Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2025 21:47 Heiða á von á því að nýr samningur um eftirlitsmyndavélakerfið í miðborginni verði kláraður í vor. Vísir/Einar Borgarstjóri segir brýnt að nýr samningur um rekstur eftirlitsmyndavéla í miðborg verði undirritaður sem fyrst og á von á að málið verði afgreitt í síðasta lagi í maí. Borgin og lögregla hafa óskað eftir aðkomu dómsmálaráðuneytisins að málinu. Greint var frá því á RÚV í vikunni að eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar hefði verið í ólestri og að fjórðungur þeirra hefði ekki verið virkur. Kom fram að þetta væri afleiðing þess að meirihlutinn í borginni ákvað að endurnýja ekki samning um rekstur myndavélanna vegna áhyggna af persónuverndarmálum. Borgin, neyðarlínan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafa komið að rekstrinum. Óljóst hvert hlutverk borgarinnar verður Borgarstjóri sagði á þriðjudag að hún hefði ekki vitað að enginn samningur væri í gildi. Hún fundaði á föstudagsmorgun með Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra, þar sem myndavélakerfið var meðal annars rætt. „Halla Bergþóra ætlar að taka málið áfram, ræða við dómsmálaráðherra og boða svo til fundar. Það er allt á hreinu varðandi Reykjavíkurborg í þessu, við vorum búin að skila af okkur. Það þarf bara að klára málið,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Enn á eftir að koma í ljóst hvert hluverk borgarinnar verður í framhaldinu. Í fyrri samningi var það hlutverk borgarinnar að kaupa myndavélarnar og setja þær upp. „Það var neyðarlínan sem rak þær og lögreglan sem síðan hafði aðgang að þeim því þetta er efni sem á ekkert erindi nema í rannsóknarlegum tilgangi. Við þurfum að koma okkur saman um það núna en á meðan höfum við verið að halda þessum vélum við og höfum gert það í fyrra og erum að klára að gera við þær sem við fengum meldingu um að væru ekki í lagi.“ Býst við að málið verði afgreitt í vor Í miðborginni eru 54 eftirlitsmyndavélar og að sögn lögreglu ekki nærri því nógu margar. Ítrekað þarf lögregla að reiða sig á eftirlitsmyndavélar í eigu fyrirtækja við rannsókn mála. Heiða segir mikilvægt að myndavélar hins opinbera séu í lagi. „Þetta er auðvitað alltaf einhver millileið sem þarf að fara því við viljum ekki að íbúarnir upplifi eins og þeir séu undir stöðugu eftirliti stóra bróður. Þarna er lína og þess vegna fannst okkur þessi persónuverndarvinkill mjög mikilvægur. Að fólk viti hvar það er um það bil í mynd, að þegar þú ert í miðbænum þá er myndbandseftirlit og myndirnar séu geymdar ákveðið lengi,“ segir Heiða. Hvenær heldurðu að nýr samningur muni liggja fyrir? „Við Halla vorum sammála um það að þetta er í raun ekki flókið. Við þurfum að fá dómsmálaráðuneytið að borðinu og mér skilst að það sé viljugt. Hún mun svo bara kalla okkur saman og ég á ekki von á að þetta taki langan tíma. Apríl, maí í síðasta lagi.“ Reykjavík Lögreglan Borgarstjórn Tengdar fréttir Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. 8. apríl 2025 11:36 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Greint var frá því á RÚV í vikunni að eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar hefði verið í ólestri og að fjórðungur þeirra hefði ekki verið virkur. Kom fram að þetta væri afleiðing þess að meirihlutinn í borginni ákvað að endurnýja ekki samning um rekstur myndavélanna vegna áhyggna af persónuverndarmálum. Borgin, neyðarlínan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafa komið að rekstrinum. Óljóst hvert hlutverk borgarinnar verður Borgarstjóri sagði á þriðjudag að hún hefði ekki vitað að enginn samningur væri í gildi. Hún fundaði á föstudagsmorgun með Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra, þar sem myndavélakerfið var meðal annars rætt. „Halla Bergþóra ætlar að taka málið áfram, ræða við dómsmálaráðherra og boða svo til fundar. Það er allt á hreinu varðandi Reykjavíkurborg í þessu, við vorum búin að skila af okkur. Það þarf bara að klára málið,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Enn á eftir að koma í ljóst hvert hluverk borgarinnar verður í framhaldinu. Í fyrri samningi var það hlutverk borgarinnar að kaupa myndavélarnar og setja þær upp. „Það var neyðarlínan sem rak þær og lögreglan sem síðan hafði aðgang að þeim því þetta er efni sem á ekkert erindi nema í rannsóknarlegum tilgangi. Við þurfum að koma okkur saman um það núna en á meðan höfum við verið að halda þessum vélum við og höfum gert það í fyrra og erum að klára að gera við þær sem við fengum meldingu um að væru ekki í lagi.“ Býst við að málið verði afgreitt í vor Í miðborginni eru 54 eftirlitsmyndavélar og að sögn lögreglu ekki nærri því nógu margar. Ítrekað þarf lögregla að reiða sig á eftirlitsmyndavélar í eigu fyrirtækja við rannsókn mála. Heiða segir mikilvægt að myndavélar hins opinbera séu í lagi. „Þetta er auðvitað alltaf einhver millileið sem þarf að fara því við viljum ekki að íbúarnir upplifi eins og þeir séu undir stöðugu eftirliti stóra bróður. Þarna er lína og þess vegna fannst okkur þessi persónuverndarvinkill mjög mikilvægur. Að fólk viti hvar það er um það bil í mynd, að þegar þú ert í miðbænum þá er myndbandseftirlit og myndirnar séu geymdar ákveðið lengi,“ segir Heiða. Hvenær heldurðu að nýr samningur muni liggja fyrir? „Við Halla vorum sammála um það að þetta er í raun ekki flókið. Við þurfum að fá dómsmálaráðuneytið að borðinu og mér skilst að það sé viljugt. Hún mun svo bara kalla okkur saman og ég á ekki von á að þetta taki langan tíma. Apríl, maí í síðasta lagi.“
Reykjavík Lögreglan Borgarstjórn Tengdar fréttir Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. 8. apríl 2025 11:36 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. 8. apríl 2025 11:36