Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar 10. apríl 2025 11:31 Undanfarið hefur umræðan um olíuleit við Ísland einkennst af neitunartón. Umræðunni hefur gjarnan verið lokað áður en hún náði að hefjast – og rætt hefur verið um málið eins og ákvörðun hafi þegar verið tekin. En nú heyrum við breyttan tón: „ekki á dagskrá“ er nýja línan. Hún má hljóma saklaus, en hún opnar á nauðsynlegt samtal – og því fögnum við í Fjarðabyggð. Við teljum tímabært að ræða olíuleit á ný – af ábyrgð, með opnum hug og með hag samfélagsins í forgrunni. Það snýst ekki um að fara gegn stefnu um sjálfbæra þróun, heldur um að afla sér þekkingar og reynslu. Það er staðreynd að við vitum afar lítið um jarðfræði hafsbotnsins við Ísland og þá möguleika sem þar kunna að leynast. Með því að leyfa leit, rannsóknir og greiningar getum við dýpkað skilning okkar á náttúru landsins og stuðlað að vísindalegum og tæknilegum framförum. Við teljum að það eigi að leyfa áhugasömum og fjárhagslega burðugum aðilum að kanna möguleikana á Drekasvæðinu, í fullri sátt við umhverfi og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Slík leit krefst hvorki skuldbindinga um vinnslu né fjárútláta af hálfu ríkisins í dag – aðeins þess að Ísland sé tilbúið að læra. Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað unnu áður saman að undirbúningi fyrir olíuleit. Þá var lögð áhersla á öryggi, umhverfissjónarmið og staðbundna þátttöku. Sú vinna og sú nálgun gæti orðið fyrirmynd í áframhaldandi samtali – ef stjórnvöld vilja láta til sín taka á ný. Ef olía leynist við Ísland, þá mun það ekki aðeins hafa áhrif á efnahag þjóðarinnar heldur einnig á byggðaþróun og uppbyggingu á svæðum sem oft á tíðum hafa þurft að bíða eftir hlutdeild í uppsveiflu. Ef við leitum ekki – þá vitum við ekki. Ef við spyrjum ekki – þá fáum við engin svör. Og ef við skoðum ekki möguleikana – þá höfum við afsalað okkur þeim fyrirfram. Það er ekki skynsamleg stefna fyrir neina þjóð – og allra síst þjóð sem býr yfir mögulegum auðlindum í einni rólegustu og vistvænustu útgáfu heims: hafinu. Höfundur er formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Bensín og olía Jarðefnaeldsneyti Fjarðabyggð Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræðan um olíuleit við Ísland einkennst af neitunartón. Umræðunni hefur gjarnan verið lokað áður en hún náði að hefjast – og rætt hefur verið um málið eins og ákvörðun hafi þegar verið tekin. En nú heyrum við breyttan tón: „ekki á dagskrá“ er nýja línan. Hún má hljóma saklaus, en hún opnar á nauðsynlegt samtal – og því fögnum við í Fjarðabyggð. Við teljum tímabært að ræða olíuleit á ný – af ábyrgð, með opnum hug og með hag samfélagsins í forgrunni. Það snýst ekki um að fara gegn stefnu um sjálfbæra þróun, heldur um að afla sér þekkingar og reynslu. Það er staðreynd að við vitum afar lítið um jarðfræði hafsbotnsins við Ísland og þá möguleika sem þar kunna að leynast. Með því að leyfa leit, rannsóknir og greiningar getum við dýpkað skilning okkar á náttúru landsins og stuðlað að vísindalegum og tæknilegum framförum. Við teljum að það eigi að leyfa áhugasömum og fjárhagslega burðugum aðilum að kanna möguleikana á Drekasvæðinu, í fullri sátt við umhverfi og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Slík leit krefst hvorki skuldbindinga um vinnslu né fjárútláta af hálfu ríkisins í dag – aðeins þess að Ísland sé tilbúið að læra. Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað unnu áður saman að undirbúningi fyrir olíuleit. Þá var lögð áhersla á öryggi, umhverfissjónarmið og staðbundna þátttöku. Sú vinna og sú nálgun gæti orðið fyrirmynd í áframhaldandi samtali – ef stjórnvöld vilja láta til sín taka á ný. Ef olía leynist við Ísland, þá mun það ekki aðeins hafa áhrif á efnahag þjóðarinnar heldur einnig á byggðaþróun og uppbyggingu á svæðum sem oft á tíðum hafa þurft að bíða eftir hlutdeild í uppsveiflu. Ef við leitum ekki – þá vitum við ekki. Ef við spyrjum ekki – þá fáum við engin svör. Og ef við skoðum ekki möguleikana – þá höfum við afsalað okkur þeim fyrirfram. Það er ekki skynsamleg stefna fyrir neina þjóð – og allra síst þjóð sem býr yfir mögulegum auðlindum í einni rólegustu og vistvænustu útgáfu heims: hafinu. Höfundur er formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun