„Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Árni Gísli Magnússon skrifar 9. apríl 2025 22:14 Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, stýrði liði sínu til sigurs í kvöld. Vísir/Anton Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Akureyri, gat verið ánægður eftir sigur á heimavelli gegn Val sem tryggði liðinu áframhaldandi þátttöku í úrslitakeppninni en staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Val. „Bara mjög gott, góð viðbrögð við síðasta leik og mjög gott að fá allavega einhverja lykilleikmenn inn frá því í síðasta leik.“ Daníel er ánægður með framfarirnar frá síðasta leik. „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur. Svo náttúrulega fáum við Esther inn aftur sem er plús 23 í leiknum í tólf stiga sigri. Hún er bara þetta mikilvæg fyrir okkur upp á pláss og tímasetningar í sókn og gefa liðinu eitthvað öðruvísi varnarlega. Hún sýndi það í dag hversu mikilvæg hún er.“ Þórsarar eru með þunnskipaðan hóp en Daníel byrjaði að rúlla liðinu vel strax í fyrsta leikhluta. „Það eru eymsli út um allt og maður er að reyna dreifi því á fleiri, fá fleiri eymsli í hópinn“ Hvað þarf að gerast svo þið tryggið ykkur oddaleik í einvíginu? „Það væri ágætt ef við gætum haldið þeim í 60 stigum aftur. Við þurfum að byrja þetta varnarlega og fá sóknarleikinn okkar á heilum velli svolítið af stað og koma boltanum í flæði aðeins fyrr og við bara getum ekki spilað okkar leik ef við erum alltaf að taka innkast undir körfunni eftir sókn hjá Val. Við þurfum bara svolítið að herða tökin varnarlega.“ Valur náði smá áhlaupi í fyrsta leikhluta eftir öfluga byrjun Þórs en Daníel tók þá leikhlé og restin af leikhlutanum fór 13-3 fyrir Þór sem reyndist mikilvægt þegar uppi var staðið. „Jú, bara til að minna stelpurnar á, ég líka tek leikhlé bara til að hvíla þær og minna á bara að sækja í eyðurnar og búa til eyður fyrir hvor aðra til að sækja í og svolítið leikhlé til áminninga bara“. Tengdar fréttir Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Þórskonur frá Akureyri tryggðu sér annan leik og komu í veg fyrir að vera sópað út úr úrslitakeppninni með tólf stiga sigri á Val á Akureyri í kvöld, 72-60. 9. apríl 2025 20:15 „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Emma Karólína Snæbjarnardóttir, leikmaður Þórs Akureyri, átti góðan leik þegar lið hennar minnkaði muninn í 2-1 í einvígi sínu gegn Val í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna. 9. apríl 2025 21:27 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sjá meira
„Bara mjög gott, góð viðbrögð við síðasta leik og mjög gott að fá allavega einhverja lykilleikmenn inn frá því í síðasta leik.“ Daníel er ánægður með framfarirnar frá síðasta leik. „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur. Svo náttúrulega fáum við Esther inn aftur sem er plús 23 í leiknum í tólf stiga sigri. Hún er bara þetta mikilvæg fyrir okkur upp á pláss og tímasetningar í sókn og gefa liðinu eitthvað öðruvísi varnarlega. Hún sýndi það í dag hversu mikilvæg hún er.“ Þórsarar eru með þunnskipaðan hóp en Daníel byrjaði að rúlla liðinu vel strax í fyrsta leikhluta. „Það eru eymsli út um allt og maður er að reyna dreifi því á fleiri, fá fleiri eymsli í hópinn“ Hvað þarf að gerast svo þið tryggið ykkur oddaleik í einvíginu? „Það væri ágætt ef við gætum haldið þeim í 60 stigum aftur. Við þurfum að byrja þetta varnarlega og fá sóknarleikinn okkar á heilum velli svolítið af stað og koma boltanum í flæði aðeins fyrr og við bara getum ekki spilað okkar leik ef við erum alltaf að taka innkast undir körfunni eftir sókn hjá Val. Við þurfum bara svolítið að herða tökin varnarlega.“ Valur náði smá áhlaupi í fyrsta leikhluta eftir öfluga byrjun Þórs en Daníel tók þá leikhlé og restin af leikhlutanum fór 13-3 fyrir Þór sem reyndist mikilvægt þegar uppi var staðið. „Jú, bara til að minna stelpurnar á, ég líka tek leikhlé bara til að hvíla þær og minna á bara að sækja í eyðurnar og búa til eyður fyrir hvor aðra til að sækja í og svolítið leikhlé til áminninga bara“.
Tengdar fréttir Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Þórskonur frá Akureyri tryggðu sér annan leik og komu í veg fyrir að vera sópað út úr úrslitakeppninni með tólf stiga sigri á Val á Akureyri í kvöld, 72-60. 9. apríl 2025 20:15 „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Emma Karólína Snæbjarnardóttir, leikmaður Þórs Akureyri, átti góðan leik þegar lið hennar minnkaði muninn í 2-1 í einvígi sínu gegn Val í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna. 9. apríl 2025 21:27 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sjá meira
Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Þórskonur frá Akureyri tryggðu sér annan leik og komu í veg fyrir að vera sópað út úr úrslitakeppninni með tólf stiga sigri á Val á Akureyri í kvöld, 72-60. 9. apríl 2025 20:15
„Ekki séns að fara í sumarfrí“ Emma Karólína Snæbjarnardóttir, leikmaður Þórs Akureyri, átti góðan leik þegar lið hennar minnkaði muninn í 2-1 í einvígi sínu gegn Val í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna. 9. apríl 2025 21:27