Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. apríl 2025 20:04 Söngkonan Melody tekur þátt í keppninni fyrir hönd Spánar með lagið Esa diva. Getty Spænska ríkissjónvarpið RTVE hefur óskað eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í bréfi til Evrópska útvarpssambandsins (EBU). Bréfið var sent til Noel Curran, forstjóra EBU, og var óskað eftir rökræðum um þátttöku ísraelska almenningssjónvarpsins (KAN) í Eurovision. Í fréttatilkynningu frá RTVE segir að fulltrúar þar viðurkenni áhyggjur sem ýmsir hópar á Spáni hafi um ástandið á Gasa. France24 greinir frá. Átökin á milli Ísrael og Palestínu hafa staðið í mörg ár en stríð er nú á milli Hamas og Ísrael á Gasaströndinni. Samið var um vopnahlé í byrjun þessa árs en Ísraelar hófu aftur árásir á Gasaströndina í marsmánuði. „RTVE telur eðlilegt að EBU viðurkenni tilvist þessarar umræðu og auðveldi samræður meðal EBU-útvarpsstofnana um þátttöku ísraelska almenningssjónvarpsins,“ segir í tilkynningu RTVE. Söngkonan Yuval Raphael er fulltrúi Ísraels í keppninni í ár en hún er ein þeirra sem lifði af árás Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova 7. október 2023. Hún hafi falið sig í sprengjubyrgi með fimmtíu öðrum en einungis ellefu þeirra lifðu af. Ýmsir hópar hérlendis hafa einnig kallað eftir því að Ríkisútvarpið beiti sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Hópur sem kallar sig fyrrverandi aðdáendur Eurovision afhentu Stefáni Eiríkssyni, útvarpsstjóra RÚV, undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Íslands á meðan Ísrael fær leyfi til að taka þátt. VÆB bræður taka þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands með lagið Róa. Keppnin fer fram í Basel í Sviss og stíga bræðurnir fyrstir öllum á svið þriðjudaginn 13. maí. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Spánn Eurovision 2025 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Bréfið var sent til Noel Curran, forstjóra EBU, og var óskað eftir rökræðum um þátttöku ísraelska almenningssjónvarpsins (KAN) í Eurovision. Í fréttatilkynningu frá RTVE segir að fulltrúar þar viðurkenni áhyggjur sem ýmsir hópar á Spáni hafi um ástandið á Gasa. France24 greinir frá. Átökin á milli Ísrael og Palestínu hafa staðið í mörg ár en stríð er nú á milli Hamas og Ísrael á Gasaströndinni. Samið var um vopnahlé í byrjun þessa árs en Ísraelar hófu aftur árásir á Gasaströndina í marsmánuði. „RTVE telur eðlilegt að EBU viðurkenni tilvist þessarar umræðu og auðveldi samræður meðal EBU-útvarpsstofnana um þátttöku ísraelska almenningssjónvarpsins,“ segir í tilkynningu RTVE. Söngkonan Yuval Raphael er fulltrúi Ísraels í keppninni í ár en hún er ein þeirra sem lifði af árás Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova 7. október 2023. Hún hafi falið sig í sprengjubyrgi með fimmtíu öðrum en einungis ellefu þeirra lifðu af. Ýmsir hópar hérlendis hafa einnig kallað eftir því að Ríkisútvarpið beiti sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Hópur sem kallar sig fyrrverandi aðdáendur Eurovision afhentu Stefáni Eiríkssyni, útvarpsstjóra RÚV, undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Íslands á meðan Ísrael fær leyfi til að taka þátt. VÆB bræður taka þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands með lagið Róa. Keppnin fer fram í Basel í Sviss og stíga bræðurnir fyrstir öllum á svið þriðjudaginn 13. maí.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Spánn Eurovision 2025 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira