Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2025 09:54 Kolaorkuverið í Salmisaari í suðvestanverðri Helsinki. Starfsemi þess var hætt í gær. Vísir/EPA Síðasta kolaorkuveri Finnlands sem enn var í daglegri notkun var lokað í gær. Eftirspurn eftir kolum hefur hrunið vegna aukins framboðs á endurnýjanlegri orku og yfirvofandi banns við kolabruna. Orkufyrirtækið Helen segir að kolaknúna raf- og varmaorkuverinu í Salmisaari hafi verið lokað til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hækkandi raforkuverði til neytenda. Þar með er ekkert kolaorkuver eftir í daglegum rekstri í Helsinki þótt þrjú smærri orkuver séu eftir í landinu sem brenna kol að hluta eða sem varaafl. Lokun Salmisaari-versins þýðir að losun Helen, sem er í eigu höfuðborgarinnar Helsinki, dregst saman um fimmtíu prósent frá síðasta ári og landslosun Finnlands um tvö prósent. Í staðinn fyrir þau 175 megavött raforku og 300 megavött varmaorku sem kolaverið framleiddi mun Helen nota raforku, afgangsvarma, hitadælur og brennslu á viðarpillum og trjákurli. Olli Sirkka, forstjóri Helen, segir að til lengri tíma litið sé ætlunina að útrýma öllum bruna jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. „Það er kannski nauðsynlegt að viðurkenna að hrein orkuskipti eru ekki ódýr. Þetta er sannarlega val sem byggist á gildismati sem við höfum tekið sem samfélag og sem [fyrirtæki],“ segir Sirkka. Þrátt fyrir kostnaðinn býst Sirkka við því að húshitunarkostnaður viðskiptavina fyrirtækisins lækki um 5,8 prósent að meðaltali á þessu ári. Raforkuverð í Finnlandi er það þriðja lægsta í Evrópu og er aðeins á eftir Svíþjóð og Noregi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skammt er liðið frá því að Bretar lokuðu síðasta kolaorkuverki sínu þegar Ratcliffe-on-Soar-verið hætti starfsemi í haust. Kolum hafði þá verið brennt til að framleiða rafmagn í Bretlandi í 142 ár. Finnland Orkumál Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Orkufyrirtækið Helen segir að kolaknúna raf- og varmaorkuverinu í Salmisaari hafi verið lokað til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hækkandi raforkuverði til neytenda. Þar með er ekkert kolaorkuver eftir í daglegum rekstri í Helsinki þótt þrjú smærri orkuver séu eftir í landinu sem brenna kol að hluta eða sem varaafl. Lokun Salmisaari-versins þýðir að losun Helen, sem er í eigu höfuðborgarinnar Helsinki, dregst saman um fimmtíu prósent frá síðasta ári og landslosun Finnlands um tvö prósent. Í staðinn fyrir þau 175 megavött raforku og 300 megavött varmaorku sem kolaverið framleiddi mun Helen nota raforku, afgangsvarma, hitadælur og brennslu á viðarpillum og trjákurli. Olli Sirkka, forstjóri Helen, segir að til lengri tíma litið sé ætlunina að útrýma öllum bruna jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. „Það er kannski nauðsynlegt að viðurkenna að hrein orkuskipti eru ekki ódýr. Þetta er sannarlega val sem byggist á gildismati sem við höfum tekið sem samfélag og sem [fyrirtæki],“ segir Sirkka. Þrátt fyrir kostnaðinn býst Sirkka við því að húshitunarkostnaður viðskiptavina fyrirtækisins lækki um 5,8 prósent að meðaltali á þessu ári. Raforkuverð í Finnlandi er það þriðja lægsta í Evrópu og er aðeins á eftir Svíþjóð og Noregi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skammt er liðið frá því að Bretar lokuðu síðasta kolaorkuverki sínu þegar Ratcliffe-on-Soar-verið hætti starfsemi í haust. Kolum hafði þá verið brennt til að framleiða rafmagn í Bretlandi í 142 ár.
Finnland Orkumál Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira