Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. apríl 2025 12:11 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. vísir Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. Ekki hefur verið sjáanleg virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því í eftirmiðdag í gær. Upp úr klukkan 21 í gærkvöldi fór að draga úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga, og hefur almannavarnastig verið fært af neyðarstigi niður á hættustig. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, telur líklegt að Grindavík verði opnuð á nýjan leik í dag. Heitavatnslögn fór í sundur í bænum í gær en það sé enn of snemmt sé að segja til um hvort frekari skemmdir hafi orðið. „Það voru hreyfingar þarna í austurhluta bæjarins og akkúrat núna er verið að fara yfir bæinn með tilliti til öryggis.“ Ennþá virkni á svæðinu Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir kvikuganginn sem myndaðist í gær sá lengsti síðan að eldsumbrot hófust á svæðinu árið 2021. Gangurinn nái frá Grindavík og norður að Vogum. Ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp í norðurenda kvikugangsins. „Það er nú ólíklegt að hún komi öll upp. Það er möguleiki að það opnist, það er enn þá virkni þarna en eftir því sem tíminn líður minnka þær líkur. Kvikan sem hefur farið inn í ganginn er líklegast mest öll að fara storkna.“ Ekki bráð hætta á ferð Mikið þurfi að koma til svo að það fari að gjósa frá norðurenda gangsins á næstu klukkutímum eða dögum áður en kvikan storknar. „Við erum með kviku á ferðinni og þá er möguleiki að hún komi upp í eldgosi. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því. Ef það kemur upp þarna fyrir norðan þá eru svo sem engir innviðir í bráðri hættu, það tekur alveg tíma ef eitthvað kemur upp þar.“ Mesta jarðskjálftavirknin var í norðurenda kvikugangsins en þó nokkur gliðnun varð í gær. Í dag verði kortlagt hvaða sprunguhreyfingar urðu á svæðinu. „Það var gliðnun í Grindavík, ekki mikil. Miðað við það sem gerðist í janúar og nóvember allavega. Einhverjir tugir sentímetra þar sem það varð mest. Síðan á eftir að mæla hvað hefur opnast. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Ekki hefur verið sjáanleg virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því í eftirmiðdag í gær. Upp úr klukkan 21 í gærkvöldi fór að draga úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga, og hefur almannavarnastig verið fært af neyðarstigi niður á hættustig. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, telur líklegt að Grindavík verði opnuð á nýjan leik í dag. Heitavatnslögn fór í sundur í bænum í gær en það sé enn of snemmt sé að segja til um hvort frekari skemmdir hafi orðið. „Það voru hreyfingar þarna í austurhluta bæjarins og akkúrat núna er verið að fara yfir bæinn með tilliti til öryggis.“ Ennþá virkni á svæðinu Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir kvikuganginn sem myndaðist í gær sá lengsti síðan að eldsumbrot hófust á svæðinu árið 2021. Gangurinn nái frá Grindavík og norður að Vogum. Ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp í norðurenda kvikugangsins. „Það er nú ólíklegt að hún komi öll upp. Það er möguleiki að það opnist, það er enn þá virkni þarna en eftir því sem tíminn líður minnka þær líkur. Kvikan sem hefur farið inn í ganginn er líklegast mest öll að fara storkna.“ Ekki bráð hætta á ferð Mikið þurfi að koma til svo að það fari að gjósa frá norðurenda gangsins á næstu klukkutímum eða dögum áður en kvikan storknar. „Við erum með kviku á ferðinni og þá er möguleiki að hún komi upp í eldgosi. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því. Ef það kemur upp þarna fyrir norðan þá eru svo sem engir innviðir í bráðri hættu, það tekur alveg tíma ef eitthvað kemur upp þar.“ Mesta jarðskjálftavirknin var í norðurenda kvikugangsins en þó nokkur gliðnun varð í gær. Í dag verði kortlagt hvaða sprunguhreyfingar urðu á svæðinu. „Það var gliðnun í Grindavík, ekki mikil. Miðað við það sem gerðist í janúar og nóvember allavega. Einhverjir tugir sentímetra þar sem það varð mest. Síðan á eftir að mæla hvað hefur opnast.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum