Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. apríl 2025 06:48 Eldgosinu er formlega lokið en ekki atburðinum að sögn jarðvísindamanna. Enn mælast skjálftar í kvikuganginum. Vísir/Anton Brink Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hélt áfram í nótt en hefur þó farið minnkandi frá fyrri dögum. Hins vegar reið kröftug gikkskjálftahrina yfir við Trölladyngju og fannst hún víða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Þar kemur fram að dregið hafi úr skjálftavirkni í kvikuganginum en hún sé þó nokkuð jafndreifð um hann, frá Stóra Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Sömuleiðis sé dýpi skjálfta enn nokkuð stöðugt á milli fjögurra og sex kílómetra. Jarðvísindamenn lýstu síðdegis í gær yfir endalokum eldgossins. Kvikuflæði væri það lítið að landsig mældist ekki. Atburðinum væri þó ekki lokið því áfram mælist fjöldi smáskjálfta á norðurhluta kvikugangsins. Ólíklegt væri að ný gosopnun myndaðist yfir norðausturhluta kvikugangsins, eins og óttast var um tíma. Hins vegar ríkti óvissa um framhaldið en aflögunarmælingar næstu daga og vikna myndu varpa ljósi á kvikusöfnun undir Svartsengi. Skjálftavirkni síðustu tólf klukkustundir. Gikkskjálftahrina við Trölladyngju fannst víða Öflug hrina gikkskjálfta hófst um hálf sex í gærkvöldi við Trölladyngju norðvestan við Kleifarvatn og hélt áfram í marga klukkutíma. Um var að ræða gikkskjálftahrinu sem hófst við Reykjanestá og færði sig svo að Eldey og loks Trölladyngju. Stærsti skjálftinn sem mældist var 3.9 að stærð rétt fyrir ellefu í gærkvöldi en alls mældust fimm skjálftar yfir 3 að stærð frá upphafi hrinunnar. Náttúruvárvakt Veðurstofunnar segir Veðurstofunni hafa borist fjölmargar tilkynningar um að skjálftarnir hefðu fundist í byggð. „Eftir miðnætti hefur hægt og bítandi dregið úr fjölda gikkskjálfta á svæðinu,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Þar kemur fram að dregið hafi úr skjálftavirkni í kvikuganginum en hún sé þó nokkuð jafndreifð um hann, frá Stóra Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Sömuleiðis sé dýpi skjálfta enn nokkuð stöðugt á milli fjögurra og sex kílómetra. Jarðvísindamenn lýstu síðdegis í gær yfir endalokum eldgossins. Kvikuflæði væri það lítið að landsig mældist ekki. Atburðinum væri þó ekki lokið því áfram mælist fjöldi smáskjálfta á norðurhluta kvikugangsins. Ólíklegt væri að ný gosopnun myndaðist yfir norðausturhluta kvikugangsins, eins og óttast var um tíma. Hins vegar ríkti óvissa um framhaldið en aflögunarmælingar næstu daga og vikna myndu varpa ljósi á kvikusöfnun undir Svartsengi. Skjálftavirkni síðustu tólf klukkustundir. Gikkskjálftahrina við Trölladyngju fannst víða Öflug hrina gikkskjálfta hófst um hálf sex í gærkvöldi við Trölladyngju norðvestan við Kleifarvatn og hélt áfram í marga klukkutíma. Um var að ræða gikkskjálftahrinu sem hófst við Reykjanestá og færði sig svo að Eldey og loks Trölladyngju. Stærsti skjálftinn sem mældist var 3.9 að stærð rétt fyrir ellefu í gærkvöldi en alls mældust fimm skjálftar yfir 3 að stærð frá upphafi hrinunnar. Náttúruvárvakt Veðurstofunnar segir Veðurstofunni hafa borist fjölmargar tilkynningar um að skjálftarnir hefðu fundist í byggð. „Eftir miðnætti hefur hægt og bítandi dregið úr fjölda gikkskjálfta á svæðinu,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira