„Þetta var manndrápstilraun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 06:31 Mathieu Van Der Poel sést hér ásamt kærustu sinni Roxanne Bertels eftir keppnina. Getty/Etienne Ganrnier Hollenski hjólakappinn Mathieu van der Poel fagnaði sigri í Paris-Roubaix hjólakeppninni um helgina þrátt fyrir að lenda í mjög óskemmtilegu og í raun stórhættulegu atviki í miðri keppni. Van der Poel varð fyrir því að áhorfandi kastaði í hann flösku þegar hann var á fullri ferð á hjólinu. „Þetta var manndrápstilraun,“ sagði Mathieu van der Poel öskureiður eftir keppnina. Van der Poel er vissulega stórstjarna í hjólreiðunum en hann er ekki vinsæll hjá öllum. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem eitthvað kemur upp á milli hans og áhorfenda. Mathieu van der Poel speaks out after a spectator threw a bottle at his face during Paris-Roubaix 💥 pic.twitter.com/bY9R1I7Z6X— Cycling on TNT Sports (@cyclingontnt) April 14, 2025 „Þetta var eins og að fá stein í sig. Flaskan var næstum því full og var um hálft kíló að þyngd. Það að einhver skulu henda svona hlut í mann. Það er ekki hægt að líta fram hjá svona, sagði hinni þrítugi Van der Poel. Van der Poel var að vinna Paris-Roubaix hjólakeppnina þriðja árið í röð. Hann fékk flöskuna í sig þegar það voru 37 kílómetrar eftir. Það gerðist á steinlögðum vegi með fólk allt í hring, fólki sem hafði beðið í marga klukkutíma eftir hjólreiðaköppunum. „Það þarf að gera eitthvað. Fólk er bæði að hrækja á okkur og henda í okkur hluti. Þetta er orðið of mikið og ég heimta að það verði tekið á þessu. Ég vona að þeir finni einstaklinginn sem gerði þetta og hann fái refsingu,“ sagði Van der Poel Van der Poel lenti í því fyrir stuttu að það var baulað á hann alla keppnina. Hann hefur líka lent í því að fá í sig hlandpoka í fjallahjólreiðakeppni. Það er óhætt að segja að hann sé ekki vinsæll með áhugafólki um hjólreiðar. Spectator throws water bottle in Mathieu van der Poel's face at Paris-Roubaix. #ParisRoubaix pic.twitter.com/dnpmg3D3Dt— NBC Sports Cycling (@NBCSCycling) April 13, 2025 Hjólreiðar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Sjá meira
Van der Poel varð fyrir því að áhorfandi kastaði í hann flösku þegar hann var á fullri ferð á hjólinu. „Þetta var manndrápstilraun,“ sagði Mathieu van der Poel öskureiður eftir keppnina. Van der Poel er vissulega stórstjarna í hjólreiðunum en hann er ekki vinsæll hjá öllum. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem eitthvað kemur upp á milli hans og áhorfenda. Mathieu van der Poel speaks out after a spectator threw a bottle at his face during Paris-Roubaix 💥 pic.twitter.com/bY9R1I7Z6X— Cycling on TNT Sports (@cyclingontnt) April 14, 2025 „Þetta var eins og að fá stein í sig. Flaskan var næstum því full og var um hálft kíló að þyngd. Það að einhver skulu henda svona hlut í mann. Það er ekki hægt að líta fram hjá svona, sagði hinni þrítugi Van der Poel. Van der Poel var að vinna Paris-Roubaix hjólakeppnina þriðja árið í röð. Hann fékk flöskuna í sig þegar það voru 37 kílómetrar eftir. Það gerðist á steinlögðum vegi með fólk allt í hring, fólki sem hafði beðið í marga klukkutíma eftir hjólreiðaköppunum. „Það þarf að gera eitthvað. Fólk er bæði að hrækja á okkur og henda í okkur hluti. Þetta er orðið of mikið og ég heimta að það verði tekið á þessu. Ég vona að þeir finni einstaklinginn sem gerði þetta og hann fái refsingu,“ sagði Van der Poel Van der Poel lenti í því fyrir stuttu að það var baulað á hann alla keppnina. Hann hefur líka lent í því að fá í sig hlandpoka í fjallahjólreiðakeppni. Það er óhætt að segja að hann sé ekki vinsæll með áhugafólki um hjólreiðar. Spectator throws water bottle in Mathieu van der Poel's face at Paris-Roubaix. #ParisRoubaix pic.twitter.com/dnpmg3D3Dt— NBC Sports Cycling (@NBCSCycling) April 13, 2025
Hjólreiðar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Sjá meira