Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar 12. apríl 2025 15:02 Fundur í Evrópuþinginu undirstrikaði það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur lengi sagt: „Við getum ekki leyst manneklu með skýrslum og góðum vilja. - Við þurfum aðgerðir.“ Í síðustu viku sátum við fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands fund í sjálfu Evrópuþinginu, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tilefnið var ekki hátíðlegt. Þvert á móti var fundurinn viðvörun. Þar komu saman þingmenn, verkalýðsleiðtogar og heilbrigðisstarfsfólk frá öllum hornum Evrópu til að ræða það sem brennur heitast, alvarlegur og vaxandi skortur á starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ekki tímabundið ástand Á fundinum, með þátttakendum frá EPSU og EPN, kom skýrt fram að manneklan sem við höfum talað um á Íslandi er hluti af stærri heild. Þetta er ekki tímabundið ástand. Þetta er evrópskt vandamál. Og meira en það, þetta er siðferðileg spurning. Frásagnir heilbrigðisstarfsfólks á fundinum voru átakanlegar. Florence Ndebo, hjúkrunarfræðingur frá Belgíu, lýsti álagi sem hefur orðið til þess að 41% menntaðra hjúkrunarfræðinga hafa hætt störfum. Razvan Gae frá Rúmeníu greindi frá yfirvinnu sem enn er greidd samkvæmt taxta frá 2018, tvöfaldri skráningu á pappír og í tölvu, og djúpstæðu vantrausti á kerfið. Þetta eru ekki einstök tilvik, heldur lýsingar á þróun sem blasir við víða í Evrópu. Starfsfólk brennur út, vantar stuðning, og neyðist jafnvel til að yfirgefa störf sem þau hafa helgað líf sitt. Og það sem skilur á milli heilbrigðiskerfa sem standast álag og þeirra sem falla, er hvort hlustað sé á þessi varnaðarorð. Tvöfalt hlutverk Evrópusambandsins Fræðimenn eins og prófessor Roland Erne bentu á tvíeggjað hlutverk Evrópusambandsins. Annars vegar stuðning við réttindi starfsmanna og hins vegar fjárlög og samkeppnisreglur sem þrýsta heilbrigðisþjónustuna til niðurskurðar og einkavæðingar. Tilly Metz, þingkona Græningja, orðaði það skýrt: „Við verðum að hætta að fórna heilbrigðisþjónustu fyrir hernaðarútgjöld.“ Hún kallaði eftir samevrópskri tilskipun um örugga mönnun, sálfélagslegan stuðning og mannsæmandi vinnuumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Okkar veruleiki Við fulltrúar frá Íslandi lýstum okkar veruleika. Að meðalaldur sjúkraliða fari hækkandi, nýliðun er of lítil, og mikil þörf sé á að tryggja traustar og faglegar starfsleiðir fyrir fólk sem sinnir krefjandi heilbrigðisþjónustu. Við höfum náð árangri í styttingu vinnuviku og þróun menntunarleiða, en þörf fyrir skýra framtíðarsýn og raunhæfa stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana er brýn. Evrópuþingið á ekki að vera eini salurinn þar sem raddir sjúkraliða fá að heyrast. Þær þurfa líka að hljóma heima, í ríkisfjármálum, fjármálaáætlun, á Alþingi, í kjarasamningum og pólitískum ákvörðunum. Það þarf meira en viljayfirlýsingar, það þarf virka stefnu sem tryggir starfsfólki mannsæmandi kjör, öryggi og faglegt rými til að rækja störf sín með reisn. Þau sem hugsa um okkur Fundurinn í Evrópuþinginu var áminning um mikilvægi alþjóðlegrar samstöðu. Um að raddir þeirra sem vinna við að hlúa að fólki, á öllum aldri, á öllum stigum veikinda og þjáningar, þurfa að vera í forgrunni. Of lengi hefur fólk verið sett í þá stöðu að gefa meira en það hefur. Nú er kominn tími til að sinna okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki. Að fjárfesta ekki bara í byggingum eða búnaði, heldur í fólkinu. Í höndum og hugsun heilbrigðisþjónustunnar. Í þeim sem hlúa að okkur þegar við getum það ekki sjálf. Það þarf að sýna með verkum, en ekki orðum, að sjúkraliðar og starfsfólk sem sinnir hjúkrun skipta máli. Að hugsað sé þau sem hugsa um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Sjá meira
Fundur í Evrópuþinginu undirstrikaði það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur lengi sagt: „Við getum ekki leyst manneklu með skýrslum og góðum vilja. - Við þurfum aðgerðir.“ Í síðustu viku sátum við fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands fund í sjálfu Evrópuþinginu, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tilefnið var ekki hátíðlegt. Þvert á móti var fundurinn viðvörun. Þar komu saman þingmenn, verkalýðsleiðtogar og heilbrigðisstarfsfólk frá öllum hornum Evrópu til að ræða það sem brennur heitast, alvarlegur og vaxandi skortur á starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ekki tímabundið ástand Á fundinum, með þátttakendum frá EPSU og EPN, kom skýrt fram að manneklan sem við höfum talað um á Íslandi er hluti af stærri heild. Þetta er ekki tímabundið ástand. Þetta er evrópskt vandamál. Og meira en það, þetta er siðferðileg spurning. Frásagnir heilbrigðisstarfsfólks á fundinum voru átakanlegar. Florence Ndebo, hjúkrunarfræðingur frá Belgíu, lýsti álagi sem hefur orðið til þess að 41% menntaðra hjúkrunarfræðinga hafa hætt störfum. Razvan Gae frá Rúmeníu greindi frá yfirvinnu sem enn er greidd samkvæmt taxta frá 2018, tvöfaldri skráningu á pappír og í tölvu, og djúpstæðu vantrausti á kerfið. Þetta eru ekki einstök tilvik, heldur lýsingar á þróun sem blasir við víða í Evrópu. Starfsfólk brennur út, vantar stuðning, og neyðist jafnvel til að yfirgefa störf sem þau hafa helgað líf sitt. Og það sem skilur á milli heilbrigðiskerfa sem standast álag og þeirra sem falla, er hvort hlustað sé á þessi varnaðarorð. Tvöfalt hlutverk Evrópusambandsins Fræðimenn eins og prófessor Roland Erne bentu á tvíeggjað hlutverk Evrópusambandsins. Annars vegar stuðning við réttindi starfsmanna og hins vegar fjárlög og samkeppnisreglur sem þrýsta heilbrigðisþjónustuna til niðurskurðar og einkavæðingar. Tilly Metz, þingkona Græningja, orðaði það skýrt: „Við verðum að hætta að fórna heilbrigðisþjónustu fyrir hernaðarútgjöld.“ Hún kallaði eftir samevrópskri tilskipun um örugga mönnun, sálfélagslegan stuðning og mannsæmandi vinnuumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Okkar veruleiki Við fulltrúar frá Íslandi lýstum okkar veruleika. Að meðalaldur sjúkraliða fari hækkandi, nýliðun er of lítil, og mikil þörf sé á að tryggja traustar og faglegar starfsleiðir fyrir fólk sem sinnir krefjandi heilbrigðisþjónustu. Við höfum náð árangri í styttingu vinnuviku og þróun menntunarleiða, en þörf fyrir skýra framtíðarsýn og raunhæfa stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana er brýn. Evrópuþingið á ekki að vera eini salurinn þar sem raddir sjúkraliða fá að heyrast. Þær þurfa líka að hljóma heima, í ríkisfjármálum, fjármálaáætlun, á Alþingi, í kjarasamningum og pólitískum ákvörðunum. Það þarf meira en viljayfirlýsingar, það þarf virka stefnu sem tryggir starfsfólki mannsæmandi kjör, öryggi og faglegt rými til að rækja störf sín með reisn. Þau sem hugsa um okkur Fundurinn í Evrópuþinginu var áminning um mikilvægi alþjóðlegrar samstöðu. Um að raddir þeirra sem vinna við að hlúa að fólki, á öllum aldri, á öllum stigum veikinda og þjáningar, þurfa að vera í forgrunni. Of lengi hefur fólk verið sett í þá stöðu að gefa meira en það hefur. Nú er kominn tími til að sinna okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki. Að fjárfesta ekki bara í byggingum eða búnaði, heldur í fólkinu. Í höndum og hugsun heilbrigðisþjónustunnar. Í þeim sem hlúa að okkur þegar við getum það ekki sjálf. Það þarf að sýna með verkum, en ekki orðum, að sjúkraliðar og starfsfólk sem sinnir hjúkrun skipta máli. Að hugsað sé þau sem hugsa um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun