Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar 4. apríl 2025 12:32 Laugardaginn 5. apríl fer fram formannskjör í HSÍ. Þessu erindi og eftirfarandi spurningu er beint til frambjóðenda í formannskjörinu: Munt þú beita þér fyrir því að HSÍ segi upp samningi sínum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd eða endurnýi ekki samninginn þegar hann rennur út? Við sem að baki erindinu stöndum erum stuðningsfólk Íslands í handbolta. Við erum meðal fjölmargra Íslendinga sem finnst óboðlegt að HSÍ sé með samning við ísraelska fyrirtækið Rapyd og að merki þess sé á búningum íslensks handboltafólks. Ísraelska fyrirtækið Rapyd styður ísraelska herinn Ástæðan er sú að forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við árásir Ísraels á Gaza. Fyrirtækið hefur jafnframt unnið með og stutt ísraelska herinn í yfirstandandi aðgerðum og árásum á Gaza. Auk þess hefur aðaleigandi Rapyd, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, sagt mannfallið á Gaza engu máli skipta heldur aðeins það að Ísrael sigri. Með öðrum orðum styður fyrirtækið hernað sem er tilraun til þjóðarmorðs skv. Amnesty International, Human Rights Watch og kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir Alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Með samningi við Rapyd leggur HSÍ blessun sína yfir framgöngu fyrirtækisins. Við getum ekki hugsað okkur að handboltalið sem er kennt við Ísland taki þátt í slíku og þar með Íslendingar. Það er ekki eingöngu okkar skoðun heldur vill mikill meirihluti Íslendinga alls ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðlun samkvæmt könnun Maskínu frá því fyrir ári síðan. Þá sögðu tæp 60% að þau væru að sniðganga slík fyrirtæki. Sá hópur hefur örugglega stækkað nú eftir að Ísrael rauf vopnahléið á Gaza og hélt áfram að varpa sprengjum á varnarlaust fólk. HSÍ fórnar trúverðugleika sínum með samningi við Rapyd Í ljósi þessa er það að okkar áliti þjóðarskömm að landslið okkar í handbolta skuli skarta merki Rapyd. HSÍ ætti að sameina okkur að baki sér en ekki starfa með fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar hefur óbeit á. Nú eru sumir stuðningsmenn landsliðsins farnir að líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum til marks um óánægju sína. Auk þess er óboðlegt að ungu og efnilegu handboltafólki sé boðið upp á að sækja fjármagn í afrekssjóð sem Rapyd fjármagnar. Við viljum minna á að í siðareglum HSÍ stendur að félaginu og aðilum þess sé ekki heimilt „að þiggja gjafir eða hlunnindi sem geta leitt til þess að rýra trúverðugleika, sjálfstæði eða hlutleysi” félagsins. Samstarf HSÍ við Rapyd samræmist engan veginn þessari reglu sem félagið hefur sjálft sett sér. HSÍ er ekki trúverðugt ef það metur orðspor sitt svo lítils að því megi fórna fyrir blóðpeninga Rapyd. Slítið samningnum við Rapyd! Við biðlum til stjórnar HSÍ og frambjóðenda til formanns að rifta samningum við Rapyd hið fyrsta og slíta öllu samstarfi félagsins við fyrirtækið. Við vitum að það er ekki auðvelt verk að fjármagna starf íþróttahreyfingarinnar en það gengur einfaldlega ekki að íslensk handboltalandslið auglýsi fyrirtæki sem styður aðgerðir Ísraelshers gegn hernuminni þjóð Palestínumanna. Nú þegar hafa á fimmta hundrað íslenskra fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka hætt viðskiptum við Rapyd af ofangreindum ástæðum eins og hægt er að sjá á hirdir.is. Það er ekkert því til fyrirstöðu að HSÍ fylgi í þeirra fótspor. Við vonum að verðandi formaður breyti rétt og leiði handboltahreyfingu sem við getum öll stutt með stolti. Höfundar eru eru stuðningsmenn Íslands í handbolta: Anna Hlín Bjarnadóttir Magnea Marinósdóttir Margrét Kristjánsdóttir Mist Rúnarsdóttir Stefán Guðjónsson Una Mathiesen Nikulásdóttir Þórður Sveinsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handbolti Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Laugardaginn 5. apríl fer fram formannskjör í HSÍ. Þessu erindi og eftirfarandi spurningu er beint til frambjóðenda í formannskjörinu: Munt þú beita þér fyrir því að HSÍ segi upp samningi sínum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd eða endurnýi ekki samninginn þegar hann rennur út? Við sem að baki erindinu stöndum erum stuðningsfólk Íslands í handbolta. Við erum meðal fjölmargra Íslendinga sem finnst óboðlegt að HSÍ sé með samning við ísraelska fyrirtækið Rapyd og að merki þess sé á búningum íslensks handboltafólks. Ísraelska fyrirtækið Rapyd styður ísraelska herinn Ástæðan er sú að forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við árásir Ísraels á Gaza. Fyrirtækið hefur jafnframt unnið með og stutt ísraelska herinn í yfirstandandi aðgerðum og árásum á Gaza. Auk þess hefur aðaleigandi Rapyd, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, sagt mannfallið á Gaza engu máli skipta heldur aðeins það að Ísrael sigri. Með öðrum orðum styður fyrirtækið hernað sem er tilraun til þjóðarmorðs skv. Amnesty International, Human Rights Watch og kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir Alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Með samningi við Rapyd leggur HSÍ blessun sína yfir framgöngu fyrirtækisins. Við getum ekki hugsað okkur að handboltalið sem er kennt við Ísland taki þátt í slíku og þar með Íslendingar. Það er ekki eingöngu okkar skoðun heldur vill mikill meirihluti Íslendinga alls ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðlun samkvæmt könnun Maskínu frá því fyrir ári síðan. Þá sögðu tæp 60% að þau væru að sniðganga slík fyrirtæki. Sá hópur hefur örugglega stækkað nú eftir að Ísrael rauf vopnahléið á Gaza og hélt áfram að varpa sprengjum á varnarlaust fólk. HSÍ fórnar trúverðugleika sínum með samningi við Rapyd Í ljósi þessa er það að okkar áliti þjóðarskömm að landslið okkar í handbolta skuli skarta merki Rapyd. HSÍ ætti að sameina okkur að baki sér en ekki starfa með fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar hefur óbeit á. Nú eru sumir stuðningsmenn landsliðsins farnir að líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum til marks um óánægju sína. Auk þess er óboðlegt að ungu og efnilegu handboltafólki sé boðið upp á að sækja fjármagn í afrekssjóð sem Rapyd fjármagnar. Við viljum minna á að í siðareglum HSÍ stendur að félaginu og aðilum þess sé ekki heimilt „að þiggja gjafir eða hlunnindi sem geta leitt til þess að rýra trúverðugleika, sjálfstæði eða hlutleysi” félagsins. Samstarf HSÍ við Rapyd samræmist engan veginn þessari reglu sem félagið hefur sjálft sett sér. HSÍ er ekki trúverðugt ef það metur orðspor sitt svo lítils að því megi fórna fyrir blóðpeninga Rapyd. Slítið samningnum við Rapyd! Við biðlum til stjórnar HSÍ og frambjóðenda til formanns að rifta samningum við Rapyd hið fyrsta og slíta öllu samstarfi félagsins við fyrirtækið. Við vitum að það er ekki auðvelt verk að fjármagna starf íþróttahreyfingarinnar en það gengur einfaldlega ekki að íslensk handboltalandslið auglýsi fyrirtæki sem styður aðgerðir Ísraelshers gegn hernuminni þjóð Palestínumanna. Nú þegar hafa á fimmta hundrað íslenskra fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka hætt viðskiptum við Rapyd af ofangreindum ástæðum eins og hægt er að sjá á hirdir.is. Það er ekkert því til fyrirstöðu að HSÍ fylgi í þeirra fótspor. Við vonum að verðandi formaður breyti rétt og leiði handboltahreyfingu sem við getum öll stutt með stolti. Höfundar eru eru stuðningsmenn Íslands í handbolta: Anna Hlín Bjarnadóttir Magnea Marinósdóttir Margrét Kristjánsdóttir Mist Rúnarsdóttir Stefán Guðjónsson Una Mathiesen Nikulásdóttir Þórður Sveinsson
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun