Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar 5. apríl 2025 15:00 Mikið hefur verið rætt og ritað um breytingar á veiðileyfagjöldum, og ég ætla svo sem ekki að bæta miklu við þá umræðu sem slíka. Hins vegar langar mig að fjalla um eina afleiðu þeirra sem snertir okkur öll: húsnæðismarkaðinn. Reyndar hefur mikið verið skrifað og talað um húsnæðismarkaðinn síðustu ár af fólki með sterka réttlætiskennd og af samtökum leigjenda, en því miður er fjallað allt of lítið um þetta hjá hinum hefðbundnu fréttamiðlum. En engu að síður versnar ástandið stöðugt. Það er eins og þeir sem ráða trúi þessu ekki — eða séu undir einhverjum óeðlilegum áhrifum sem gera ríku fólki kleift að græða á kostnað þeirra sem minna mega sín. Reyndar er líka hægt að benda á tvo stjórnmálaflokka, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, sem hafa setið lengi við völd og í reynd unnið að því (leynt og ljóst) að breyta húsnæði í markaðsvöru. Afleiðingin er sú að stór hluti þjóðarinnar er nú orðinn leiguliðar. Ef sama þróun heldur áfram er gert ráð fyrir að allt að 100.000 Íslendingar á aldrinum 25 til 49 ára verði leigjendur eftir fáein ár. Frá aldamótum hefur leigjendum fjölgað um 330%, en hlutfall þeirra sem komast í sitt eigið húsnæði hefur einungis aukist um 29%. Í dag er eitt af hverjum fjórum heimilum leiguhúsnæði — þrátt fyrir yfirlýsta séreignarstefnu stjórnvalda allan þann tíma. Staðreyndin er líka sú að stærstur hluti nýrra íbúða (um 80% það sem af er þessu ári) endar í eigu fjárfesta. Oftar en ekki eru þeir í innbyrðis slag um hverja íbúð sem byggð er, á meðan venjulegu fólki er ýtt til hliðar — það er jú að kaupa á allt öðrum forsendum en kvótagreifar og aðrir „landlordar“. Ég hvet ykkur til að lesa þessa grein á Vísi frá Sigurði Stefánsyni sem er með eindæmum talnaglöggur maður og byggir sínar greinar á opinberri tölfræði og fjallar um hvernig þetta bitnar á almenningi:https://www.visir.is/g/20252710159d/si-fellt-erfidara-fyrir-al-menning-ad-eignast-thak-yfir-hofudid Samkvæmt tölum frá HMS hefur tveggja herbergja íbúð, sem um aldamót kostaði um 6–7 milljónir, rokið upp í 60–80 milljónir. Lóðakostnaðurinn á bak við hverja íbúð er gjarnan sá sami og íbúðin kostaði fyrir 25 árum, enda er lóðabrask hluti af græðgisvélinni. Niðurstaðan er sú að húsnæðismarkaðurinn er orðinn leikvöllur fjárfesta og ekkert virðist benda til að staðan breytist neitt í bráð. Við fengum hægri flokk í stjórnarsamstarf með þeim sem hugsanlega hefðu getað beitt sér fyrir hagsmunum almennings — en hér sitjum við, hvort sem við erum leigjendur eða ekki. Ástandið er einnig sérlega slæmt þegar við berum okkur saman við önnur lönd. Íslensk stjórnvöld hafa nefnilega undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar, svo sem Samning Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi (ICESCR) og Mannréttindasáttmála Evrópu, en framselt ábyrgð á sveitarfélög án þess að lög kveði skýrt á um skyldu þeirra til að uppfylla þessar skuldbindingar og þá sérstaklega afleiðingar þess að standa ekki við þær skyldur, sem gera lögin í raun marklaus. Maður spyr sig: Hvaða öfl liggja að baki? Á alþjóðaþingi leigjenda vakti staðan hér á Íslandi athygli árið 2023, svo mikla að fyrirhugað var að halda sérstakan alþjóðlegan blaðamannafund til að vekja athygli á vandanum — sem síðan datt upp fyrir, meðal annars vegna fjárskorts. Ef við skoðum svo samanburð við nágrannalönd okkar þá má nefna að á meðan leiga stóð í kringum 44% af lágmarkslaunum í höfuðborgum Norðurlanda um aldamótin, Reykjavík þar með talin, hefur það hlutfall staðið í stað þar, en hækkað hér á landi og er komið í hátt í 70%. Því er ljóst að byrðin hvílir þyngra á herðum íslenskra leigjenda en annars staðar. Það sem erlendum leigjendasamtökum þótti þó hvað undarlegast var fyrirkomulag íslenskra húsaleigubóta: að dæla almannafé upp á rúma tíu milljarða (árið 2024) inn á óverðstýrðan markað. Slíkt þekkist varla annars staðar. Auk þess þótti þeim sérstaklega ósanngjarnt að leigjendur á Íslandi séu skattlagðir fyrir það eitt að leigja sér þak yfir höfuðið. Staðan í félagslegu húsnæði er líka til háborinnar skammar. Um aldamót var hlutfall þess um 11% af húsnæðismarkaðinum, en er nú komið niður í 3%, á meðan það er 18% í Svíþjóð, 20% í Danmörku og 30% í Hollandi. Afleiðingin er sú að yfir 30.000 manns sem ættu að hafa rétt á félagslegu húsnæði sitja uppi með að leigja af sægreifum og öðrum „landlordum“. Hér erum við að tala um fátækasta fólk landsins — og þar með börn, líklega um 12.000 talsins, sem hrökklast á milli íbúða, missa tengsl og geta ekki leyft sér það sama og jafnaldrar þeirra. Fyrir síðustu kosningar leituðu nokkrir Íslendingar, sem búa erlendis, til leigjendasamtakanna með spurningar um hvaða flokk skyldi kjósa til að eiga möguleika á að flytja aftur heim. Ástæðan: Húsnæðiskostnaður er hér svo hár að það borgar sig ekki að snúa aftur. Það kostar til dæmis álíka mikið að leigja tveggja herbergja íbúð hjá Félagsbústöðum í gamalli blokk í Breiðholti (sem miða leigu sína við hlutfall af markaðsverði) og fjögurra herbergja íbúð við göngugötuna í Frankfurt Höst. Fjöldi öryrkja og eldri borgara velur því að búa erlendis, þar sem þeir komast af á bótum sínum vegna mun lægri húsnæðiskostnaðar, í löndum þar sem stjórnvöld standa við alþjóðasamninga á meðan við svikjum þá blákalt. Niðurstaðan er því miður sú að leigjendur eru orðnir féþúfa annarra, svipað og fiskurinn hefur lengi verið féþúfa fárra auðkýfinga. Sama fólk og grætt hefur á kvótakerfinu hefur nú snúið sér að leigumarkaðnum, keypt upp heilu blokkirnar og fjármagnað uppbyggingu með von um öruggar leigutekjur. Þá er ótalin sú staðreynd að um tíu milljarðar króna af skattfé almennings í formi leigubóta renna árlega beint í vasa þessara fjárfesta, án verðstýringar. Leigjendur eru þannig orðnir fjárfestingarvara sem hægt er að taka lán út á, leggja á hin ýmsu skilyrði þvert á lög — eins og að láta leigjendur mála og viðhalda íbúðum sjálfir — og jafnvel takmarka rétt þeirra til að fá gesti á vissum tímum. En við verðum líka að huga að því hvernig samfélagið sjálft bregst við. Ef fjölmiðlar hér á landi létu hag almennings sitja í fyrirrúmi, væri þá ekki fjallað um þessa misskiptingu sem enginn bað um? Væri það til dæmis ekki stórfrétt í Evrópu ef leigu- eða húsnæðisverð hækkaði stöðugt umfram allar aðrar hagstærðir í heilan áratug og stór hluti þjóðarinnar (um 25%) væri orðinn að féþúfu annarra — okkur öllum til mikilla vandræða? Maður spyr sig því hvaða öfl liggja þarna að baki og af hverju er ekki fjallað um þetta? Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál og í stjórn leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Húsnæðismál Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um breytingar á veiðileyfagjöldum, og ég ætla svo sem ekki að bæta miklu við þá umræðu sem slíka. Hins vegar langar mig að fjalla um eina afleiðu þeirra sem snertir okkur öll: húsnæðismarkaðinn. Reyndar hefur mikið verið skrifað og talað um húsnæðismarkaðinn síðustu ár af fólki með sterka réttlætiskennd og af samtökum leigjenda, en því miður er fjallað allt of lítið um þetta hjá hinum hefðbundnu fréttamiðlum. En engu að síður versnar ástandið stöðugt. Það er eins og þeir sem ráða trúi þessu ekki — eða séu undir einhverjum óeðlilegum áhrifum sem gera ríku fólki kleift að græða á kostnað þeirra sem minna mega sín. Reyndar er líka hægt að benda á tvo stjórnmálaflokka, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, sem hafa setið lengi við völd og í reynd unnið að því (leynt og ljóst) að breyta húsnæði í markaðsvöru. Afleiðingin er sú að stór hluti þjóðarinnar er nú orðinn leiguliðar. Ef sama þróun heldur áfram er gert ráð fyrir að allt að 100.000 Íslendingar á aldrinum 25 til 49 ára verði leigjendur eftir fáein ár. Frá aldamótum hefur leigjendum fjölgað um 330%, en hlutfall þeirra sem komast í sitt eigið húsnæði hefur einungis aukist um 29%. Í dag er eitt af hverjum fjórum heimilum leiguhúsnæði — þrátt fyrir yfirlýsta séreignarstefnu stjórnvalda allan þann tíma. Staðreyndin er líka sú að stærstur hluti nýrra íbúða (um 80% það sem af er þessu ári) endar í eigu fjárfesta. Oftar en ekki eru þeir í innbyrðis slag um hverja íbúð sem byggð er, á meðan venjulegu fólki er ýtt til hliðar — það er jú að kaupa á allt öðrum forsendum en kvótagreifar og aðrir „landlordar“. Ég hvet ykkur til að lesa þessa grein á Vísi frá Sigurði Stefánsyni sem er með eindæmum talnaglöggur maður og byggir sínar greinar á opinberri tölfræði og fjallar um hvernig þetta bitnar á almenningi:https://www.visir.is/g/20252710159d/si-fellt-erfidara-fyrir-al-menning-ad-eignast-thak-yfir-hofudid Samkvæmt tölum frá HMS hefur tveggja herbergja íbúð, sem um aldamót kostaði um 6–7 milljónir, rokið upp í 60–80 milljónir. Lóðakostnaðurinn á bak við hverja íbúð er gjarnan sá sami og íbúðin kostaði fyrir 25 árum, enda er lóðabrask hluti af græðgisvélinni. Niðurstaðan er sú að húsnæðismarkaðurinn er orðinn leikvöllur fjárfesta og ekkert virðist benda til að staðan breytist neitt í bráð. Við fengum hægri flokk í stjórnarsamstarf með þeim sem hugsanlega hefðu getað beitt sér fyrir hagsmunum almennings — en hér sitjum við, hvort sem við erum leigjendur eða ekki. Ástandið er einnig sérlega slæmt þegar við berum okkur saman við önnur lönd. Íslensk stjórnvöld hafa nefnilega undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar, svo sem Samning Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi (ICESCR) og Mannréttindasáttmála Evrópu, en framselt ábyrgð á sveitarfélög án þess að lög kveði skýrt á um skyldu þeirra til að uppfylla þessar skuldbindingar og þá sérstaklega afleiðingar þess að standa ekki við þær skyldur, sem gera lögin í raun marklaus. Maður spyr sig: Hvaða öfl liggja að baki? Á alþjóðaþingi leigjenda vakti staðan hér á Íslandi athygli árið 2023, svo mikla að fyrirhugað var að halda sérstakan alþjóðlegan blaðamannafund til að vekja athygli á vandanum — sem síðan datt upp fyrir, meðal annars vegna fjárskorts. Ef við skoðum svo samanburð við nágrannalönd okkar þá má nefna að á meðan leiga stóð í kringum 44% af lágmarkslaunum í höfuðborgum Norðurlanda um aldamótin, Reykjavík þar með talin, hefur það hlutfall staðið í stað þar, en hækkað hér á landi og er komið í hátt í 70%. Því er ljóst að byrðin hvílir þyngra á herðum íslenskra leigjenda en annars staðar. Það sem erlendum leigjendasamtökum þótti þó hvað undarlegast var fyrirkomulag íslenskra húsaleigubóta: að dæla almannafé upp á rúma tíu milljarða (árið 2024) inn á óverðstýrðan markað. Slíkt þekkist varla annars staðar. Auk þess þótti þeim sérstaklega ósanngjarnt að leigjendur á Íslandi séu skattlagðir fyrir það eitt að leigja sér þak yfir höfuðið. Staðan í félagslegu húsnæði er líka til háborinnar skammar. Um aldamót var hlutfall þess um 11% af húsnæðismarkaðinum, en er nú komið niður í 3%, á meðan það er 18% í Svíþjóð, 20% í Danmörku og 30% í Hollandi. Afleiðingin er sú að yfir 30.000 manns sem ættu að hafa rétt á félagslegu húsnæði sitja uppi með að leigja af sægreifum og öðrum „landlordum“. Hér erum við að tala um fátækasta fólk landsins — og þar með börn, líklega um 12.000 talsins, sem hrökklast á milli íbúða, missa tengsl og geta ekki leyft sér það sama og jafnaldrar þeirra. Fyrir síðustu kosningar leituðu nokkrir Íslendingar, sem búa erlendis, til leigjendasamtakanna með spurningar um hvaða flokk skyldi kjósa til að eiga möguleika á að flytja aftur heim. Ástæðan: Húsnæðiskostnaður er hér svo hár að það borgar sig ekki að snúa aftur. Það kostar til dæmis álíka mikið að leigja tveggja herbergja íbúð hjá Félagsbústöðum í gamalli blokk í Breiðholti (sem miða leigu sína við hlutfall af markaðsverði) og fjögurra herbergja íbúð við göngugötuna í Frankfurt Höst. Fjöldi öryrkja og eldri borgara velur því að búa erlendis, þar sem þeir komast af á bótum sínum vegna mun lægri húsnæðiskostnaðar, í löndum þar sem stjórnvöld standa við alþjóðasamninga á meðan við svikjum þá blákalt. Niðurstaðan er því miður sú að leigjendur eru orðnir féþúfa annarra, svipað og fiskurinn hefur lengi verið féþúfa fárra auðkýfinga. Sama fólk og grætt hefur á kvótakerfinu hefur nú snúið sér að leigumarkaðnum, keypt upp heilu blokkirnar og fjármagnað uppbyggingu með von um öruggar leigutekjur. Þá er ótalin sú staðreynd að um tíu milljarðar króna af skattfé almennings í formi leigubóta renna árlega beint í vasa þessara fjárfesta, án verðstýringar. Leigjendur eru þannig orðnir fjárfestingarvara sem hægt er að taka lán út á, leggja á hin ýmsu skilyrði þvert á lög — eins og að láta leigjendur mála og viðhalda íbúðum sjálfir — og jafnvel takmarka rétt þeirra til að fá gesti á vissum tímum. En við verðum líka að huga að því hvernig samfélagið sjálft bregst við. Ef fjölmiðlar hér á landi létu hag almennings sitja í fyrirrúmi, væri þá ekki fjallað um þessa misskiptingu sem enginn bað um? Væri það til dæmis ekki stórfrétt í Evrópu ef leigu- eða húsnæðisverð hækkaði stöðugt umfram allar aðrar hagstærðir í heilan áratug og stór hluti þjóðarinnar (um 25%) væri orðinn að féþúfu annarra — okkur öllum til mikilla vandræða? Maður spyr sig því hvaða öfl liggja þarna að baki og af hverju er ekki fjallað um þetta? Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál og í stjórn leigjendasamtakanna.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun