Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 16:04 Jean-Philippe Mateta fagnar hér marki sínu í sigri Crystal Palace í dag. Getty/Sebastian Frej/ Brighton & Hove Albion og Bournemouth töpuðu bæði dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni í dag og fyrir vikið minnkuðu möguleikar beggja liða á að tryggja sér Meistaradeildarsæti í vor. Meistaradeildardraumurinn var kannski fjarlægður hjá þessum spútnikliðum en bæði lið hafa gert magnaða hluti á leiktíðinni og voru fyrir leikinn á fulli í baráttunni um þau fimm sæti sem gefa enskum liðum sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Brighton tapaði á útivelli á móti Crystal Palace en Bournemouth náði að bjarga stigi á útivelli á móti West Ham. Úlfarnir unnu á sama tíma endurkomusigur á Ipswich í sex stiga leik í fallbaráttunni. Tíu leikmenn Crystal Palace unnu 2-1 heimasigur á Brighton. Jean-Philippe Mateta kom Crystal Palace í 1-0 strax á þriðju mínútu en Danny Welbeck jafnaði á 31. mínútu. Daniel Munoz kom Palace aftur yfir á 55. mínútu. Markið lagði Eberechi Eze upp alveg eins og markið hjá Mateta. Crystal Palace var manni færra frá 78. mínútu þegar Edward Nketiah fékk sitt annað gula spjald. Brighton tókst ekki að fá eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að vera manni fleiri. West Ham og Bournemouth gerðu 2-2 jafntefli í London í mjög fjörugum leik. Dagurinn byrjaði vel fyrir Bournemouth þegar Evanilson skoraði á 38. mínútu en Niclas Füllkrug jafnaði metin á 61. mínútu og Jarrod Bowen kom West Ham síðan yfir aðeins sjö mínútum síðar.Evanilson jafnaði metin með sínu öðru marki á 79. mínútu og Bournemouth fékk færi til að tryggja sér sigur. Það tókst ekki og eitt stig á lið varð niðurstaðan.Brighton er í áttunda sæti með 47 stig, þremur stigum frá síðasta Meistaradeidlarsætinu. Bournemouth er tveimur stigum og einu sæti neðar. Crystal Palace komst upp í ellefta sæti með sigrinum en West Ham er í fimmtánda sætinu. Ipswich var lengi í góðum málum en tapaði 1-2 á heimavelli á móti Wolves. Liam Delap kom Ipswich i 1-0 á móti Wolves á 16. mínútu og þannig var staðan fram á 72. mínútu þegar Pablo Sarabia jafnaði. Norðmaðurinn Jørgen Strand Larsen skoraði sigurmarkið á 84. mínútu og fór langt með að fella Ipswich. Sigur Úlfanna, sem sitja í síðasta örugga sætinu, þýðir að þeir eru með tólf stiga forskot á Ipswich sem situr í fallsæti. Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Meistaradeildardraumurinn var kannski fjarlægður hjá þessum spútnikliðum en bæði lið hafa gert magnaða hluti á leiktíðinni og voru fyrir leikinn á fulli í baráttunni um þau fimm sæti sem gefa enskum liðum sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Brighton tapaði á útivelli á móti Crystal Palace en Bournemouth náði að bjarga stigi á útivelli á móti West Ham. Úlfarnir unnu á sama tíma endurkomusigur á Ipswich í sex stiga leik í fallbaráttunni. Tíu leikmenn Crystal Palace unnu 2-1 heimasigur á Brighton. Jean-Philippe Mateta kom Crystal Palace í 1-0 strax á þriðju mínútu en Danny Welbeck jafnaði á 31. mínútu. Daniel Munoz kom Palace aftur yfir á 55. mínútu. Markið lagði Eberechi Eze upp alveg eins og markið hjá Mateta. Crystal Palace var manni færra frá 78. mínútu þegar Edward Nketiah fékk sitt annað gula spjald. Brighton tókst ekki að fá eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að vera manni fleiri. West Ham og Bournemouth gerðu 2-2 jafntefli í London í mjög fjörugum leik. Dagurinn byrjaði vel fyrir Bournemouth þegar Evanilson skoraði á 38. mínútu en Niclas Füllkrug jafnaði metin á 61. mínútu og Jarrod Bowen kom West Ham síðan yfir aðeins sjö mínútum síðar.Evanilson jafnaði metin með sínu öðru marki á 79. mínútu og Bournemouth fékk færi til að tryggja sér sigur. Það tókst ekki og eitt stig á lið varð niðurstaðan.Brighton er í áttunda sæti með 47 stig, þremur stigum frá síðasta Meistaradeidlarsætinu. Bournemouth er tveimur stigum og einu sæti neðar. Crystal Palace komst upp í ellefta sæti með sigrinum en West Ham er í fimmtánda sætinu. Ipswich var lengi í góðum málum en tapaði 1-2 á heimavelli á móti Wolves. Liam Delap kom Ipswich i 1-0 á móti Wolves á 16. mínútu og þannig var staðan fram á 72. mínútu þegar Pablo Sarabia jafnaði. Norðmaðurinn Jørgen Strand Larsen skoraði sigurmarkið á 84. mínútu og fór langt með að fella Ipswich. Sigur Úlfanna, sem sitja í síðasta örugga sætinu, þýðir að þeir eru með tólf stiga forskot á Ipswich sem situr í fallsæti.
Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira