Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2025 15:43 Frá því að Þjóðverjinn Ursula von der Leyen var endurkjörin forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í fyrra hefur hún lagt áherslu á afregluvæðingu til þess að auka samkeppnishæfni Evrópu. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á tímamótalöggjöf um persónuvernd sem eiga að auðvelda smærri fyrirtækjum lífið. Tillögurnar eru hluti af áherslu framkvæmdastjórnarinnar á afregluvæðingu til þess að efla samkeppnishæfni Evópu. Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem tók gildi árið 2018 markaði tímamót og hefur orðið að nokkurs konar almennum staðli um vernd persónuupplýsinga á heimsvísu. Nú hefur framkvæmdastjórn ESB áhyggjur af því að reglugerðafargan íþyngi evrópskum fyrirtækjum og sligi þau í samkeppni við bandaríska og kínverska keppinauta. Því hyggst framkvæmdastjórnin leggja fram tillögur til þess að „einfalda“ persónuverndarlöggjöfina á næstu vikum. Markmiðið er sagt að lítil og meðalstór fyrirtæki þurfi ekki að eyða eins löngum tíma í að uppfylla flóknar kröfur löggjafarinnar og þau gera nú, að því er segir í Evrópuútgáfu dagblaðsins Politico. Caroline Stage Olsen, ráðherra starfrænna mála í Danmörku, sagði í síðustu viku að margt gott væri í persónuverndarlöggjöfinni og að friðhelgi einkalífs fólks væri nauðsynleg. „En við verðum ekki að setja reglur á heimskulegan hátt. Við verðum að gera fyrirtækjum og iðnaði auðveldara um vik að fara eftir reglunum,“ sagði hún. Samkeppnishæfni Evrópu hefur verið í brennidepli eftir að Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, skilaði svartri skýrslu í haust sem sagði að lífkjörum í álfunni ætti eftir að fara hnignandi á næstu áratugum ef hún girti sig ekki í brók. Benti hann sérstaklega á persónuverndarlöggjöfina sem dæmi um íþyngjandi regluverk sem héldi aftur af evrópskum fyrirtækjum. Talsmenn persónuverndarsjónarmiða óttast að löggjöfin verði útvötnuð enn frekar undir þrýstingi frá hagsmunaaðilum ef framkvæmdastjórnin opnar glufu á henni nú. Tæknifyrirtæki eyddu fúlgum fjár í að reyna að hafa áhrif á löggjöfina þegar hún var í smíðum á sínum tíma. Evrópusambandið Persónuvernd Tengdar fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. 31. mars 2025 12:38 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem tók gildi árið 2018 markaði tímamót og hefur orðið að nokkurs konar almennum staðli um vernd persónuupplýsinga á heimsvísu. Nú hefur framkvæmdastjórn ESB áhyggjur af því að reglugerðafargan íþyngi evrópskum fyrirtækjum og sligi þau í samkeppni við bandaríska og kínverska keppinauta. Því hyggst framkvæmdastjórnin leggja fram tillögur til þess að „einfalda“ persónuverndarlöggjöfina á næstu vikum. Markmiðið er sagt að lítil og meðalstór fyrirtæki þurfi ekki að eyða eins löngum tíma í að uppfylla flóknar kröfur löggjafarinnar og þau gera nú, að því er segir í Evrópuútgáfu dagblaðsins Politico. Caroline Stage Olsen, ráðherra starfrænna mála í Danmörku, sagði í síðustu viku að margt gott væri í persónuverndarlöggjöfinni og að friðhelgi einkalífs fólks væri nauðsynleg. „En við verðum ekki að setja reglur á heimskulegan hátt. Við verðum að gera fyrirtækjum og iðnaði auðveldara um vik að fara eftir reglunum,“ sagði hún. Samkeppnishæfni Evrópu hefur verið í brennidepli eftir að Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, skilaði svartri skýrslu í haust sem sagði að lífkjörum í álfunni ætti eftir að fara hnignandi á næstu áratugum ef hún girti sig ekki í brók. Benti hann sérstaklega á persónuverndarlöggjöfina sem dæmi um íþyngjandi regluverk sem héldi aftur af evrópskum fyrirtækjum. Talsmenn persónuverndarsjónarmiða óttast að löggjöfin verði útvötnuð enn frekar undir þrýstingi frá hagsmunaaðilum ef framkvæmdastjórnin opnar glufu á henni nú. Tæknifyrirtæki eyddu fúlgum fjár í að reyna að hafa áhrif á löggjöfina þegar hún var í smíðum á sínum tíma.
Evrópusambandið Persónuvernd Tengdar fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. 31. mars 2025 12:38 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. 31. mars 2025 12:38