Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 10:34 Þrjár kynslóðir konungsfjölskyldunnar með forsetahjónunum í norsku konungshöllinni í morgun. Frá vinstri Ingiríður prinsessa, Hákon krónprins, Mette-Marit krónprinsessa, Björn Skúlason, Halla Tómasóttir, forseti Íslands, Haraldur konungur, Sonja drottning og Ástríður prinsessa. Aldís Pálsdóttir/Det Norske Kongehus Það voru tímamót í morgun þegar þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar, við konungshöllina í miðborg Oslóar. Þar sinnti Ingiríður prinsessa sínu fyrsta opinbera embættisverki í ríkisheimsókn. Fjallað er um þessi tímamót í norska ríkisútvarpinu, NRK. Þar segir að Ingiríður hafi staðið nokkrum skrefum fyrir aftan ömmu sína og afa, konunginn og drottninguna, og tekið á móti forsetahjónunum sem var fylgt að höllinni af Hákoni krónprinsi, föður hennar. Heimsóknin er 55. ríkisheimsóknin til Noregs í valdatíð Haralds en aldrei hafa þrjár kynslóðir verið í móttökunni áður. Í frétt NRK segir að prinsessan muni auk þess taka þátt í viðburðum síðar í dag þegar Haraldur V. konungur og Sonja drottning bjóða til hádegisverðar og á hátíðarkvöldverði sem haldinn verður í konungshöllinni í kvöld. Ríkisheimsóknin er fyrsta opinbera verk Haralds í kjölfar þriggja vikna frís sem hann fór í en auk þess hefur krónprinsessan Metta-Marit verið í veikindaleyfi í um tvær vikur. Í frétt NRK kemur einnig fram að Ingiríður hafi komið til Íslands í fyrsta sinn fyrir 21 ári aðeins fimm mánaða gömul. Þá í þriggja daga opinberri heimsókn með foreldrum sínum. Prinsessan er nýútskrifuð úr hernum og fékk í síðustu viku medalíu fyrir að ljúka grunnþjálfun. Hér er Ingiríður prinsessa við útskrift úr hernum, önnur frá hægri. Vísir/EPA Í tilkynningu á vef Forseta Íslands um heimsóknina kemur fram að samhliða heimsókninni hafi viðskiptasendinefnd farið til Noregs með fulltrúum um 40 íslenskra fyrirtækja sem sækja þar hluta dagskrárinnar með konungi og forseta ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Nánar er fjallað um dagskrána á vef forsetans. Á morgun heimsækir forsetinn höfuðstöðvar Innovation Norway, systursamtaka Íslandsstofu, og hittir svo borgarstjóra Oslóar og síðar um kvöldið forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre. Síðdegis á miðvikudag fer fram menningarviðburður í Óslóarháskóla þar sem sjónum verður beint að bókmenntaarfi þjóðanna. Skáldin og rithöfundarnir Gerður Kristný, Knut Ødegård og Mette Karlsvik taka þar þátt í umræðum sem Halldór Guðmundsson rithöfundur stýrir. Um kvöldið býður forseti Íslands til móttöku til heiðurs Haraldi konungi og Sonju drottningu. Þar reiðir íslenska kokkalandsliðið fram veitingar, Ari Eldjárn fer með gamanmál og Benjamín Gísli Einarsson tónskáld leikur á píanó. Á fimmtudag fylgir Hákon krónprins forsetahjónum og opinberri sendinefnd til Þrándheims, ásamt Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs. Noregur Forseti Íslands Kóngafólk Halla Tómasdóttir Haraldur V Noregskonungur Íslendingar erlendis Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Fjallað er um þessi tímamót í norska ríkisútvarpinu, NRK. Þar segir að Ingiríður hafi staðið nokkrum skrefum fyrir aftan ömmu sína og afa, konunginn og drottninguna, og tekið á móti forsetahjónunum sem var fylgt að höllinni af Hákoni krónprinsi, föður hennar. Heimsóknin er 55. ríkisheimsóknin til Noregs í valdatíð Haralds en aldrei hafa þrjár kynslóðir verið í móttökunni áður. Í frétt NRK segir að prinsessan muni auk þess taka þátt í viðburðum síðar í dag þegar Haraldur V. konungur og Sonja drottning bjóða til hádegisverðar og á hátíðarkvöldverði sem haldinn verður í konungshöllinni í kvöld. Ríkisheimsóknin er fyrsta opinbera verk Haralds í kjölfar þriggja vikna frís sem hann fór í en auk þess hefur krónprinsessan Metta-Marit verið í veikindaleyfi í um tvær vikur. Í frétt NRK kemur einnig fram að Ingiríður hafi komið til Íslands í fyrsta sinn fyrir 21 ári aðeins fimm mánaða gömul. Þá í þriggja daga opinberri heimsókn með foreldrum sínum. Prinsessan er nýútskrifuð úr hernum og fékk í síðustu viku medalíu fyrir að ljúka grunnþjálfun. Hér er Ingiríður prinsessa við útskrift úr hernum, önnur frá hægri. Vísir/EPA Í tilkynningu á vef Forseta Íslands um heimsóknina kemur fram að samhliða heimsókninni hafi viðskiptasendinefnd farið til Noregs með fulltrúum um 40 íslenskra fyrirtækja sem sækja þar hluta dagskrárinnar með konungi og forseta ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Nánar er fjallað um dagskrána á vef forsetans. Á morgun heimsækir forsetinn höfuðstöðvar Innovation Norway, systursamtaka Íslandsstofu, og hittir svo borgarstjóra Oslóar og síðar um kvöldið forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre. Síðdegis á miðvikudag fer fram menningarviðburður í Óslóarháskóla þar sem sjónum verður beint að bókmenntaarfi þjóðanna. Skáldin og rithöfundarnir Gerður Kristný, Knut Ødegård og Mette Karlsvik taka þar þátt í umræðum sem Halldór Guðmundsson rithöfundur stýrir. Um kvöldið býður forseti Íslands til móttöku til heiðurs Haraldi konungi og Sonju drottningu. Þar reiðir íslenska kokkalandsliðið fram veitingar, Ari Eldjárn fer með gamanmál og Benjamín Gísli Einarsson tónskáld leikur á píanó. Á fimmtudag fylgir Hákon krónprins forsetahjónum og opinberri sendinefnd til Þrándheims, ásamt Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs.
Noregur Forseti Íslands Kóngafólk Halla Tómasdóttir Haraldur V Noregskonungur Íslendingar erlendis Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira