Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park 13. apríl 2025 17:30 Leny Yoro gerði mistök sem leiddu til marks, en var ekki sá eini. George Wood/Getty Images Newcastle tók á móti Manchester United og vann afar öruggan 4-1 sigur eftir fjölda mistaka sem leiddu til marka. Newcastle tók forystuna eftir rúmar tuttugu mínútur og fjölda færa þar á undan. Miðjumaðurinn Manuel Ugarte tapaði boltanum á slæmum stað, Kieran Trippier var snöggur að koma honum á Alexander Isak sem tók skemmtilega við og klippti hann áfram á Sandro Tonali sem skaut í fyrstu snertingu og skoraði. Ugarte bætti upp fyrir það skömmu fyrir hálfleik með því að vinna boltann af Joelinton hjá Newcastle, sendi svo áfram á Diogo Dalot sem lagði upp jöfnunarmark Alejandro Garnacho. Skammt var liðið af seinni hálfleik þegar Newcastle tók forystuna á ný. Jacob Murphy gerði vel og gaf sína tíundu stoðsendingu á tímabilinu, á Harvey Barnes. Harvey Barnes faðmar Joelinton eftir þriðja mark Newcastle. Stu Forster/Getty Images Barnes var svo aftur á ferðinni á 64. mínútu og skoraði með þrumuskoti eftir að Nasser Mazraoui rann til og tapaði boltanum. Bruno Guimares setti svo síðasta naglann í kistu gestanna þegar hann skoraði fjórða markið á 77. mínútu, aftur eftir mistök í öftustu línu gestanna. Leny Yoro gaf slaka sendingu sem Joelinton komst inn í og áframsendi á Guimares. Newcastle fór með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Nottingham Forest og með leik til góða. Manchester United situr hins vegar í fjórtánda sæti, stigi á undan Tottenham. Enski boltinn
Newcastle tók á móti Manchester United og vann afar öruggan 4-1 sigur eftir fjölda mistaka sem leiddu til marka. Newcastle tók forystuna eftir rúmar tuttugu mínútur og fjölda færa þar á undan. Miðjumaðurinn Manuel Ugarte tapaði boltanum á slæmum stað, Kieran Trippier var snöggur að koma honum á Alexander Isak sem tók skemmtilega við og klippti hann áfram á Sandro Tonali sem skaut í fyrstu snertingu og skoraði. Ugarte bætti upp fyrir það skömmu fyrir hálfleik með því að vinna boltann af Joelinton hjá Newcastle, sendi svo áfram á Diogo Dalot sem lagði upp jöfnunarmark Alejandro Garnacho. Skammt var liðið af seinni hálfleik þegar Newcastle tók forystuna á ný. Jacob Murphy gerði vel og gaf sína tíundu stoðsendingu á tímabilinu, á Harvey Barnes. Harvey Barnes faðmar Joelinton eftir þriðja mark Newcastle. Stu Forster/Getty Images Barnes var svo aftur á ferðinni á 64. mínútu og skoraði með þrumuskoti eftir að Nasser Mazraoui rann til og tapaði boltanum. Bruno Guimares setti svo síðasta naglann í kistu gestanna þegar hann skoraði fjórða markið á 77. mínútu, aftur eftir mistök í öftustu línu gestanna. Leny Yoro gaf slaka sendingu sem Joelinton komst inn í og áframsendi á Guimares. Newcastle fór með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Nottingham Forest og með leik til góða. Manchester United situr hins vegar í fjórtánda sæti, stigi á undan Tottenham.