Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2025 12:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. Áin Rio Grande markar stóran hluta landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó en bændur beggja vegna landamæranna reiða sig á vatn úr ánni. Landbúnaður í bæði Mexíkó og Bandaríkjunum hefur aukist verulega á undanförnum árum sem hefur leitt til mun meiri vatnsnotkunar. Samkvæmt áðurnefndu samkomulagi eru yfirvöld í Mexíkó skuldbundin til að tryggja að Bandaríkjamenn fái um einn þriðja þess vatns sem flæðir í ánni en vegna þurrka undanfarin ár er mun minna vatn í Rio Grande. Eins og fram kemur í grein Wall Street Journal hefur lítið vatn flætt úr ánni í áveituskurði í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. Trump skrifaði um ástandið á hans eigin samfélagsmiðil á fimmtudaginn þar sem hann sagði að standi Mexíkó ekki við samninginn og útvegi bændum í Texas það vatn sem þeir eiga rétt á, muni hann grípa til aðgerða. Enn sem komið er benda opinber gögn til þess að Mexíkó hafi ekki afhent þrjátíu prósent af því vatni sem ríkið er skuldbundið til að tryggja Bandaríkjamönnum. Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði á föstudaginn að verið væri að vinna í málinu. Líklegt yrði að ásættanleg lausn myndi finnast á næstu dögum. Guardian hefur eftir henni að bændur í Texas muni fá vatn, í samræmi við það sem vatnsstaðan í Rio Grande leyfi. Þá sagði hún að unnið væri að því að gera landbúnað í Mexíkó skilvirkari varðandi vatnsnotkun. Rio Grande markar stóran hluta landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna.EPA/MICHAEL GONZALEZ Svipaða sögu er að segja af bændum í Texas, sem hafa snúið sér í meira mæli að afurðum sem þarfnast ekki eins mikils vatns. Þá eru þeir einnig að grafa tjarnir til að halda rigningarvatni eða steypa áveituskurði, svo vatnið sígi ekki í þurra jörðina áður en það nær til akra þeirra. Þessar afurðir sem þarfnast minna vatns eru þó ekki jafn arðbærar en aðrar og hefur það leitt til meiri tapreksturs. Í fyrra var síðustu sykurvinnslu Texas lokað vegna langvarandi vatnsskorts. Forsvarsmenn sykurræktenda er meðal þeirra sem hafa krafist hörku frá Trump. Hann hefur meðal annars lagt til að Trump komi í veg fyrir að vatn úr Coloradoá flæði til Mexíkó. Samkvæmt samkomulagi um þá á er Bandaríkjunum skylt að tryggja flæði vatns þaðan til Mexíkó. Breyting sem gerð var á samkomulaginu árið 2012 tryggir þó að magnið tekur mið af mögulegum þurrkum en það gerir samkomulagið um Rio Grande ekki. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Umhverfismál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Áin Rio Grande markar stóran hluta landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó en bændur beggja vegna landamæranna reiða sig á vatn úr ánni. Landbúnaður í bæði Mexíkó og Bandaríkjunum hefur aukist verulega á undanförnum árum sem hefur leitt til mun meiri vatnsnotkunar. Samkvæmt áðurnefndu samkomulagi eru yfirvöld í Mexíkó skuldbundin til að tryggja að Bandaríkjamenn fái um einn þriðja þess vatns sem flæðir í ánni en vegna þurrka undanfarin ár er mun minna vatn í Rio Grande. Eins og fram kemur í grein Wall Street Journal hefur lítið vatn flætt úr ánni í áveituskurði í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. Trump skrifaði um ástandið á hans eigin samfélagsmiðil á fimmtudaginn þar sem hann sagði að standi Mexíkó ekki við samninginn og útvegi bændum í Texas það vatn sem þeir eiga rétt á, muni hann grípa til aðgerða. Enn sem komið er benda opinber gögn til þess að Mexíkó hafi ekki afhent þrjátíu prósent af því vatni sem ríkið er skuldbundið til að tryggja Bandaríkjamönnum. Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði á föstudaginn að verið væri að vinna í málinu. Líklegt yrði að ásættanleg lausn myndi finnast á næstu dögum. Guardian hefur eftir henni að bændur í Texas muni fá vatn, í samræmi við það sem vatnsstaðan í Rio Grande leyfi. Þá sagði hún að unnið væri að því að gera landbúnað í Mexíkó skilvirkari varðandi vatnsnotkun. Rio Grande markar stóran hluta landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna.EPA/MICHAEL GONZALEZ Svipaða sögu er að segja af bændum í Texas, sem hafa snúið sér í meira mæli að afurðum sem þarfnast ekki eins mikils vatns. Þá eru þeir einnig að grafa tjarnir til að halda rigningarvatni eða steypa áveituskurði, svo vatnið sígi ekki í þurra jörðina áður en það nær til akra þeirra. Þessar afurðir sem þarfnast minna vatns eru þó ekki jafn arðbærar en aðrar og hefur það leitt til meiri tapreksturs. Í fyrra var síðustu sykurvinnslu Texas lokað vegna langvarandi vatnsskorts. Forsvarsmenn sykurræktenda er meðal þeirra sem hafa krafist hörku frá Trump. Hann hefur meðal annars lagt til að Trump komi í veg fyrir að vatn úr Coloradoá flæði til Mexíkó. Samkvæmt samkomulagi um þá á er Bandaríkjunum skylt að tryggja flæði vatns þaðan til Mexíkó. Breyting sem gerð var á samkomulaginu árið 2012 tryggir þó að magnið tekur mið af mögulegum þurrkum en það gerir samkomulagið um Rio Grande ekki.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Umhverfismál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira