Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2025 09:54 Kolaorkuverið í Salmisaari í suðvestanverðri Helsinki. Starfsemi þess var hætt í gær. Vísir/EPA Síðasta kolaorkuveri Finnlands sem enn var í daglegri notkun var lokað í gær. Eftirspurn eftir kolum hefur hrunið vegna aukins framboðs á endurnýjanlegri orku og yfirvofandi banns við kolabruna. Orkufyrirtækið Helen segir að kolaknúna raf- og varmaorkuverinu í Salmisaari hafi verið lokað til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hækkandi raforkuverði til neytenda. Þar með er ekkert kolaorkuver eftir í daglegum rekstri í Helsinki þótt þrjú smærri orkuver séu eftir í landinu sem brenna kol að hluta eða sem varaafl. Lokun Salmisaari-versins þýðir að losun Helen, sem er í eigu höfuðborgarinnar Helsinki, dregst saman um fimmtíu prósent frá síðasta ári og landslosun Finnlands um tvö prósent. Í staðinn fyrir þau 175 megavött raforku og 300 megavött varmaorku sem kolaverið framleiddi mun Helen nota raforku, afgangsvarma, hitadælur og brennslu á viðarpillum og trjákurli. Olli Sirkka, forstjóri Helen, segir að til lengri tíma litið sé ætlunina að útrýma öllum bruna jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. „Það er kannski nauðsynlegt að viðurkenna að hrein orkuskipti eru ekki ódýr. Þetta er sannarlega val sem byggist á gildismati sem við höfum tekið sem samfélag og sem [fyrirtæki],“ segir Sirkka. Þrátt fyrir kostnaðinn býst Sirkka við því að húshitunarkostnaður viðskiptavina fyrirtækisins lækki um 5,8 prósent að meðaltali á þessu ári. Raforkuverð í Finnlandi er það þriðja lægsta í Evrópu og er aðeins á eftir Svíþjóð og Noregi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skammt er liðið frá því að Bretar lokuðu síðasta kolaorkuverki sínu þegar Ratcliffe-on-Soar-verið hætti starfsemi í haust. Kolum hafði þá verið brennt til að framleiða rafmagn í Bretlandi í 142 ár. Finnland Orkumál Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Orkufyrirtækið Helen segir að kolaknúna raf- og varmaorkuverinu í Salmisaari hafi verið lokað til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hækkandi raforkuverði til neytenda. Þar með er ekkert kolaorkuver eftir í daglegum rekstri í Helsinki þótt þrjú smærri orkuver séu eftir í landinu sem brenna kol að hluta eða sem varaafl. Lokun Salmisaari-versins þýðir að losun Helen, sem er í eigu höfuðborgarinnar Helsinki, dregst saman um fimmtíu prósent frá síðasta ári og landslosun Finnlands um tvö prósent. Í staðinn fyrir þau 175 megavött raforku og 300 megavött varmaorku sem kolaverið framleiddi mun Helen nota raforku, afgangsvarma, hitadælur og brennslu á viðarpillum og trjákurli. Olli Sirkka, forstjóri Helen, segir að til lengri tíma litið sé ætlunina að útrýma öllum bruna jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. „Það er kannski nauðsynlegt að viðurkenna að hrein orkuskipti eru ekki ódýr. Þetta er sannarlega val sem byggist á gildismati sem við höfum tekið sem samfélag og sem [fyrirtæki],“ segir Sirkka. Þrátt fyrir kostnaðinn býst Sirkka við því að húshitunarkostnaður viðskiptavina fyrirtækisins lækki um 5,8 prósent að meðaltali á þessu ári. Raforkuverð í Finnlandi er það þriðja lægsta í Evrópu og er aðeins á eftir Svíþjóð og Noregi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skammt er liðið frá því að Bretar lokuðu síðasta kolaorkuverki sínu þegar Ratcliffe-on-Soar-verið hætti starfsemi í haust. Kolum hafði þá verið brennt til að framleiða rafmagn í Bretlandi í 142 ár.
Finnland Orkumál Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira