Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. apríl 2025 12:03 Óhætt er að fullyrða að þeir Sigmar Guðmundsson og Vilhjálmur Árnason séu ósammála um hvað eigi sér nú stað á Alþingi. Mikið gekk á á Alþingi í gær þegar einungis tvö mál komust á dagskrá, annars vegar niðurfelling fasteignaskatta í Grindavíkurbæ og svo umræða um menntamál. Þingfundur hófst klukkan hálf tvö og lauk ekki fyrr en á miðnætti. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sakað stjórnarandstöðuna um málþóf vegna þessa. Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar segir augljóst að um málþóf sé að ræða. „Þau voru náttúrulega að tala í sex klukkutíma í gær um málefni sem tengist aðgerðum gagnvart Grindvíkingum sem er algjörlega fáheyrt, það hefur alltaf verið samstaða um það í þinginu síðan atburðirnir byrjuðu á Reykjanesskaga að þessi mál væru í forgangi.“ Sigmar segir alla sammála um málið en þrátt fyrir það hafi stjórnarandstaðan rætt það í sex klukkustundir í gær. „Og það var ekki fyrr en forseti þingsins sendi bréf til þess að spyrjast fyrir um það hvort það væri ekki hægt að klára málið fyrir páska að það fór eitthvað að þynnast í mælendaskránni en svo bara lengdist hún í næsta máli á eftir.“ Mikilvægt að talað sé um málin Vilhjálmur Árnason varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafnar ásökunum stjórnarflokkanna og segir stjórnarandstöðuna frekar hafa greitt fyrir málum ef eitthvað er. „Það er ekki um neitt málþóf að ræða þar sem það er nú bara hluti af þingmönnunum sem hefur tekið þátt í umræðunni.“ Hann segir mikilvægt að ríkisstjórnarflokkarnir átti sig á um hvað sé verið að ræða. Það séu orkumál, menntamál og mál Grindavíkur. Vilhjálmur segir stjórnarflokkana ekki hafa veitt stjórnarandstöðunni mikil tækifæri til að ræða það mál. „Og hafa ekki komið með neitt plan í því. Þetta eru nú bara tvö stærstu málin í síðustu kosningum, orkumál og menntamál. Það er skrítið ef stjórnarflokkarnir eru hræddir við umræðu í því þegar þingið er að fara að fjalla um þessi mikilvægu mál.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sakað stjórnarandstöðuna um málþóf vegna þessa. Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar segir augljóst að um málþóf sé að ræða. „Þau voru náttúrulega að tala í sex klukkutíma í gær um málefni sem tengist aðgerðum gagnvart Grindvíkingum sem er algjörlega fáheyrt, það hefur alltaf verið samstaða um það í þinginu síðan atburðirnir byrjuðu á Reykjanesskaga að þessi mál væru í forgangi.“ Sigmar segir alla sammála um málið en þrátt fyrir það hafi stjórnarandstaðan rætt það í sex klukkustundir í gær. „Og það var ekki fyrr en forseti þingsins sendi bréf til þess að spyrjast fyrir um það hvort það væri ekki hægt að klára málið fyrir páska að það fór eitthvað að þynnast í mælendaskránni en svo bara lengdist hún í næsta máli á eftir.“ Mikilvægt að talað sé um málin Vilhjálmur Árnason varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafnar ásökunum stjórnarflokkanna og segir stjórnarandstöðuna frekar hafa greitt fyrir málum ef eitthvað er. „Það er ekki um neitt málþóf að ræða þar sem það er nú bara hluti af þingmönnunum sem hefur tekið þátt í umræðunni.“ Hann segir mikilvægt að ríkisstjórnarflokkarnir átti sig á um hvað sé verið að ræða. Það séu orkumál, menntamál og mál Grindavíkur. Vilhjálmur segir stjórnarflokkana ekki hafa veitt stjórnarandstöðunni mikil tækifæri til að ræða það mál. „Og hafa ekki komið með neitt plan í því. Þetta eru nú bara tvö stærstu málin í síðustu kosningum, orkumál og menntamál. Það er skrítið ef stjórnarflokkarnir eru hræddir við umræðu í því þegar þingið er að fara að fjalla um þessi mikilvægu mál.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira