Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2025 12:14 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað hernum að auka viðbúnað í Mið-Austurlöndum verulega. AP/Gerard Carreon Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að senda ætti töluverðan herafla til Mið-Austurlanda. Bandaríkjamenn hafa gert umfangsmiklar loftárásir gegn Hútum í Jemen að undanförnu og þá hefur spenna milli ríkisstjórnar Donalds Trump og klerkastjórnarinnar í Íran. Spenna milli ríkisstjórnar Donalds Trump og klerkastjórnarinnar í Íran hefur aukist nokkuð að undanförnu. Klerkastjórnin hefur staðið við bakið á Hútum í Jemen og þá hefur Trump einnig talað um að klerkastjórnin megi ekki koma upp kjarnorkuvopnum. Á sunnudaginn hótaði Trump árásum á Íran og refsiaðgerðum, ef klerkastjórnin gerði ekki samkomulag við Bandaríkin um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Það sem tilkynnt var í gærkvöldi var að veru flugmóðurskipsins Harry S. Truman og meðfylgjandi flota í Mið-Austurlöndum yrði framlengd. Þar að auki yrði flugmóðurskipið Carl Vinson einnig sent á svæðið auk fleiri flugsveita og loftvarnarkerfa. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu er haft eftir talsmanni þess að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi gert ljóst að muni Íranar eða leppar þeirra ógna Bandaríkjamönnum eða hagsmunum Bandaríkjanna, verði gripið til aðgerða. Gervihnattamyndir hafa einnig sýnt að minnst sex B-2 sprengjuflugvélum hefur verið flogið til flugstöðvar Bandaríkjanna á Diego Garcia á Indlandshafi. Þær sprengjuvélar geta borið kjarnorkuvopn og sprengjur sem hannaðar eru til að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum. B-2 Spirit eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi en mjög erfitt er að sjá þær á ratsjám. Þær hafa verið notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Þær yrðu nauðsynlegar til að gera árásir á kjarnorkustöðvar í Íran. Sprengjurnar sem notaðar yrðu til að granda niðurgröfnum kjarnorkurannsóknarstofum í Íran kallast GBU-57 eða „MOP“, sem stendur fyrir „Massive Ordnance Penetrator“. Þær eru rúm tólf tonn að þyngd og sex metra langar. Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, lýsti því yfir á mánudaginn að ef Bandaríkjamenn gerðu árásir á Íran yrði þeim svarað af mikilli hörku. Yfirmenn byltingarvarðar Íran hafa slegið á svipaða strengi og hótað alvarlegum afleiðingum, verði gerðar árásir á Íran. Á hans fyrsta kjörtímabili dró Trump Bandaríkin frá samkomulagi sem mörg af stærstu ríkjum heims gerðu við Íran árið 2015 sem ætlað var að setja takmarkanir á þróun klerkastjórnarinnar á kjarnorkuvopnum í skiptum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana. Trump beitti þá Íran aftur umfangsmiklum refsiaðgerðum. Hann lét einnig ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum en hann var talinn næst valdamesti maður Íran. Klerkastjórnin í Íran hefur á undanförnum árum verið sökuð um ráðabrugg um að ráða Trump af dögum. Frá því Trump rifti kjarnorkusamkomulaginu hafa íranskir kjarnorkuvísindamenn aukið auðgun úrans umtalsvert og takmörkuðu samhliða því aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf að auðga úran í 90 prósenta hreinleika og hafa fregnir borist af því að Íranar eigi mikið af auðguðu úrani sem tiltölulega auðvelt væri að koma í níutíu prósent hreinleika. Ráðamenn í Ísrael hafa lengi sakað Írana um að ætla sér að koma upp kjarnorkuvopnum og gerðu þeir árásir á leynilega rannsóknarstöð í Íran í fyrra. Það var gert samhliða umfangsmiklum árásum á loftvarnarkerfi og eldflaugaframleiðslu Írans, eftir að Íranar skutu fjölda skotflauga að Ísrael. Bandaríkin Jemen Íran Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. 27. mars 2025 21:02 Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. 16. mars 2025 07:44 Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Spenna milli ríkisstjórnar Donalds Trump og klerkastjórnarinnar í Íran hefur aukist nokkuð að undanförnu. Klerkastjórnin hefur staðið við bakið á Hútum í Jemen og þá hefur Trump einnig talað um að klerkastjórnin megi ekki koma upp kjarnorkuvopnum. Á sunnudaginn hótaði Trump árásum á Íran og refsiaðgerðum, ef klerkastjórnin gerði ekki samkomulag við Bandaríkin um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Það sem tilkynnt var í gærkvöldi var að veru flugmóðurskipsins Harry S. Truman og meðfylgjandi flota í Mið-Austurlöndum yrði framlengd. Þar að auki yrði flugmóðurskipið Carl Vinson einnig sent á svæðið auk fleiri flugsveita og loftvarnarkerfa. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu er haft eftir talsmanni þess að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi gert ljóst að muni Íranar eða leppar þeirra ógna Bandaríkjamönnum eða hagsmunum Bandaríkjanna, verði gripið til aðgerða. Gervihnattamyndir hafa einnig sýnt að minnst sex B-2 sprengjuflugvélum hefur verið flogið til flugstöðvar Bandaríkjanna á Diego Garcia á Indlandshafi. Þær sprengjuvélar geta borið kjarnorkuvopn og sprengjur sem hannaðar eru til að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum. B-2 Spirit eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi en mjög erfitt er að sjá þær á ratsjám. Þær hafa verið notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Þær yrðu nauðsynlegar til að gera árásir á kjarnorkustöðvar í Íran. Sprengjurnar sem notaðar yrðu til að granda niðurgröfnum kjarnorkurannsóknarstofum í Íran kallast GBU-57 eða „MOP“, sem stendur fyrir „Massive Ordnance Penetrator“. Þær eru rúm tólf tonn að þyngd og sex metra langar. Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, lýsti því yfir á mánudaginn að ef Bandaríkjamenn gerðu árásir á Íran yrði þeim svarað af mikilli hörku. Yfirmenn byltingarvarðar Íran hafa slegið á svipaða strengi og hótað alvarlegum afleiðingum, verði gerðar árásir á Íran. Á hans fyrsta kjörtímabili dró Trump Bandaríkin frá samkomulagi sem mörg af stærstu ríkjum heims gerðu við Íran árið 2015 sem ætlað var að setja takmarkanir á þróun klerkastjórnarinnar á kjarnorkuvopnum í skiptum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana. Trump beitti þá Íran aftur umfangsmiklum refsiaðgerðum. Hann lét einnig ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum en hann var talinn næst valdamesti maður Íran. Klerkastjórnin í Íran hefur á undanförnum árum verið sökuð um ráðabrugg um að ráða Trump af dögum. Frá því Trump rifti kjarnorkusamkomulaginu hafa íranskir kjarnorkuvísindamenn aukið auðgun úrans umtalsvert og takmörkuðu samhliða því aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf að auðga úran í 90 prósenta hreinleika og hafa fregnir borist af því að Íranar eigi mikið af auðguðu úrani sem tiltölulega auðvelt væri að koma í níutíu prósent hreinleika. Ráðamenn í Ísrael hafa lengi sakað Írana um að ætla sér að koma upp kjarnorkuvopnum og gerðu þeir árásir á leynilega rannsóknarstöð í Íran í fyrra. Það var gert samhliða umfangsmiklum árásum á loftvarnarkerfi og eldflaugaframleiðslu Írans, eftir að Íranar skutu fjölda skotflauga að Ísrael.
Bandaríkin Jemen Íran Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. 27. mars 2025 21:02 Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. 16. mars 2025 07:44 Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. 27. mars 2025 21:02
Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. 16. mars 2025 07:44
Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38