Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. apríl 2025 08:47 Aimee Lou Wood t.v. sem Chelsea í White Lotus og Sarah Sherman t.h. sem sami karakter en um leið Cheryl Hines. Instagram/Youtube Breska leikkonan Aimee Lou Wood hefur fengið sjaldséða afsökunarbeiðni frá aðstandendum sketsaþáttanna SNL eftir að hún lýsti yfir óánægju með „illkvittinn og ófyndinn“ skets þar sem var gert grín að tönnum hennar. SNL sýndi á laugardag sketsinn White Potus, grínútgáfu af þriðju seríu White Lotus, þar sem Trump-fjölskyldan var tekin fyrir. Þarna mátti sjá vel girtan Donald Trump fá taugaáfall yfir áhrifum tollanna, óðamála Melaniu Trump og bræðurnar Don Jr. og Eric Trump. Þá brá Jon Hamm sér í hlutverk heilbrigðismálaráðherrans Robert F. Kennedy Jr. í líki Rick Hatchett (Walton Goggins) úr þriðju seríu þáttanna. Sketsinn má sjá hér að neðan. Í sketsinum spyr Kennedy: „Ég hef verið að fá þessar klikkuðu hugmyndir, eins og hvað ef við tökum allan flúorinn úr drykkjarvatninu? Hvað myndi það gera við tennur fólks?“ „Flúoríð? Hvað er það?“ svaraði eiginkona hans, leikin af Söruh Sherman, með risastórar gervitennur og enskan hreim. Þarna var greinilega ekki verið að gera grín að Cheryl Hines, alvöru eiginkonu Kennedy, heldur Aimee Lou Wood sem leikur sama karakter í White Lotus og er þekkt fyrir óhefðbundnar tennur sínar. Brandarinn stakk því í stúf við restina af sketsinum. „Illkvittið og ófyndið“ Á laugardaginn deildi Aimee Lou Wood röð hringrása (e. story) á Instagram þar sem hún lýsti fyrir aðdáendum samskiptum sínum við fólkið hjá HBO sem hefði verið mjög stuðningsríkt í hennar garð. Í kölfarið ákvað hún að létta frekar af sér. „En á meðan ég er í hreinskilnisham, þá fannst mér SNL-dæmið illkvitið og ófyndið,“ sagði hún á einni myndinni. „Algjör skömm því ég skemmti mér konunglega þegar ég horfði fyrir nokkrum vikum síðan. Gerið endilega grín - um það snýst þátturinn. En það hlýtur að vera sniðugari, fíngerðari og ekki jafn ódýr leið að því?“ sagði hún í næstu hringrás. Aimee var ekki alveg nógu sátt. Wood, sem er frá Stockport úr Manchester-sýslu, var ekki heldur sérlega ánægð með hreiminn. „Náið hreimnum að minnsta kosti réttum, í alvöru. Ég virði nákvæmni jafnvel þó hún sé illkvitin,“ sagði hún á annarri mynd. Um tveimur tímum eftir fyrstu færsluna birti Wood færslu þar sem sagði: „Ég hef fengið afsökunarbeiðni frá SNL.“ Þáttastjórnendur virðast hafa beðið Wood persónulega afsökunar því afsökunarbeiðnin er ekki opinber. Að fólk sé beðið afsökunar af SNL þykir ansi sjaldséð og ef það er gert þá er það gjarnan gert í sjálfum þættinum á óhefðbundinn máta. Allt er gott sem endar vel. Að lokum birti Wood hringrás þar sem hún sagðist alveg hafa húmor fyrir sjálfri sér. „Ég er ekki hörundsár. Ég elska í alvörunni að láta gera grín að mér þegar það er sniðugt og í góðri trú. En grínið var um flúor. Ég er gistennt en ekki með slæmar tennur,“ sagði hún. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að SNL gengi út á skopstælingar. Restin af sketsinum hafi fjallað um að kýla upp fyrir sig meðan þessi karakter var sá eini sem var kýldur niður. Hún tók sérstaklega fram að henni væri ekki illa við Sherman heldur bara sjálft konseptið. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Sjá meira
SNL sýndi á laugardag sketsinn White Potus, grínútgáfu af þriðju seríu White Lotus, þar sem Trump-fjölskyldan var tekin fyrir. Þarna mátti sjá vel girtan Donald Trump fá taugaáfall yfir áhrifum tollanna, óðamála Melaniu Trump og bræðurnar Don Jr. og Eric Trump. Þá brá Jon Hamm sér í hlutverk heilbrigðismálaráðherrans Robert F. Kennedy Jr. í líki Rick Hatchett (Walton Goggins) úr þriðju seríu þáttanna. Sketsinn má sjá hér að neðan. Í sketsinum spyr Kennedy: „Ég hef verið að fá þessar klikkuðu hugmyndir, eins og hvað ef við tökum allan flúorinn úr drykkjarvatninu? Hvað myndi það gera við tennur fólks?“ „Flúoríð? Hvað er það?“ svaraði eiginkona hans, leikin af Söruh Sherman, með risastórar gervitennur og enskan hreim. Þarna var greinilega ekki verið að gera grín að Cheryl Hines, alvöru eiginkonu Kennedy, heldur Aimee Lou Wood sem leikur sama karakter í White Lotus og er þekkt fyrir óhefðbundnar tennur sínar. Brandarinn stakk því í stúf við restina af sketsinum. „Illkvittið og ófyndið“ Á laugardaginn deildi Aimee Lou Wood röð hringrása (e. story) á Instagram þar sem hún lýsti fyrir aðdáendum samskiptum sínum við fólkið hjá HBO sem hefði verið mjög stuðningsríkt í hennar garð. Í kölfarið ákvað hún að létta frekar af sér. „En á meðan ég er í hreinskilnisham, þá fannst mér SNL-dæmið illkvitið og ófyndið,“ sagði hún á einni myndinni. „Algjör skömm því ég skemmti mér konunglega þegar ég horfði fyrir nokkrum vikum síðan. Gerið endilega grín - um það snýst þátturinn. En það hlýtur að vera sniðugari, fíngerðari og ekki jafn ódýr leið að því?“ sagði hún í næstu hringrás. Aimee var ekki alveg nógu sátt. Wood, sem er frá Stockport úr Manchester-sýslu, var ekki heldur sérlega ánægð með hreiminn. „Náið hreimnum að minnsta kosti réttum, í alvöru. Ég virði nákvæmni jafnvel þó hún sé illkvitin,“ sagði hún á annarri mynd. Um tveimur tímum eftir fyrstu færsluna birti Wood færslu þar sem sagði: „Ég hef fengið afsökunarbeiðni frá SNL.“ Þáttastjórnendur virðast hafa beðið Wood persónulega afsökunar því afsökunarbeiðnin er ekki opinber. Að fólk sé beðið afsökunar af SNL þykir ansi sjaldséð og ef það er gert þá er það gjarnan gert í sjálfum þættinum á óhefðbundinn máta. Allt er gott sem endar vel. Að lokum birti Wood hringrás þar sem hún sagðist alveg hafa húmor fyrir sjálfri sér. „Ég er ekki hörundsár. Ég elska í alvörunni að láta gera grín að mér þegar það er sniðugt og í góðri trú. En grínið var um flúor. Ég er gistennt en ekki með slæmar tennur,“ sagði hún. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að SNL gengi út á skopstælingar. Restin af sketsinum hafi fjallað um að kýla upp fyrir sig meðan þessi karakter var sá eini sem var kýldur niður. Hún tók sérstaklega fram að henni væri ekki illa við Sherman heldur bara sjálft konseptið.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Sjá meira