Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. apríl 2025 22:47 Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði, Anna Helga Jónsdóttir, prófessor í tölfræði, og Valentina Giangreco Puletti, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði. Háskóli Íslands Fyrstu konurnar til að vera skipaðar í stöðu prófessors við námsbraut í stærðfræði kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræðinám og segja það helbera mýtu að stærðfræðingar kunni ekki að skemmta sér. Þrjár konur hafa nýverið verið skipaðar í stöðu prófessors í stærðfræði við Háskóla Íslands en um er að ræða fyrstu konurnar til að gegna prófessorsstöðu við námsbrautina. Boðað var til fögnuðar í Veröld húsi Vigdísar vegna þessa þar sem konurnar þrjár fóru yfir feril sinn. Valentina var fyrst þeirra til að verða prófessor. Stoltar og kalla eftir að fleiri konur feti í þeirra fótspor „Ég er mjög spennt fyrir því og það hefur verið mjög gaman,“ segir Valentina Giangreco Puletti, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði. „Jú þetta er bara æðislegt, frábært að feta í fótspor Valentínu, fyrst kvenna til að verða prófessor við námsbraut í stærðfræði. Við erum mjög stoltar af því og við fögnum saman í dag allar orðnar prófessorar,“ segir Anna Helga Jónsdóttir, prófessor í tölfræði. Frá athöfninni í Veröld, húsi Vigdísar.vísir Fjórar konur starfa nú við kennslu í stærðfræði við HÍ en prófessorarnir kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræði. „Núna erum við margar konur við námsbrautina og við erum komnar með svo gott kynjahlutfall og það er svo gaman. Og það er svo gaman hjá nemendum okkar. Það er þetta sem við erum svo glöð að sjá. Að það sé verið að afmá stimpil um að stærðfræði sé bara fyrir eitthvað ófélagslynt fólk sem vill bara vera heima hjá sér,“ segir Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði. Búið að bóka efri hæðina á Röntgen Þær segja það vera mýtu að stærðfræði og fjör eigi ekki samleið. „Það verður fagnað í kvöld, það er alveg á hreinu. Við ætlum að byrja hér í Veröld og vera með smá fyrirlestur um okkur. Fáum að tala um okkur sjálfar í lengri tíma. Svo verður farið niður í bæ og haft ægilega gaman,“ segir Anna Helga. „Við erum búin að bóka efri hæðina á Röntgen og verðum þar í góðu fjöri,“ segir Sigrún Helga. Það er mikið talað um Valkyrjur og Kryddpíur þessa daganna er eitthvað nafn fyrir stærðfræði prófessora? „Jú reyndar, það er nafn. Því ég heiti Sigrún Helga, Anna Helga og .. Valentina Helga,“ segir Sigrún kímin. Þið eruð stærðfræði Helgunar? „Já,“ svöruðu þær og hlógu dátt. Skóla- og menntamál Háskólar Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Þrjár konur hafa nýverið verið skipaðar í stöðu prófessors í stærðfræði við Háskóla Íslands en um er að ræða fyrstu konurnar til að gegna prófessorsstöðu við námsbrautina. Boðað var til fögnuðar í Veröld húsi Vigdísar vegna þessa þar sem konurnar þrjár fóru yfir feril sinn. Valentina var fyrst þeirra til að verða prófessor. Stoltar og kalla eftir að fleiri konur feti í þeirra fótspor „Ég er mjög spennt fyrir því og það hefur verið mjög gaman,“ segir Valentina Giangreco Puletti, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði. „Jú þetta er bara æðislegt, frábært að feta í fótspor Valentínu, fyrst kvenna til að verða prófessor við námsbraut í stærðfræði. Við erum mjög stoltar af því og við fögnum saman í dag allar orðnar prófessorar,“ segir Anna Helga Jónsdóttir, prófessor í tölfræði. Frá athöfninni í Veröld, húsi Vigdísar.vísir Fjórar konur starfa nú við kennslu í stærðfræði við HÍ en prófessorarnir kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræði. „Núna erum við margar konur við námsbrautina og við erum komnar með svo gott kynjahlutfall og það er svo gaman. Og það er svo gaman hjá nemendum okkar. Það er þetta sem við erum svo glöð að sjá. Að það sé verið að afmá stimpil um að stærðfræði sé bara fyrir eitthvað ófélagslynt fólk sem vill bara vera heima hjá sér,“ segir Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði. Búið að bóka efri hæðina á Röntgen Þær segja það vera mýtu að stærðfræði og fjör eigi ekki samleið. „Það verður fagnað í kvöld, það er alveg á hreinu. Við ætlum að byrja hér í Veröld og vera með smá fyrirlestur um okkur. Fáum að tala um okkur sjálfar í lengri tíma. Svo verður farið niður í bæ og haft ægilega gaman,“ segir Anna Helga. „Við erum búin að bóka efri hæðina á Röntgen og verðum þar í góðu fjöri,“ segir Sigrún Helga. Það er mikið talað um Valkyrjur og Kryddpíur þessa daganna er eitthvað nafn fyrir stærðfræði prófessora? „Jú reyndar, það er nafn. Því ég heiti Sigrún Helga, Anna Helga og .. Valentina Helga,“ segir Sigrún kímin. Þið eruð stærðfræði Helgunar? „Já,“ svöruðu þær og hlógu dátt.
Skóla- og menntamál Háskólar Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira