Sport

Dag­skráin í dag: Masters, Besta, Bónus, For­múlan og NBA 360

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Íþróttaáhugamenn þurfa ekki að láta sér leiðast í dag.
Íþróttaáhugamenn þurfa ekki að láta sér leiðast í dag. vísir / getty

Stífa dagskrá má finna á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone þennan sunnudaginn. Nóg er um að vera á mörgum vígstöðum; lokadagur Masters, önnur umferð Bestu deildar karla, úrslitakeppni Bónus deildar kvenna, Formúla 1 og öll lokaumferðin í NBA, meðal annars. 

Stöð 2 Sport

16:50 – Afturelding og ÍBV mætast, nýliðaslagur í Bestu deild karla.

19:00 – Víkingur og KA mætast í annarri umferð Bestu deildar karla.

21:20 – Subway Tilþrifin gera upp alla leiki dagsins í Bestu deild karla.

22:10 – A & B: Úr bolta í bissness. Þriðji þáttur af heimildarseríunni um feril tvíburanna Arnars og Bjarka Gunnlaugssona bæði innan og utan vallar.

Stöð 2 Sport 2

19:30 – Golden State Warriors og LA Clippers mætast í NBA deildinni.

Stöð 2 Sport 3

17:00 – NBA 360: Sérstök útsending þar sem sýnt verður frá öllum leikjum í lokaumferðinni.

Stöð 2 Sport 4

15:30 – Masters: Upphitun. Sérfræðingar hita upp fyrir lokakeppnisdaginn.

16:00 – Masters: Bein útsending frá lokadegi keppninnar.

Stöð 2 Sport 5

19:05 – Valur og Þór Akureyri mætast í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna. Valskonur geta klárað einvígið en Þórskonur geta knúið fram oddaleik.

21:00 – Bónus Körfuboltakvöld kvenna gerir upp alla leiki helgarinnar.

Vodafone Sport

11:25 – Paderborn og Düsseldorf mætast í þýsku B-deildinni í fótbolta.

14:30 – Formúla 1: Barein. Bein útsending frá fjórða kappakstri ársins.

18:30 – Food City 500 kappaksturinn í NASCAR Cup Series.

23:00 – Chicago Cubs og LA Dodgers mætast í MLB hafnaboltadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×