Mikið högg fyrir nærsamfélagið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. apríl 2025 12:19 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Arnar/Anton Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ákvörðun Hvals hf. um að ekki verði stefnt að hvalveiðum í sumar slá sig illa. Um sé að ræða mikið högg fyrir félagsmenn og nærsamfélagið. Starfsmönnum Hvals hf var tilkynnt í vikunni ekkert yrði úr komandi vertíð og að engar hvalveiðar myndu fara fram í sumar. Ástæða þess er meðal annars verðbólga í Japan og slæm staða á alþjóðamarkaðnum vegna tollastríðs Bandaríkjaforseta. 1,2 milljarða launakostnaður á glæ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina blasa illa við og ljóst að um 200 manns muni þurfa að finna sér annað starf fyrir sumarið. „Það liggur fyrir að hvalveiðar hafa skilað okkur á Akranesi og Vesturlandi umtalsverðri búbót. Launakostnaður nemur einhvers staðar í kringum 1,2 milljörðum króna. Þannig það segir sig sjálft að þetta hefur slæm áhrif á þá sem að hafa starfað á þessum vertíðum og ég tala nú ekki um útsvarstekjur sveitarfélagsins og svo framvegis.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði við Morgunblaðið í gær að afurðarverðsþróun í Japan hafi verið óhagstæð að undanförnu og að lágt gengi krónu gagnvart japanska jeninu gerði það að verkum að ekki væri forsvaranlegt að stunda veiðar í sumar. „Allt getur þetta haft áhrif á afurðaverðið út til Japans. Ég hef svo sem fullan skilning á því og er ekki í neinum vafa um það að Hvalur er búinn að reikna þetta allt út fram og til baka.“ Vongóður fyrir næsta ári Bjarni Benediktsson, þáverandi matvælaráðherra, gaf út leyfi til hvalveiða til fimm ára í desember en Vilhjálmur bindir vonir við að það verði úr næsta hvalveiðitímabili. „Ég var svo sannarlega að vona að við værum núna að fá alvöru hvalvertíð sem myndi skila umtalsverðum útflutningstekjum. Ég vona bara að þeir muni koma sterkir inn á næsta ári. Ef aðstæður batna.“ Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, en án árangurs. Hvalir Hvalveiðar Akranes Hvalfjarðarsveit Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Starfsmönnum Hvals hf var tilkynnt í vikunni ekkert yrði úr komandi vertíð og að engar hvalveiðar myndu fara fram í sumar. Ástæða þess er meðal annars verðbólga í Japan og slæm staða á alþjóðamarkaðnum vegna tollastríðs Bandaríkjaforseta. 1,2 milljarða launakostnaður á glæ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina blasa illa við og ljóst að um 200 manns muni þurfa að finna sér annað starf fyrir sumarið. „Það liggur fyrir að hvalveiðar hafa skilað okkur á Akranesi og Vesturlandi umtalsverðri búbót. Launakostnaður nemur einhvers staðar í kringum 1,2 milljörðum króna. Þannig það segir sig sjálft að þetta hefur slæm áhrif á þá sem að hafa starfað á þessum vertíðum og ég tala nú ekki um útsvarstekjur sveitarfélagsins og svo framvegis.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði við Morgunblaðið í gær að afurðarverðsþróun í Japan hafi verið óhagstæð að undanförnu og að lágt gengi krónu gagnvart japanska jeninu gerði það að verkum að ekki væri forsvaranlegt að stunda veiðar í sumar. „Allt getur þetta haft áhrif á afurðaverðið út til Japans. Ég hef svo sem fullan skilning á því og er ekki í neinum vafa um það að Hvalur er búinn að reikna þetta allt út fram og til baka.“ Vongóður fyrir næsta ári Bjarni Benediktsson, þáverandi matvælaráðherra, gaf út leyfi til hvalveiða til fimm ára í desember en Vilhjálmur bindir vonir við að það verði úr næsta hvalveiðitímabili. „Ég var svo sannarlega að vona að við værum núna að fá alvöru hvalvertíð sem myndi skila umtalsverðum útflutningstekjum. Ég vona bara að þeir muni koma sterkir inn á næsta ári. Ef aðstæður batna.“ Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, en án árangurs.
Hvalir Hvalveiðar Akranes Hvalfjarðarsveit Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira