Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2025 14:36 Svona var umhorfs þegar Ragnar Axelsson flaug yfir Grindavík og nágrenni á þriðja tímanum í dag. RAX Íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík hafa fengið heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta og halda inn í bæinn. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi en ná ekki til orkuversins í Svartsengi, Bláa lónsins og Northern Light Inn. Ferðamönnum er ekki hleypt inn til Grindavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, en ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við lögreglustjóra fyrir hádegi í dag að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig. Fram kemur að aðgangur sé því enn takmarkaður inn á hættusvæðið, en að Grindavíkurvegur sé opinn inn að Bláa lóni og orkuverinu í Svartsengi. „Viðbragðsaðilar, hópur vísindamanna og einstaklingar á vegum Blaðamannafélags Íslands, með vísan til samkomulags félagsins við lögreglustjórann á Suðurnesjum, er heimilt að fara inn fyrir lokunarpósta. Koma þarf við í björgunarhúsinu í Grindavík áður en farið er inn á merkt vinnusvæði. Hús björgunarsveitarinnar Þorbjörns er staðsett að Seljabót 10, Grindavík. Íbúar Grindavíkur og starfsmenn þar hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta inn til Grindavíkur um Grindavíkurveg, Nesveg og Suðurstrandarveg. Ákveðið með hliðsjón af stöðu jarðhræringa. Lokunarpóstar ná ekki til orkuversins, Bláa lónsins og Northern Light Inn. Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg. Sem stendur er ferðamönnum ekki hleypt inn til Grindavíkur. Færð á vegum getur spillst með stuttum fyrirvara á þessum tíma árs. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja dvelja inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Það sama gildir um ferðamenn. Vont veður og slæm færð dregur úr öryggi fólks inn á hættusvæðum jafnframt því að hafa áhrif á vöktunargetu Veðurstofu Íslands. Lögreglustjóri mælir með því að fólk skoði meðfylgjandi hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þá mælir hann með því að fólk kynni sér efni fréttatilkynningar ríkislögreglustjóra sem send var út 1. apríl sl. Mótvægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi innan hættusvæða sem felast m.a. í hækkun varnagarða, í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af,“ segir í tilkynningunni. Engin virkni er sjáanleg í gossprungu sem opnaðist í gær um klukkan 9:45 suðvestan af fjallinu Þorbirni, norðan við Grindavík. Enn logar þó glóð í nýju hrauni. Að mati vísindamanna flæðir kvika enn inn í kvikuganginn. Svæðið er óstöðugt og varasamt. Talsverð jarðskjálftavirkni mældist í gær á Reykjanesskaga en í gærkvöldi tók að draga úr þeirri virkni en hún heldur þó áfram. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Almannavarnir Bláa lónið Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. 2. apríl 2025 12:11 Af neyðarstigi og á hættustig Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. 2. apríl 2025 11:39 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, en ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við lögreglustjóra fyrir hádegi í dag að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig. Fram kemur að aðgangur sé því enn takmarkaður inn á hættusvæðið, en að Grindavíkurvegur sé opinn inn að Bláa lóni og orkuverinu í Svartsengi. „Viðbragðsaðilar, hópur vísindamanna og einstaklingar á vegum Blaðamannafélags Íslands, með vísan til samkomulags félagsins við lögreglustjórann á Suðurnesjum, er heimilt að fara inn fyrir lokunarpósta. Koma þarf við í björgunarhúsinu í Grindavík áður en farið er inn á merkt vinnusvæði. Hús björgunarsveitarinnar Þorbjörns er staðsett að Seljabót 10, Grindavík. Íbúar Grindavíkur og starfsmenn þar hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta inn til Grindavíkur um Grindavíkurveg, Nesveg og Suðurstrandarveg. Ákveðið með hliðsjón af stöðu jarðhræringa. Lokunarpóstar ná ekki til orkuversins, Bláa lónsins og Northern Light Inn. Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg. Sem stendur er ferðamönnum ekki hleypt inn til Grindavíkur. Færð á vegum getur spillst með stuttum fyrirvara á þessum tíma árs. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja dvelja inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Það sama gildir um ferðamenn. Vont veður og slæm færð dregur úr öryggi fólks inn á hættusvæðum jafnframt því að hafa áhrif á vöktunargetu Veðurstofu Íslands. Lögreglustjóri mælir með því að fólk skoði meðfylgjandi hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þá mælir hann með því að fólk kynni sér efni fréttatilkynningar ríkislögreglustjóra sem send var út 1. apríl sl. Mótvægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi innan hættusvæða sem felast m.a. í hækkun varnagarða, í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af,“ segir í tilkynningunni. Engin virkni er sjáanleg í gossprungu sem opnaðist í gær um klukkan 9:45 suðvestan af fjallinu Þorbirni, norðan við Grindavík. Enn logar þó glóð í nýju hrauni. Að mati vísindamanna flæðir kvika enn inn í kvikuganginn. Svæðið er óstöðugt og varasamt. Talsverð jarðskjálftavirkni mældist í gær á Reykjanesskaga en í gærkvöldi tók að draga úr þeirri virkni en hún heldur þó áfram.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Almannavarnir Bláa lónið Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. 2. apríl 2025 12:11 Af neyðarstigi og á hættustig Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. 2. apríl 2025 11:39 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. 2. apríl 2025 12:11
Af neyðarstigi og á hættustig Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. 2. apríl 2025 11:39