havard-háskóla, sagði í bréfi til starfsmanna og nemenda í gær að Hvíta húsið hefði sent lista með nýjum kröfum á föstudag. Þeim hefði fylgt hótun um að skólinn yrði sviptur fjárveitingum ef hann léti ekki undan þeim. Harvard ætlaði engu að síður hvorki að gefa eftir sjálfstæði sitt né stjórnarskrárvarin réttindi. Ríkisstjórnin gengi of langt í kröfum sínum sem gengju flestar út á að veita henni beina stjórn yfir „vitsmunalegum aðstæðum“ í Harvard. Menntamálaráðuneytið lýsti því skömmu síðar yfir að fjárveiting upp á 2,2 milljarða dollara og 60 milljónir í samninga við Harvard hefðu verið frystar. Yfirlýsing forseta skólans sýndi að stærstu og frægustu háskólar landsins væru haldnir heimtufrekju. Vilja að skólinn klagi nemendur og leyfi stjórnvöldum að hlutast til um námsskrár Kröfur repúblikanastjórnarinnar á hendur háskólanna má rekja til andúðar hennar á mótmælum háskólanema gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Repúblikanar hafa sakað stjórnendur háskólanna um að gera ekki nóg til þess að tryggja öryggi gyðinga sem stunda nám við þá. Á meðal þeirra krafna sem alríkisstjórnin gerði til Harvard var að skólinn þyrfti að tilkynna yfirvöldum um nemendur sem væru andsnúnir „bandarískum gildum“ og að ráða einhvern sem væri alríkisstjórninni þóknanlegur til þess að fara yfir námsskrár og deildir sem „kynda mest undir áreitni í garð gyðinga“. Ríkisstjórnin hefur þegar látið handtaka nokkra námsmenn sem andmæltu hernaðinum á Gasa á einhvern hátt og stefnir að því að vísa þeim úr landi þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið sakaðir um nokkurn glæp. Byggir stjórnin brottvísanirnar á ákvæði í lögum frá kalda stríðinu um að vísa megi fólki úr landi ef utanríkisráðuneytið telur það geta skaðað utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Skóla- og menntamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira