Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar 10. apríl 2025 10:33 Íslenskir framhaldsskólar hafa við innritun nýrra nemenda lengi staðið frammi fyrir þeim vanda að geta ekki almennilega reitt sig á einkunnir úr hverjum grunnskóla fyrir sig. Þær eru ekki samræmdar og þekkt að sums staðar fær fólk almennt hærri einkunnir og sums staðar lægri. Þetta veldur því að grunnskólanemar sitja ekki allir við sama borð í hinni hörðu samkeppni sem ríkir um eftirsóttustu skólana. Stjórnvöld hafa ákveðið að innleiða ekki samræmd lokapróf við lok grunnskóla en sú einkunn hefði m.a. getað nýst við að jafna leikinn við inntöku í framhaldsskóla. Í staðinn hafa stjórnarliðar boðað að óréttlætið skuli í staðinn leiðrétt með sérstöku nýju frumvarpi um framhaldsskóla. Það frumvarp var loks lagt fram á Alþingi í gær. Þar er þó ekkert kveðið á um traustar aðferðir eða nýjar heimildir til þess að kalla fram sanngjarnara mat á árangri nemenda við inntöku í framhaldsskólana. Hins vegar eru kynntir til leiks nýir mælikvarðar sem skólar geti nú samkvæmt lögum litið til við innritun nemenda, nefnilega „sjónarmiða sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum.“ Í frumvarpinu eru nefndar breytur eins og kyn, fötlun og hópar sem hafa íslensku ekki að móðurmáli. Markmiðið er sagt vera að „vinna gegn einsleitni í nemendahópnum“ og „að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Eins vel og þessi orð öll kunna að hljóma, verður að segjast að efni frumvarpsins eru nokkur vonbrigði. Í stað þess að stjórnvöld boði sanngjarnari leiðir til að meta árangur fólks, líkt og kallað hefur verið eftir, er ákveðið að draga einfaldlega úr vægi árangursins sjálfs. Eins og það er orðað, á beinlínis að auka heimildir skólanna til að taka nemendur inn á „öðrum grundvelli en námsárangri.“ Þetta er gert „í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og væntanlega í víðari skilningi í nafni félagslegs réttlætis. Að mínu mati fælist þó raunverulegt réttlæti í því að hver og einn nemandi í íslensku skólakerfi gæti treyst því að hann verði metinn að verðleikum – óháð ytri þáttum. Það er ekki hugsunin hér, heldur virðist einmitt eiga að lögfesta mismunun eftir þessum ytri þáttum. Sem betur fer hefur slík aðferð hljómfagra yfirskrift: Jákvæð mismunun. Nú þegar er kynjakvóti við lýði í einstaka íslenskum framhaldsskólum og er það gert í þágu þess að drengirnir blessaðir séu nægilega stór hluti nemendahópsins. Í stað þess að lögfesta slíka skammsýna kvótastefnu í öllu kerfinu og í sífellt fleiri atriðum, er vænlegra að tryggja að skólakerfið geti ráðist að rót vandans í ólíkum hópum á fyrri stigum. Ný og ný kvótakerfi gera það ekki, nema síður sé. Þau eru öllu heldur hluti af blekkingarleik um að hér sé allt í himnalagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Alþingi Grunnskólar Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslenskir framhaldsskólar hafa við innritun nýrra nemenda lengi staðið frammi fyrir þeim vanda að geta ekki almennilega reitt sig á einkunnir úr hverjum grunnskóla fyrir sig. Þær eru ekki samræmdar og þekkt að sums staðar fær fólk almennt hærri einkunnir og sums staðar lægri. Þetta veldur því að grunnskólanemar sitja ekki allir við sama borð í hinni hörðu samkeppni sem ríkir um eftirsóttustu skólana. Stjórnvöld hafa ákveðið að innleiða ekki samræmd lokapróf við lok grunnskóla en sú einkunn hefði m.a. getað nýst við að jafna leikinn við inntöku í framhaldsskóla. Í staðinn hafa stjórnarliðar boðað að óréttlætið skuli í staðinn leiðrétt með sérstöku nýju frumvarpi um framhaldsskóla. Það frumvarp var loks lagt fram á Alþingi í gær. Þar er þó ekkert kveðið á um traustar aðferðir eða nýjar heimildir til þess að kalla fram sanngjarnara mat á árangri nemenda við inntöku í framhaldsskólana. Hins vegar eru kynntir til leiks nýir mælikvarðar sem skólar geti nú samkvæmt lögum litið til við innritun nemenda, nefnilega „sjónarmiða sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum.“ Í frumvarpinu eru nefndar breytur eins og kyn, fötlun og hópar sem hafa íslensku ekki að móðurmáli. Markmiðið er sagt vera að „vinna gegn einsleitni í nemendahópnum“ og „að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Eins vel og þessi orð öll kunna að hljóma, verður að segjast að efni frumvarpsins eru nokkur vonbrigði. Í stað þess að stjórnvöld boði sanngjarnari leiðir til að meta árangur fólks, líkt og kallað hefur verið eftir, er ákveðið að draga einfaldlega úr vægi árangursins sjálfs. Eins og það er orðað, á beinlínis að auka heimildir skólanna til að taka nemendur inn á „öðrum grundvelli en námsárangri.“ Þetta er gert „í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og væntanlega í víðari skilningi í nafni félagslegs réttlætis. Að mínu mati fælist þó raunverulegt réttlæti í því að hver og einn nemandi í íslensku skólakerfi gæti treyst því að hann verði metinn að verðleikum – óháð ytri þáttum. Það er ekki hugsunin hér, heldur virðist einmitt eiga að lögfesta mismunun eftir þessum ytri þáttum. Sem betur fer hefur slík aðferð hljómfagra yfirskrift: Jákvæð mismunun. Nú þegar er kynjakvóti við lýði í einstaka íslenskum framhaldsskólum og er það gert í þágu þess að drengirnir blessaðir séu nægilega stór hluti nemendahópsins. Í stað þess að lögfesta slíka skammsýna kvótastefnu í öllu kerfinu og í sífellt fleiri atriðum, er vænlegra að tryggja að skólakerfið geti ráðist að rót vandans í ólíkum hópum á fyrri stigum. Ný og ný kvótakerfi gera það ekki, nema síður sé. Þau eru öllu heldur hluti af blekkingarleik um að hér sé allt í himnalagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun