Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2025 10:13 Helgi Skúli Friðriksson, Hrefna Marín Gunnarsdóttir, Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson og Stefán Már Kjartansson. Helgi Skúli Friðriksson, Hrefna Marín Gunnarsdóttir, Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson og Stefán Már Kjartansson hafa öll verið ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi netöryggisfyrirtækisins Varist. Í tilkynningu segir að þau muni ásamt Sigurði Skúlasyni, sem hafi verið hjá fyrirtækinu í rúmt ár, við þróun gervigreindarlausna til að styrkja vöruframboð fyrirtækisins. „Varist sérhæfir sig í hraðvirkri og skalanlegri greiningu og vörn gegn spilliforritum og þjónustar fyrirtækið meðal annar stærstu tæknifyrirtæki heims. Lausnir Varist, sem eiga sér djúpar rætur hér á landi, skanna allt að 400 milljarða skráa daglega og tryggja þannig netöryggi fyrir milljarða notenda um allan heim. Helgi Skúli er með doktorspróf í vélaverkfræði frá Háskólanum í Lundi og hefur mikla reynslu af uppbyggingu gagnainnviða og gagnavísindum. Hann kemur frá Controlant þar sem hann stýrði gagnahögun og hefur einnig starfað sem gagnastjóri hjá Nova. Helgi mun leiða nýja gagna- og gervigreindarteymið hjá Varist. Hrefna Marín er með doktorspróf í rafmagnsverkfræði frá Stanford-háskóla og hefur áralanga reynslu af vöruþróun, rannsóknum og gagnavísindum hjá Marel og Controlant, ásamt að hafa verið lektor við Háskóla Íslands. Hún kemur til Varist sem sérfræðingur í gagnavísindum. Stefán Már Kjartansson er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur unnið við bakendaforritun, vélnáms- og gagnalausnir hjá Controlant og NEC. Hjá Varist mun hann bera ábyrgð á hönnun og þróun gagnalausna. Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur reynslu í gagnavinnslu og netöryggi frá Cyren, Parka og Travelshift. Hann tekur við sem sérfræðingur í gagnavinnslu hjá Varist,“ segir í tilkynningunni. Fjölgar dag frá degi Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að netöryggisárásum fjölgi dag frá degi og með nýjustu framförum í gervigreindartækni verði árásirnar enn fleiri og alvarlegri. „Varist býr yfir einum stærsta gagnagrunni af vírusum í heimi og greinir allt að 4 milljónir óþekkta vírusa á dag. Með nýstofnuðu gagna- og gervigreindarteymi Varist snúum við vörn í sókn og beitum gervigreind til þess að styrkja varnir viðskiptavina okkar. Það er því sérstaklega ánægjulegt að fá svo öfluga einstaklinga til liðs við okkur,” segir Hallgrímur. Netöryggi Vistaskipti Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Í tilkynningu segir að þau muni ásamt Sigurði Skúlasyni, sem hafi verið hjá fyrirtækinu í rúmt ár, við þróun gervigreindarlausna til að styrkja vöruframboð fyrirtækisins. „Varist sérhæfir sig í hraðvirkri og skalanlegri greiningu og vörn gegn spilliforritum og þjónustar fyrirtækið meðal annar stærstu tæknifyrirtæki heims. Lausnir Varist, sem eiga sér djúpar rætur hér á landi, skanna allt að 400 milljarða skráa daglega og tryggja þannig netöryggi fyrir milljarða notenda um allan heim. Helgi Skúli er með doktorspróf í vélaverkfræði frá Háskólanum í Lundi og hefur mikla reynslu af uppbyggingu gagnainnviða og gagnavísindum. Hann kemur frá Controlant þar sem hann stýrði gagnahögun og hefur einnig starfað sem gagnastjóri hjá Nova. Helgi mun leiða nýja gagna- og gervigreindarteymið hjá Varist. Hrefna Marín er með doktorspróf í rafmagnsverkfræði frá Stanford-háskóla og hefur áralanga reynslu af vöruþróun, rannsóknum og gagnavísindum hjá Marel og Controlant, ásamt að hafa verið lektor við Háskóla Íslands. Hún kemur til Varist sem sérfræðingur í gagnavísindum. Stefán Már Kjartansson er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur unnið við bakendaforritun, vélnáms- og gagnalausnir hjá Controlant og NEC. Hjá Varist mun hann bera ábyrgð á hönnun og þróun gagnalausna. Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur reynslu í gagnavinnslu og netöryggi frá Cyren, Parka og Travelshift. Hann tekur við sem sérfræðingur í gagnavinnslu hjá Varist,“ segir í tilkynningunni. Fjölgar dag frá degi Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að netöryggisárásum fjölgi dag frá degi og með nýjustu framförum í gervigreindartækni verði árásirnar enn fleiri og alvarlegri. „Varist býr yfir einum stærsta gagnagrunni af vírusum í heimi og greinir allt að 4 milljónir óþekkta vírusa á dag. Með nýstofnuðu gagna- og gervigreindarteymi Varist snúum við vörn í sókn og beitum gervigreind til þess að styrkja varnir viðskiptavina okkar. Það er því sérstaklega ánægjulegt að fá svo öfluga einstaklinga til liðs við okkur,” segir Hallgrímur.
Netöryggi Vistaskipti Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira