Göngum í takt 6. apríl 2025 07:32 Sumt er nú þannig að manni verður fyrirmunað að skilja. Það er nú þannig að nú sverfur að þeim sveitarfélögum sem hafa sjávarútveg sem grunnstoð í sínu samfélagi og Trump er að trompa með ófyrirséðum afleiðingum að auki. Eðlilega þá er snúið til varnar, sveitarfélög, sjávarútvegsfyrirtæki, þingmenn og allir sem vettlingi geta valdið og ég skil það á margan hátt. En það fer nú öðrum sögum af stuðningi við málstað orkusveitarfélaganna að mínu mati. Menn hafa meira að segja vaðið fram á sviðið og sagt okkur, já okkur, vera að tefja og þvælast fyrir og það þingmenn og ráðherrar sem ættu að vera að styðja málflutninginn. Það eru ekki margir sem hafa farið í pontu á alþingi og kallað eftir skjótum viðbrögðum og hraðari málsmeðferð til handa orkusveitarfélögunum, þrátt fyrir ávinninginn sem af því hlýst. Það skilja það allir sem vilja að við þurfum að vinna meira rafmagn, það skilar sér svo sannarlega. Við erum í lykilstöðu og ekkert land í heiminum er með jafn mikið af grænni orku og við Íslendingar. Við þurfum að halda áfram með orkuskiptin en við verðum líka að vera raunsæ og spenna ekki bogann þannig að við séum ótrúverðug. Aukum orkuframleiðslu, byggjum upp innviði og framkvæmum í réttri röð. Aukinni orkuframleiðslu fylgir líka gríðarlega mikill efnahagslegur ávinningur, sem reyndar í núverandi stöðu er allur þar sem orkan er notuð. Við þurfum líka að gæta að orkuörygginu og eiga nóg til. Við verðum að hlusta á fólkið í landinu okkar og setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Það þarf að virkja meira á norðurlandi vestra. Með því getum við tryggt orkuöryggi og afhendingargetu til allra heimila og smærri fyrirtækja á suðvesturhorninu, auk norðurlands og vestfjarða ef það gerist að nátturan fer að yggla sig óæskilegum stöðum á suðurlandinu. Hvað þarf til að þetta geti gerst? Svarið er ótrúlega einfalt. Við þurfum að tryggja sanngirni og tryggja að nærsamfélögin sem skaffa landsvæðið undir mannvirkin fá sanngjarnt afgjald eins og í öðrum löndum. Það er ekki í lagi að ávinningurinn og margfeldisáhrifin séu bara þar sem raforkan er notuð. Er það nóg? Nei, ekki að mínu mati, það þarf nefnilega að tryggja að byggðalínur séu byggðalínur sem tengja byggðina á landsbyggðinni saman en ekki borgarlínur sem flytja orkuna í burtu. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef það á að klippa stór landsvæði út úr byggðalínu hringnum og búa til fleiri Vestfirði í raforkulegu samhengi. Við viljum jöfn tækifæri og við þurfum að hafa alvöru byggðastefnu. Íbúar í Húnabyggð hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum í gegnum tíðina og erum stolt af því orkumannvirki sem hjá okkur er og því starfsfólki sem þar stýrir en aðstæður eru þó aðeins öðruvísi hjá okkur. Við erum líkast til með einu stóru vatnsaflsvirkjunina á íslandi sem er ekki með bundið slitlag heim að stjórnstöð og það er meira að segja norðurendi Kjalvegar í byggð, hverju skyldi það sæta? Og til að kóróna þetta gott fólk þá virðist það vera ofar í forgangi að leggja bundið slitlag upp að Kerlingafjöllum að sunnanverðu heldur en girða sig í brók hérna norðanmegin og klára heim að virkjun. Húnabyggð setti skipulagsstopp á Blöndulund, af hverju? Jú það er einfalt, það er ekki vegna þess að við séum honum mótfallin, það er vegna þess að það hlustaði enginn. Er rétt gefið? Nei, það er áratuga gömul undanþága frá fasteignamatsskyldu orkumannvirkja sem skekkir myndina. Er það eðlilegt að fjærendi orkuframleiðslu fái allan ávinninginn og íbúar nærsamfélags orkuframleiðslu lítinn sem engan í stóru myndinni? Og íbúarnir við hlið orkumannvirkjanna borgi þar að auki meira fyrir rafmagnið af því að þeir eru í dreifbýli! Þetta dæmi gengur ekki upp árið 2025. Nú lögum við þessar skekkjur, jöfnum leikinn og tækifærin. Göngum í takt og gerum þetta saman sem þjóð, þá er ávinningurinn allra. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnabyggð Orkumál Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sumt er nú þannig að manni verður fyrirmunað að skilja. Það er nú þannig að nú sverfur að þeim sveitarfélögum sem hafa sjávarútveg sem grunnstoð í sínu samfélagi og Trump er að trompa með ófyrirséðum afleiðingum að auki. Eðlilega þá er snúið til varnar, sveitarfélög, sjávarútvegsfyrirtæki, þingmenn og allir sem vettlingi geta valdið og ég skil það á margan hátt. En það fer nú öðrum sögum af stuðningi við málstað orkusveitarfélaganna að mínu mati. Menn hafa meira að segja vaðið fram á sviðið og sagt okkur, já okkur, vera að tefja og þvælast fyrir og það þingmenn og ráðherrar sem ættu að vera að styðja málflutninginn. Það eru ekki margir sem hafa farið í pontu á alþingi og kallað eftir skjótum viðbrögðum og hraðari málsmeðferð til handa orkusveitarfélögunum, þrátt fyrir ávinninginn sem af því hlýst. Það skilja það allir sem vilja að við þurfum að vinna meira rafmagn, það skilar sér svo sannarlega. Við erum í lykilstöðu og ekkert land í heiminum er með jafn mikið af grænni orku og við Íslendingar. Við þurfum að halda áfram með orkuskiptin en við verðum líka að vera raunsæ og spenna ekki bogann þannig að við séum ótrúverðug. Aukum orkuframleiðslu, byggjum upp innviði og framkvæmum í réttri röð. Aukinni orkuframleiðslu fylgir líka gríðarlega mikill efnahagslegur ávinningur, sem reyndar í núverandi stöðu er allur þar sem orkan er notuð. Við þurfum líka að gæta að orkuörygginu og eiga nóg til. Við verðum að hlusta á fólkið í landinu okkar og setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Það þarf að virkja meira á norðurlandi vestra. Með því getum við tryggt orkuöryggi og afhendingargetu til allra heimila og smærri fyrirtækja á suðvesturhorninu, auk norðurlands og vestfjarða ef það gerist að nátturan fer að yggla sig óæskilegum stöðum á suðurlandinu. Hvað þarf til að þetta geti gerst? Svarið er ótrúlega einfalt. Við þurfum að tryggja sanngirni og tryggja að nærsamfélögin sem skaffa landsvæðið undir mannvirkin fá sanngjarnt afgjald eins og í öðrum löndum. Það er ekki í lagi að ávinningurinn og margfeldisáhrifin séu bara þar sem raforkan er notuð. Er það nóg? Nei, ekki að mínu mati, það þarf nefnilega að tryggja að byggðalínur séu byggðalínur sem tengja byggðina á landsbyggðinni saman en ekki borgarlínur sem flytja orkuna í burtu. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef það á að klippa stór landsvæði út úr byggðalínu hringnum og búa til fleiri Vestfirði í raforkulegu samhengi. Við viljum jöfn tækifæri og við þurfum að hafa alvöru byggðastefnu. Íbúar í Húnabyggð hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum í gegnum tíðina og erum stolt af því orkumannvirki sem hjá okkur er og því starfsfólki sem þar stýrir en aðstæður eru þó aðeins öðruvísi hjá okkur. Við erum líkast til með einu stóru vatnsaflsvirkjunina á íslandi sem er ekki með bundið slitlag heim að stjórnstöð og það er meira að segja norðurendi Kjalvegar í byggð, hverju skyldi það sæta? Og til að kóróna þetta gott fólk þá virðist það vera ofar í forgangi að leggja bundið slitlag upp að Kerlingafjöllum að sunnanverðu heldur en girða sig í brók hérna norðanmegin og klára heim að virkjun. Húnabyggð setti skipulagsstopp á Blöndulund, af hverju? Jú það er einfalt, það er ekki vegna þess að við séum honum mótfallin, það er vegna þess að það hlustaði enginn. Er rétt gefið? Nei, það er áratuga gömul undanþága frá fasteignamatsskyldu orkumannvirkja sem skekkir myndina. Er það eðlilegt að fjærendi orkuframleiðslu fái allan ávinninginn og íbúar nærsamfélags orkuframleiðslu lítinn sem engan í stóru myndinni? Og íbúarnir við hlið orkumannvirkjanna borgi þar að auki meira fyrir rafmagnið af því að þeir eru í dreifbýli! Þetta dæmi gengur ekki upp árið 2025. Nú lögum við þessar skekkjur, jöfnum leikinn og tækifærin. Göngum í takt og gerum þetta saman sem þjóð, þá er ávinningurinn allra. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun