Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs, Jörundur Þór Hákonarson og Theodóra Líf Reykdal skrifa 3. apríl 2025 14:01 Síðastliðnar vikur hafa fjölmargar fréttir birst um ofbeldi, áreitni og einelti meðal ungmenna. Þetta er því miður ekkert nýtt vandamál – slíkt virðist hafa aukist á undanförnum árum og er nú veruleiki sem snertir samfélagið allt. Í kjölfar alvarlegra atvika má oft greina ákveðið mynstur í fjölmiðlaumfjöllun: spjótin beinast að Breiðholti. Staðreyndin er sú að mörg hverfi og staðir glíma við sambærileg vandamál. Þrátt fyrir það virðist sem fjölmiðlar vilji einblína sérstaklega á Breiðholtið og draga fram neikvæða mynd af hverfinu. Þegar við ræðum við unglinga úr öðrum hverfum rekumst við iðulega á fordómafull viðhorf og undrun yfir því að í Breiðholti séu líka venjuleg börn og öflug samfélagsmenning. Þessi fyrirframgefna hugmynd um Breiðholtið byggist oft á einhliða og neikvæðri umfjöllun. Það er erfitt að horfa upp á hvernig ráðist er að stolti hverfisins og orðspor þess skaðað í gegnum markvissan fréttaflutning. Það er eins og gleymist að í öllu þessu sé verið að fjalla um börn – börn sem búa í Breiðholti, börn sem eiga rétt á því að vaxa úr grasi við virðingu og stuðning, en ekki fordóma og dómhörku. Það að ýta undir fordóma er ekki leið til þess að stuðla að betra samfélagi. Alex Vor Ólafs, Jörundur Þór Hákonarson og Theodóra Líf Reykdal, fyrir hönd ungmennaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Ofbeldi barna Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðastliðnar vikur hafa fjölmargar fréttir birst um ofbeldi, áreitni og einelti meðal ungmenna. Þetta er því miður ekkert nýtt vandamál – slíkt virðist hafa aukist á undanförnum árum og er nú veruleiki sem snertir samfélagið allt. Í kjölfar alvarlegra atvika má oft greina ákveðið mynstur í fjölmiðlaumfjöllun: spjótin beinast að Breiðholti. Staðreyndin er sú að mörg hverfi og staðir glíma við sambærileg vandamál. Þrátt fyrir það virðist sem fjölmiðlar vilji einblína sérstaklega á Breiðholtið og draga fram neikvæða mynd af hverfinu. Þegar við ræðum við unglinga úr öðrum hverfum rekumst við iðulega á fordómafull viðhorf og undrun yfir því að í Breiðholti séu líka venjuleg börn og öflug samfélagsmenning. Þessi fyrirframgefna hugmynd um Breiðholtið byggist oft á einhliða og neikvæðri umfjöllun. Það er erfitt að horfa upp á hvernig ráðist er að stolti hverfisins og orðspor þess skaðað í gegnum markvissan fréttaflutning. Það er eins og gleymist að í öllu þessu sé verið að fjalla um börn – börn sem búa í Breiðholti, börn sem eiga rétt á því að vaxa úr grasi við virðingu og stuðning, en ekki fordóma og dómhörku. Það að ýta undir fordóma er ekki leið til þess að stuðla að betra samfélagi. Alex Vor Ólafs, Jörundur Þór Hákonarson og Theodóra Líf Reykdal, fyrir hönd ungmennaráðs Breiðholts.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar