Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar 10. apríl 2025 11:31 Undanfarið hefur umræðan um olíuleit við Ísland einkennst af neitunartón. Umræðunni hefur gjarnan verið lokað áður en hún náði að hefjast – og rætt hefur verið um málið eins og ákvörðun hafi þegar verið tekin. En nú heyrum við breyttan tón: „ekki á dagskrá“ er nýja línan. Hún má hljóma saklaus, en hún opnar á nauðsynlegt samtal – og því fögnum við í Fjarðabyggð. Við teljum tímabært að ræða olíuleit á ný – af ábyrgð, með opnum hug og með hag samfélagsins í forgrunni. Það snýst ekki um að fara gegn stefnu um sjálfbæra þróun, heldur um að afla sér þekkingar og reynslu. Það er staðreynd að við vitum afar lítið um jarðfræði hafsbotnsins við Ísland og þá möguleika sem þar kunna að leynast. Með því að leyfa leit, rannsóknir og greiningar getum við dýpkað skilning okkar á náttúru landsins og stuðlað að vísindalegum og tæknilegum framförum. Við teljum að það eigi að leyfa áhugasömum og fjárhagslega burðugum aðilum að kanna möguleikana á Drekasvæðinu, í fullri sátt við umhverfi og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Slík leit krefst hvorki skuldbindinga um vinnslu né fjárútláta af hálfu ríkisins í dag – aðeins þess að Ísland sé tilbúið að læra. Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað unnu áður saman að undirbúningi fyrir olíuleit. Þá var lögð áhersla á öryggi, umhverfissjónarmið og staðbundna þátttöku. Sú vinna og sú nálgun gæti orðið fyrirmynd í áframhaldandi samtali – ef stjórnvöld vilja láta til sín taka á ný. Ef olía leynist við Ísland, þá mun það ekki aðeins hafa áhrif á efnahag þjóðarinnar heldur einnig á byggðaþróun og uppbyggingu á svæðum sem oft á tíðum hafa þurft að bíða eftir hlutdeild í uppsveiflu. Ef við leitum ekki – þá vitum við ekki. Ef við spyrjum ekki – þá fáum við engin svör. Og ef við skoðum ekki möguleikana – þá höfum við afsalað okkur þeim fyrirfram. Það er ekki skynsamleg stefna fyrir neina þjóð – og allra síst þjóð sem býr yfir mögulegum auðlindum í einni rólegustu og vistvænustu útgáfu heims: hafinu. Höfundur er formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Bensín og olía Jarðefnaeldsneyti Fjarðabyggð Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræðan um olíuleit við Ísland einkennst af neitunartón. Umræðunni hefur gjarnan verið lokað áður en hún náði að hefjast – og rætt hefur verið um málið eins og ákvörðun hafi þegar verið tekin. En nú heyrum við breyttan tón: „ekki á dagskrá“ er nýja línan. Hún má hljóma saklaus, en hún opnar á nauðsynlegt samtal – og því fögnum við í Fjarðabyggð. Við teljum tímabært að ræða olíuleit á ný – af ábyrgð, með opnum hug og með hag samfélagsins í forgrunni. Það snýst ekki um að fara gegn stefnu um sjálfbæra þróun, heldur um að afla sér þekkingar og reynslu. Það er staðreynd að við vitum afar lítið um jarðfræði hafsbotnsins við Ísland og þá möguleika sem þar kunna að leynast. Með því að leyfa leit, rannsóknir og greiningar getum við dýpkað skilning okkar á náttúru landsins og stuðlað að vísindalegum og tæknilegum framförum. Við teljum að það eigi að leyfa áhugasömum og fjárhagslega burðugum aðilum að kanna möguleikana á Drekasvæðinu, í fullri sátt við umhverfi og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Slík leit krefst hvorki skuldbindinga um vinnslu né fjárútláta af hálfu ríkisins í dag – aðeins þess að Ísland sé tilbúið að læra. Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað unnu áður saman að undirbúningi fyrir olíuleit. Þá var lögð áhersla á öryggi, umhverfissjónarmið og staðbundna þátttöku. Sú vinna og sú nálgun gæti orðið fyrirmynd í áframhaldandi samtali – ef stjórnvöld vilja láta til sín taka á ný. Ef olía leynist við Ísland, þá mun það ekki aðeins hafa áhrif á efnahag þjóðarinnar heldur einnig á byggðaþróun og uppbyggingu á svæðum sem oft á tíðum hafa þurft að bíða eftir hlutdeild í uppsveiflu. Ef við leitum ekki – þá vitum við ekki. Ef við spyrjum ekki – þá fáum við engin svör. Og ef við skoðum ekki möguleikana – þá höfum við afsalað okkur þeim fyrirfram. Það er ekki skynsamleg stefna fyrir neina þjóð – og allra síst þjóð sem býr yfir mögulegum auðlindum í einni rólegustu og vistvænustu útgáfu heims: hafinu. Höfundur er formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun