Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2025 09:53 Íslensk stjórnvöld hafa ekki hirt um að innleiða EES-reglur um úrgang og umbúðir. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu hefur vísað tveimur málum sem tengjast úrgangi til EFTA-dómstólsins og áminnt Ísland fyrir brot á reglum um úrgang. Áminningin er vegna skorts á áætlunum um meðhöndlun og forvarnir gegn úrgangi. Íslensk stjórnvöld hafa fengið formlegt áminningarbréf vegna brota á EES-reglum um úrgang eftir eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Stofnunin hefur eftirlit með því að EES-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein fylgi reglum evrópska efnahagssvæðisins. Ísland er áminnt fyrir að tryggja ekki að áætlanir um meðhöndlun úrgangs og forvarnir gegn úrgangi séu til staðar á landsvísu í samræmi við rammatilskipun um úrgang. Formlegt áminningarbréf er sagt fyrsta skrefið í samningsbrotamáli. Enn hafi nokkur íslensk sveitarfélög ekki sett á fót svæðisbundnar útgangsstjórnunaráætlanir eins og þeim sé skylt samkvæmt tilskipuninni. Þá hafi landsbundin áætlun um forvarnir gegn myndun úrgangs ekki verið uppfærð eins og ætlast sé til. Höfum ekki innleitt að fullu reglur um umbúðir Þá vísaði ESA tveimur aðskildum málum sem tengjast úrgangi til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland hefur aðeins innleitt EES-reglur að hluta til. Vísun mála til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegum samningsbrotamálum ESA gegn aðildarríkjum. Fyrra málið er sagt varða urðun úrgangs en reglurnar sem Ísland hefur enn ekki innleitt að fullu eiga að takmarka magn úrgangs sem er sent til urðunar og setja fram rekstrarkröfur fyrir urðunarstaði til að vernda heilsu manna og umhverfið. ESA áminnti Ísland í ágúst árið 2022 og rökstuddi það álit í febrúar 2023. Hitt málið snýst um að Ísland hafi ekk innleitt að fullu reglur um umbúðir og umbúðaúrgang sem kveða á um hvaða tegundir umbúða megi setja á markað innan evrópska efnahagssvæðisins. Formlegt áminningarbréf var gefið út vegna þess í mars 2022 og álit ESA rökstutt í maí sama ár. EES-samningurinn Evrópusambandið Sorphirða Stjórnsýsla Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa fengið formlegt áminningarbréf vegna brota á EES-reglum um úrgang eftir eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Stofnunin hefur eftirlit með því að EES-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein fylgi reglum evrópska efnahagssvæðisins. Ísland er áminnt fyrir að tryggja ekki að áætlanir um meðhöndlun úrgangs og forvarnir gegn úrgangi séu til staðar á landsvísu í samræmi við rammatilskipun um úrgang. Formlegt áminningarbréf er sagt fyrsta skrefið í samningsbrotamáli. Enn hafi nokkur íslensk sveitarfélög ekki sett á fót svæðisbundnar útgangsstjórnunaráætlanir eins og þeim sé skylt samkvæmt tilskipuninni. Þá hafi landsbundin áætlun um forvarnir gegn myndun úrgangs ekki verið uppfærð eins og ætlast sé til. Höfum ekki innleitt að fullu reglur um umbúðir Þá vísaði ESA tveimur aðskildum málum sem tengjast úrgangi til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland hefur aðeins innleitt EES-reglur að hluta til. Vísun mála til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegum samningsbrotamálum ESA gegn aðildarríkjum. Fyrra málið er sagt varða urðun úrgangs en reglurnar sem Ísland hefur enn ekki innleitt að fullu eiga að takmarka magn úrgangs sem er sent til urðunar og setja fram rekstrarkröfur fyrir urðunarstaði til að vernda heilsu manna og umhverfið. ESA áminnti Ísland í ágúst árið 2022 og rökstuddi það álit í febrúar 2023. Hitt málið snýst um að Ísland hafi ekk innleitt að fullu reglur um umbúðir og umbúðaúrgang sem kveða á um hvaða tegundir umbúða megi setja á markað innan evrópska efnahagssvæðisins. Formlegt áminningarbréf var gefið út vegna þess í mars 2022 og álit ESA rökstutt í maí sama ár.
EES-samningurinn Evrópusambandið Sorphirða Stjórnsýsla Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira