Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. apríl 2025 20:30 Benedikt Gíslason bankastjóri Arionbanki Skattar, gjöld og tekjur ríkisins af íslenskum bönkum námu rúmum sautján hundruð milljörðum á síðustu fimmtán árum. Það samsvarar kostnaði við um átta nýja Landspítala. Formaður samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu telur tilefni til að létta á álögum ríkisins, sem að miklu leyti lendi á almenningi. Árið 2010 voru settir á sértækir bankaskattar sem meðal annars höfðu það að markmiði að endurheimta þann kostnað sem féll á ríkið í hruninu 2008. Samkvæmt nýlegri samantekt Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu sem kynnt var í vikunni hefur ríkinu þegar tekist að endurheimta þann kostnað og gott betur. „Í rauninni eru bara sértækir skattar, frá því að ríkið endurheimti allan þennan kostnað 2016 tæplega 200 milljarðar, 190 milljarðar. Fyrir utan auðvitað stórt skattspor þessa geira, hann er með nokkur þúsund starfsmenn í vinnu og er að borga tekjuskatta af sinni starfsemi,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og formaður SFF. Þá nema heildartekjur ríkisins af hlut hins opinbera í bönkum, og sérstakir og almennir bankaskattar frá 2010, ríflega sautján hundruð milljörðum samkvæmt samantekt SFF sem byggir á ýmsum gögnum. Það er nemur rúmlega fjárlögum ríkisins allt þetta ár, eða sem jafngildir kostnaði við átta nýja Landspítala. „Við viljum benda á að það er kannski tækifæri til að fara að létta á þessum álögum því að einhver borgar þessa skatta. Annað hvort eru það hlutahafarnir eða viðskiptavinir og okkur sýnist að báðir aðilar séu að borga þessa skatta. Og þá má ekki gleyma því að hluthafarnir eru að þremur fjórðu hlutum til almenningur í landinu,“ segir Benedikt. Þá bendir Benedikt á að mikið fjármagn sé bundið í íslensku bönkunum í erlendum samanburði. „Bara þrír kerfislega mikilvægu bankarnir eru með 760 milljarða af eigið fé bundið í sína starfsemi. Sem er annað Íslandsálag, það er töluvert meira eigið fé bundið í þessari starfsemi á Íslandi heldur en í nágrannalöndunum.“ Fjármálafyrirtæki Skattar og tollar Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Árið 2010 voru settir á sértækir bankaskattar sem meðal annars höfðu það að markmiði að endurheimta þann kostnað sem féll á ríkið í hruninu 2008. Samkvæmt nýlegri samantekt Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu sem kynnt var í vikunni hefur ríkinu þegar tekist að endurheimta þann kostnað og gott betur. „Í rauninni eru bara sértækir skattar, frá því að ríkið endurheimti allan þennan kostnað 2016 tæplega 200 milljarðar, 190 milljarðar. Fyrir utan auðvitað stórt skattspor þessa geira, hann er með nokkur þúsund starfsmenn í vinnu og er að borga tekjuskatta af sinni starfsemi,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og formaður SFF. Þá nema heildartekjur ríkisins af hlut hins opinbera í bönkum, og sérstakir og almennir bankaskattar frá 2010, ríflega sautján hundruð milljörðum samkvæmt samantekt SFF sem byggir á ýmsum gögnum. Það er nemur rúmlega fjárlögum ríkisins allt þetta ár, eða sem jafngildir kostnaði við átta nýja Landspítala. „Við viljum benda á að það er kannski tækifæri til að fara að létta á þessum álögum því að einhver borgar þessa skatta. Annað hvort eru það hlutahafarnir eða viðskiptavinir og okkur sýnist að báðir aðilar séu að borga þessa skatta. Og þá má ekki gleyma því að hluthafarnir eru að þremur fjórðu hlutum til almenningur í landinu,“ segir Benedikt. Þá bendir Benedikt á að mikið fjármagn sé bundið í íslensku bönkunum í erlendum samanburði. „Bara þrír kerfislega mikilvægu bankarnir eru með 760 milljarða af eigið fé bundið í sína starfsemi. Sem er annað Íslandsálag, það er töluvert meira eigið fé bundið í þessari starfsemi á Íslandi heldur en í nágrannalöndunum.“
Fjármálafyrirtæki Skattar og tollar Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira