Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 10:32 Virgil van Dijk fagnar sigurmarki sínu fyrir Liverpool í leiknum um helgina. Markið fór langt með að tryggja liðinu enska titilinn. Getty/Liverpool FC Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, býst við því að það sé stórt og viðburðaríkt sumar framundan hjá félaginu. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk ekkert að styrkja liðið fyrir núverandi tímabil en Hollendingurinn er samt langt kominn með að gera liðið að enskum meisturum í fyrsta sinn í fimm ár. Fyrirliðinn Van Dijk skoraði mikilvægt mark um helgina þegar hann tryggði Liverpool 2-1 sigur á West Ham á Anfield. Liðinu vantar nú bara tvo sigra í síðustu sex leikjunum til að tryggja sér titilinn. Van Dijk er að renna út á samningi í sumar en það er almennt búist við því að hann skrifi undir nýjan samning til ársins 2027. „Ég held að Liverpool geti barist um titilinn á næstu árum,“ sagði Virgil van Dijk eftir leikinn um helgina. „Sama hvað gerist með leikmenn sem fara eða koma þá held ég að þetta verði stórt sumar fyrir félagið. Ég held að þeir séu að plana það. Við höfum full traust á stjórninni að þeir geri hið rétta í stöðunni,“ sagði Van Dijk. Van Dijk vildi ekki staðfesta nýjan samning hjá sér. „Sáum til hvernig vikan verður. Við eigum að einbeita okkur fyrst og fremst að minningunni um Hillsborough harmleikinn. Ég hef talað um það í viðtölum. Það er það sem skiptir mestu máli núna. Einbeiting okkar er síðan á leikinn við Leicester en kannski verður eitthvað að frétta,“ sagði Van Dijk. „Ég veit ekki hvernig þetta endar, trúðu mér, ég veit það ekki,“ sagði Van Dijk. „Það voru margar ástæður fyrir því að ég samdi við Liverpool árið 2017. Eins og það hvað félagið skiptir fólkið hér miklu máli sem og hvað það skiptir miklu máli fyrir stuðningsmennina út um allan heim að tengjast félaginu. Að ná árangri með Liverpool, kúltúrinn í félaginu og allt sem Liverpool stendur fyrir er bara hluti af mér,“ sagði Van Dijk. „Þess vegna er ég alltaf stoltur þegar ég klæðist Liverpool treyjunni. Ég fer út á völl og reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér. Við erum tveimur sigrum og sex stigum frá dýrðinni. Ég veit hvað það þýðir fyrir félagið ef við náum þessu. Flestir í liðinu vita það ekki og þetta verður falleg stund. Við þurfum samt að klára okkar vinnu,“ sagði Van Dijk. Enski boltinn Mest lesið Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk ekkert að styrkja liðið fyrir núverandi tímabil en Hollendingurinn er samt langt kominn með að gera liðið að enskum meisturum í fyrsta sinn í fimm ár. Fyrirliðinn Van Dijk skoraði mikilvægt mark um helgina þegar hann tryggði Liverpool 2-1 sigur á West Ham á Anfield. Liðinu vantar nú bara tvo sigra í síðustu sex leikjunum til að tryggja sér titilinn. Van Dijk er að renna út á samningi í sumar en það er almennt búist við því að hann skrifi undir nýjan samning til ársins 2027. „Ég held að Liverpool geti barist um titilinn á næstu árum,“ sagði Virgil van Dijk eftir leikinn um helgina. „Sama hvað gerist með leikmenn sem fara eða koma þá held ég að þetta verði stórt sumar fyrir félagið. Ég held að þeir séu að plana það. Við höfum full traust á stjórninni að þeir geri hið rétta í stöðunni,“ sagði Van Dijk. Van Dijk vildi ekki staðfesta nýjan samning hjá sér. „Sáum til hvernig vikan verður. Við eigum að einbeita okkur fyrst og fremst að minningunni um Hillsborough harmleikinn. Ég hef talað um það í viðtölum. Það er það sem skiptir mestu máli núna. Einbeiting okkar er síðan á leikinn við Leicester en kannski verður eitthvað að frétta,“ sagði Van Dijk. „Ég veit ekki hvernig þetta endar, trúðu mér, ég veit það ekki,“ sagði Van Dijk. „Það voru margar ástæður fyrir því að ég samdi við Liverpool árið 2017. Eins og það hvað félagið skiptir fólkið hér miklu máli sem og hvað það skiptir miklu máli fyrir stuðningsmennina út um allan heim að tengjast félaginu. Að ná árangri með Liverpool, kúltúrinn í félaginu og allt sem Liverpool stendur fyrir er bara hluti af mér,“ sagði Van Dijk. „Þess vegna er ég alltaf stoltur þegar ég klæðist Liverpool treyjunni. Ég fer út á völl og reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér. Við erum tveimur sigrum og sex stigum frá dýrðinni. Ég veit hvað það þýðir fyrir félagið ef við náum þessu. Flestir í liðinu vita það ekki og þetta verður falleg stund. Við þurfum samt að klára okkar vinnu,“ sagði Van Dijk.
Enski boltinn Mest lesið Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira