Göngum í takt 6. apríl 2025 07:32 Sumt er nú þannig að manni verður fyrirmunað að skilja. Það er nú þannig að nú sverfur að þeim sveitarfélögum sem hafa sjávarútveg sem grunnstoð í sínu samfélagi og Trump er að trompa með ófyrirséðum afleiðingum að auki. Eðlilega þá er snúið til varnar, sveitarfélög, sjávarútvegsfyrirtæki, þingmenn og allir sem vettlingi geta valdið og ég skil það á margan hátt. En það fer nú öðrum sögum af stuðningi við málstað orkusveitarfélaganna að mínu mati. Menn hafa meira að segja vaðið fram á sviðið og sagt okkur, já okkur, vera að tefja og þvælast fyrir og það þingmenn og ráðherrar sem ættu að vera að styðja málflutninginn. Það eru ekki margir sem hafa farið í pontu á alþingi og kallað eftir skjótum viðbrögðum og hraðari málsmeðferð til handa orkusveitarfélögunum, þrátt fyrir ávinninginn sem af því hlýst. Það skilja það allir sem vilja að við þurfum að vinna meira rafmagn, það skilar sér svo sannarlega. Við erum í lykilstöðu og ekkert land í heiminum er með jafn mikið af grænni orku og við Íslendingar. Við þurfum að halda áfram með orkuskiptin en við verðum líka að vera raunsæ og spenna ekki bogann þannig að við séum ótrúverðug. Aukum orkuframleiðslu, byggjum upp innviði og framkvæmum í réttri röð. Aukinni orkuframleiðslu fylgir líka gríðarlega mikill efnahagslegur ávinningur, sem reyndar í núverandi stöðu er allur þar sem orkan er notuð. Við þurfum líka að gæta að orkuörygginu og eiga nóg til. Við verðum að hlusta á fólkið í landinu okkar og setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Það þarf að virkja meira á norðurlandi vestra. Með því getum við tryggt orkuöryggi og afhendingargetu til allra heimila og smærri fyrirtækja á suðvesturhorninu, auk norðurlands og vestfjarða ef það gerist að nátturan fer að yggla sig óæskilegum stöðum á suðurlandinu. Hvað þarf til að þetta geti gerst? Svarið er ótrúlega einfalt. Við þurfum að tryggja sanngirni og tryggja að nærsamfélögin sem skaffa landsvæðið undir mannvirkin fá sanngjarnt afgjald eins og í öðrum löndum. Það er ekki í lagi að ávinningurinn og margfeldisáhrifin séu bara þar sem raforkan er notuð. Er það nóg? Nei, ekki að mínu mati, það þarf nefnilega að tryggja að byggðalínur séu byggðalínur sem tengja byggðina á landsbyggðinni saman en ekki borgarlínur sem flytja orkuna í burtu. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef það á að klippa stór landsvæði út úr byggðalínu hringnum og búa til fleiri Vestfirði í raforkulegu samhengi. Við viljum jöfn tækifæri og við þurfum að hafa alvöru byggðastefnu. Íbúar í Húnabyggð hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum í gegnum tíðina og erum stolt af því orkumannvirki sem hjá okkur er og því starfsfólki sem þar stýrir en aðstæður eru þó aðeins öðruvísi hjá okkur. Við erum líkast til með einu stóru vatnsaflsvirkjunina á íslandi sem er ekki með bundið slitlag heim að stjórnstöð og það er meira að segja norðurendi Kjalvegar í byggð, hverju skyldi það sæta? Og til að kóróna þetta gott fólk þá virðist það vera ofar í forgangi að leggja bundið slitlag upp að Kerlingafjöllum að sunnanverðu heldur en girða sig í brók hérna norðanmegin og klára heim að virkjun. Húnabyggð setti skipulagsstopp á Blöndulund, af hverju? Jú það er einfalt, það er ekki vegna þess að við séum honum mótfallin, það er vegna þess að það hlustaði enginn. Er rétt gefið? Nei, það er áratuga gömul undanþága frá fasteignamatsskyldu orkumannvirkja sem skekkir myndina. Er það eðlilegt að fjærendi orkuframleiðslu fái allan ávinninginn og íbúar nærsamfélags orkuframleiðslu lítinn sem engan í stóru myndinni? Og íbúarnir við hlið orkumannvirkjanna borgi þar að auki meira fyrir rafmagnið af því að þeir eru í dreifbýli! Þetta dæmi gengur ekki upp árið 2025. Nú lögum við þessar skekkjur, jöfnum leikinn og tækifærin. Göngum í takt og gerum þetta saman sem þjóð, þá er ávinningurinn allra. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnabyggð Orkumál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sumt er nú þannig að manni verður fyrirmunað að skilja. Það er nú þannig að nú sverfur að þeim sveitarfélögum sem hafa sjávarútveg sem grunnstoð í sínu samfélagi og Trump er að trompa með ófyrirséðum afleiðingum að auki. Eðlilega þá er snúið til varnar, sveitarfélög, sjávarútvegsfyrirtæki, þingmenn og allir sem vettlingi geta valdið og ég skil það á margan hátt. En það fer nú öðrum sögum af stuðningi við málstað orkusveitarfélaganna að mínu mati. Menn hafa meira að segja vaðið fram á sviðið og sagt okkur, já okkur, vera að tefja og þvælast fyrir og það þingmenn og ráðherrar sem ættu að vera að styðja málflutninginn. Það eru ekki margir sem hafa farið í pontu á alþingi og kallað eftir skjótum viðbrögðum og hraðari málsmeðferð til handa orkusveitarfélögunum, þrátt fyrir ávinninginn sem af því hlýst. Það skilja það allir sem vilja að við þurfum að vinna meira rafmagn, það skilar sér svo sannarlega. Við erum í lykilstöðu og ekkert land í heiminum er með jafn mikið af grænni orku og við Íslendingar. Við þurfum að halda áfram með orkuskiptin en við verðum líka að vera raunsæ og spenna ekki bogann þannig að við séum ótrúverðug. Aukum orkuframleiðslu, byggjum upp innviði og framkvæmum í réttri röð. Aukinni orkuframleiðslu fylgir líka gríðarlega mikill efnahagslegur ávinningur, sem reyndar í núverandi stöðu er allur þar sem orkan er notuð. Við þurfum líka að gæta að orkuörygginu og eiga nóg til. Við verðum að hlusta á fólkið í landinu okkar og setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Það þarf að virkja meira á norðurlandi vestra. Með því getum við tryggt orkuöryggi og afhendingargetu til allra heimila og smærri fyrirtækja á suðvesturhorninu, auk norðurlands og vestfjarða ef það gerist að nátturan fer að yggla sig óæskilegum stöðum á suðurlandinu. Hvað þarf til að þetta geti gerst? Svarið er ótrúlega einfalt. Við þurfum að tryggja sanngirni og tryggja að nærsamfélögin sem skaffa landsvæðið undir mannvirkin fá sanngjarnt afgjald eins og í öðrum löndum. Það er ekki í lagi að ávinningurinn og margfeldisáhrifin séu bara þar sem raforkan er notuð. Er það nóg? Nei, ekki að mínu mati, það þarf nefnilega að tryggja að byggðalínur séu byggðalínur sem tengja byggðina á landsbyggðinni saman en ekki borgarlínur sem flytja orkuna í burtu. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef það á að klippa stór landsvæði út úr byggðalínu hringnum og búa til fleiri Vestfirði í raforkulegu samhengi. Við viljum jöfn tækifæri og við þurfum að hafa alvöru byggðastefnu. Íbúar í Húnabyggð hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum í gegnum tíðina og erum stolt af því orkumannvirki sem hjá okkur er og því starfsfólki sem þar stýrir en aðstæður eru þó aðeins öðruvísi hjá okkur. Við erum líkast til með einu stóru vatnsaflsvirkjunina á íslandi sem er ekki með bundið slitlag heim að stjórnstöð og það er meira að segja norðurendi Kjalvegar í byggð, hverju skyldi það sæta? Og til að kóróna þetta gott fólk þá virðist það vera ofar í forgangi að leggja bundið slitlag upp að Kerlingafjöllum að sunnanverðu heldur en girða sig í brók hérna norðanmegin og klára heim að virkjun. Húnabyggð setti skipulagsstopp á Blöndulund, af hverju? Jú það er einfalt, það er ekki vegna þess að við séum honum mótfallin, það er vegna þess að það hlustaði enginn. Er rétt gefið? Nei, það er áratuga gömul undanþága frá fasteignamatsskyldu orkumannvirkja sem skekkir myndina. Er það eðlilegt að fjærendi orkuframleiðslu fái allan ávinninginn og íbúar nærsamfélags orkuframleiðslu lítinn sem engan í stóru myndinni? Og íbúarnir við hlið orkumannvirkjanna borgi þar að auki meira fyrir rafmagnið af því að þeir eru í dreifbýli! Þetta dæmi gengur ekki upp árið 2025. Nú lögum við þessar skekkjur, jöfnum leikinn og tækifærin. Göngum í takt og gerum þetta saman sem þjóð, þá er ávinningurinn allra. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar