Tveir létust í hjólreiðakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 11:02 Belgíska hjólreiðakeppnin Tour des Flandres er stór og vinsæl hjólreiðakeppni en daginn fyrir hana fer fram keppni áhugafólks sem fær að hjóla sömu leið og atvinnumennirnir. Getty/Dario Belingheri Tveir hjólreiðamenn létust í áhugamannahjólreiðakeppni í Belgíu í gær. Keppnin kallast We Ride Flanders og er tengd atvinnumannahjólreiðakeppninni Tour of Flanders. Flanders hjólreiðakeppnin er ein af stóru eins dags hjólreiðakeppnum heims, svokölluðum five monuments. Forráðamenn keppninnar sögðu frá því að tveir keppendur hefðu látist en fimmtán þúsund manns tóku þátt í áhugamannakeppninni í ár. Annar hjólreiðamaðurinn var Hollendingur sem datt illa í götuna þar sem hjólreiðafólkið fór upp erfiða brekku. Hinn hjólreiðamaðurinn var Frakki sem hneig niður í annarri þekktri brekku sem er einnig gerð úr hlöðnum götusteinum. Báðir aðilar fengu strax aðstoð og Frakkinn var fluttur í burtu í þyrlu. Því miður tókst ekki að bjarga lífi þeirra. Hjólreiðakeppnin hefur verið haldin frá árinu 1992 en aðeins einu sinni áður hafði keppandi látist í keppninni. Keppnin var ekki stöðvuð eftir atvikin heldur var leiðinni breytt og hjólreiðafólkinu því beint í aðra átt. Keppendur gátu farið sömu leið og er hjóluð í atvinnumannahjólreiðakeppninni. Þeir gátu valið að hjóla alls 229 kílómetra leið en það var líka möguleiki að hjóla bara 80 kílómetra. Tíu af fimmtán þúsundum þátttakendum voru erlendir ríkisborgarar. Það urðu fleiri atvik en sem betur fer ekki fleiri dauðaslys. Kona hneig einnig niður í keppninni og var flutt á sjúkrahús en með meðvitund. Keppandi féll og braut viðbeinið sitt og annar ökklabrotnaði. Það gekk því mikið á í keppninni. Un cauchemar. Deux cyclistes amateurs ont perdu la vie samedi suite à des malaises alors qu'ils participaient au Tour des Flandres cyclo-touristes à la veille de l'épreuve réservée aux professionnels, ont annoncé les organisateurs «We Ride Flanders». →https://t.co/hPRqNdbet7…— Le Figaro (@Le_Figaro) April 6, 2025 Hjólreiðar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Keppnin kallast We Ride Flanders og er tengd atvinnumannahjólreiðakeppninni Tour of Flanders. Flanders hjólreiðakeppnin er ein af stóru eins dags hjólreiðakeppnum heims, svokölluðum five monuments. Forráðamenn keppninnar sögðu frá því að tveir keppendur hefðu látist en fimmtán þúsund manns tóku þátt í áhugamannakeppninni í ár. Annar hjólreiðamaðurinn var Hollendingur sem datt illa í götuna þar sem hjólreiðafólkið fór upp erfiða brekku. Hinn hjólreiðamaðurinn var Frakki sem hneig niður í annarri þekktri brekku sem er einnig gerð úr hlöðnum götusteinum. Báðir aðilar fengu strax aðstoð og Frakkinn var fluttur í burtu í þyrlu. Því miður tókst ekki að bjarga lífi þeirra. Hjólreiðakeppnin hefur verið haldin frá árinu 1992 en aðeins einu sinni áður hafði keppandi látist í keppninni. Keppnin var ekki stöðvuð eftir atvikin heldur var leiðinni breytt og hjólreiðafólkinu því beint í aðra átt. Keppendur gátu farið sömu leið og er hjóluð í atvinnumannahjólreiðakeppninni. Þeir gátu valið að hjóla alls 229 kílómetra leið en það var líka möguleiki að hjóla bara 80 kílómetra. Tíu af fimmtán þúsundum þátttakendum voru erlendir ríkisborgarar. Það urðu fleiri atvik en sem betur fer ekki fleiri dauðaslys. Kona hneig einnig niður í keppninni og var flutt á sjúkrahús en með meðvitund. Keppandi féll og braut viðbeinið sitt og annar ökklabrotnaði. Það gekk því mikið á í keppninni. Un cauchemar. Deux cyclistes amateurs ont perdu la vie samedi suite à des malaises alors qu'ils participaient au Tour des Flandres cyclo-touristes à la veille de l'épreuve réservée aux professionnels, ont annoncé les organisateurs «We Ride Flanders». →https://t.co/hPRqNdbet7…— Le Figaro (@Le_Figaro) April 6, 2025
Hjólreiðar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira