Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 22:54 Sigríður Á. Andersen er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að leyfilegur hámarksfjöldi borgarfulltrúa verði 23, en ekki 31 eins og í núgildandi lögum. Sigríður Á. Andersen er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál á þingi árið 2015. Lagðar eru til breytingar á 11. grein sveitarstjórnarlaga um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Í fimmta lið elleftu greinar er kveðið á um að í sveitarfélögum þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri skuli vera 23-31 aðalmaður. Lagt er til að fimmti liður verði felldur brott og í staðinn muni fjórði töluliður orðast svo: „Þar sem íbúar eru fleiri en 50.000: 15-23 aðalmenn. Hlutfall borgarfulltrúa á íbúa langhæst í Reykjavík í samanburði við Norðurlönd Fram kemur í greinargerð frumvarpsins í Reykjavík séu 5.900 íbúar á borgarfulltrúa. Í samanburði við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndunum sé hlutfall borgarfulltrúa á íbúa langhæst í Reykjavík. Í Kaupmannahöfn eru 11.600 íbúar á borgarfulltrúa, í Ósló eru 11.960 íbúar á borgarfulltrúa, í Stokkhólmi eru 9.740 íbúar á borgarfulltrúa og í Helsinki eru 7.740 íbúar á borgarfulltrúa. „Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú þegar orðnir 23 og hafa aldrei verið fleiri. Á kjörtímabilinu 1978–1982 var ákveðið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21 en strax á næsta kjörtímabili ákvað borgarstjórn að fækka þeim aftur í 15 og hefur síðan ekki séð ástæðu til að fjölga þeim aftur.“ „Í Reykjavík eru allir borgarfulltrúar í fullu starfi og fyrsti varamaður fyrir hvern stjórnmálaflokk er einnig á fullum launum þótt lægri séu en laun borgarfulltrúa. Það má því segja að 31 kjörinn fulltrúi starfi á fullum launum við að sinna borgarmálum. Annars staðar á Norðurlöndum eru það einkum borgarráðsfulltrúar sem eru í fullu starfi í borgarstjórn. Aðrir borgarfulltrúar eru í hlutastarfi og starfa gjarnan við annað samhliða.“ Miðflokkurinn Alþingi Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Lagðar eru til breytingar á 11. grein sveitarstjórnarlaga um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Í fimmta lið elleftu greinar er kveðið á um að í sveitarfélögum þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri skuli vera 23-31 aðalmaður. Lagt er til að fimmti liður verði felldur brott og í staðinn muni fjórði töluliður orðast svo: „Þar sem íbúar eru fleiri en 50.000: 15-23 aðalmenn. Hlutfall borgarfulltrúa á íbúa langhæst í Reykjavík í samanburði við Norðurlönd Fram kemur í greinargerð frumvarpsins í Reykjavík séu 5.900 íbúar á borgarfulltrúa. Í samanburði við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndunum sé hlutfall borgarfulltrúa á íbúa langhæst í Reykjavík. Í Kaupmannahöfn eru 11.600 íbúar á borgarfulltrúa, í Ósló eru 11.960 íbúar á borgarfulltrúa, í Stokkhólmi eru 9.740 íbúar á borgarfulltrúa og í Helsinki eru 7.740 íbúar á borgarfulltrúa. „Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú þegar orðnir 23 og hafa aldrei verið fleiri. Á kjörtímabilinu 1978–1982 var ákveðið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21 en strax á næsta kjörtímabili ákvað borgarstjórn að fækka þeim aftur í 15 og hefur síðan ekki séð ástæðu til að fjölga þeim aftur.“ „Í Reykjavík eru allir borgarfulltrúar í fullu starfi og fyrsti varamaður fyrir hvern stjórnmálaflokk er einnig á fullum launum þótt lægri séu en laun borgarfulltrúa. Það má því segja að 31 kjörinn fulltrúi starfi á fullum launum við að sinna borgarmálum. Annars staðar á Norðurlöndum eru það einkum borgarráðsfulltrúar sem eru í fullu starfi í borgarstjórn. Aðrir borgarfulltrúar eru í hlutastarfi og starfa gjarnan við annað samhliða.“
Miðflokkurinn Alþingi Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira